Reykjavík - 01.12.2012, Blaðsíða 14
14 1.DESEMBER 2012
Hús þetta var byggt árið 1908 og stendur það á Laufásvegi nr. 81. Hófst skólahald Kennara-
skólans í þessu húsi um haustið það
sama ár. Húsið teiknaði Einar Erlends-
son, húsameistari ríkisins og yfirsmiður
var Steingrímur Guðmundsson. Engin
vatnsveita var í húsinu þegar skólinn
tók til starfa en hún kom ári seinna.
Útikamar var notaður til ársins 1915
og var rafmagn leitt í húsið árið 1923.
Fyrsti skólastjóri Kennaraskólans var
Magnús Helgason og bjó hann með
fjölskyldu sinni í húsinu. Magnús
sinnti mörgum trúnaðarstörfum og
sat í stjórn Búnaðarfélagsins ásamt því
að vera skólastjóri.
Árið 1929 tók Freysteinn Gunnars-
son við embætti skólastjóra en hann
hafði verið kennari við skólann frá
árinu 1921. Freysteinn var einnig rit-
höfundur og þýðandi. Bjó hann ásamt
eiginkonu sinni, Þorbjörgu Sæmunds-
dóttur, og börnum í húsinu meðan
hann var skólastjóri eða til ársins 1962.
Það ár var starfsemi skólans flutt að
mestu leyti í Stakkahlíð en húsið var þó
áfram notað fyrir handavinnukennslu.
Þórbergur Þórðarson rithöfundur
hóf nám í Kennaraskólanum árið 1909
og stundaði hann nám þar í eitt ár.
Fjallar hann um skólagöngu sína þar
og um íslenska menntakerfið í bókinni
Ofvitanum sem kom út árið 1940.
Kennarasambands Íslands fékk
húsið að gjöf árið 1989 frá þáverandi
ríkisstjórn og árið 1991 var hafist handa
við endurbyggingu hússins og sá Páll V.
Bjarnason arkitekt um það verk. Húsið
er enn í dag í eigu Kennarasambands
Íslands sem hefur þar skrifstofur sínar.
Húsið var friðað árið 1983.
Heimildir: Freyja Jónsdóttir úr
greinasafni Morgunblaðsins.
GLI
Efnalaugin Björg
Gæðahreinsun
Góð þjónusta
Þekking
Opið: mán-fim 8:00 - 18:00
föst 8:00 - 19:00
laugardaga 10:00 - 13:00
GÆÐI
ÞEKKING
ÞJÓNUSTA
ERNA
Skipholti 3 - Sími: 552 0775
www.erna. is
Skipholti 3 - Sími: 552 0775 - www.erna.isERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA
Fyrir orrustuna um Milvian brú yfir Tíberfljót, 28. október
312 fyrir réttum 1700 árum, sá
Konstantín mikli teikn krossins
á himni og orðin “in hoc signo
vinces” “Undir þessu tákni muntu
sigra”. Árið 313 er Konstantín var
orðinn keisari veitti hann kristnum
mönnum trúfrelsi eftir langvarandi
ofsóknir.
Menin eru smíðuð á Íslandi eftir hugmynd
Dr Gunnars Jónssonar og fást silfurhúðuð á 3.500,-
úr silfri: 5.900,- (með demanti: 11.500,-) og
úr 14k gulli á 49.500,- (með demanti: 55.000,-).
IN HOC SIGNO VINCES
(Undir þessu tákni muntu sigra)
REYKVÍKINGUR
REYKJAVÍKURGETRAUNIN – SVAR
Helgin í Reykjavík
1. – 2. desember 2012
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn
kl. 10:00 – 17:00
Heimsækið Jólaköttinn sem hefur komið sér
fyrir í garðinum
Þjóðminjasafn Íslands
kl. 11:00 / laugardagur
Jóladagskrá safnsins hefst
– ókeypis aðgangur
Viðey kl. 14:00 / laugardagur
Friðsamleg dansgleði
Langholtskirkja
kl. 17:00 og 20:00 / laugardagur
Aðventutónleikar Langholtskirkju
Háskólabíó
kl. 17:00 og 21:00 / laugardagur
Jólatónleikar Baggalúts
Harpa tónlistarhús
kl. 20:00 / laugardagur
Jólin okkar
– heimilislegir jólatónleikar í Eldborg
Cafe Rosenberg / laugardagur
Afmælistónleikar Halla Reynis
Gamli gaukurinn
kl. 22:00 / laugardagur
Tónleikar – Steed Lord og Legend
Faktorý kl. 23:20 / laugardagur
Útgáfutónleikar - Ghostigital
Árbæjarsafn
kl. 13:00 / sunnudagur
Bráðum koma blessuð jólin
– jólasýning
Listasafn Íslands
kl. 14:00 / sunnudagur
Fjölskylduleiðsögn og listsmiðja
- Sigríður Melrós Ólafsdóttir
Listasafn Reykjavíkur í Hafnarhúsi
kl. 15:00 / sunnudagur
Gestaspjall - Jóhann Eyfells með augum Þórs
Elísar og Ólafs Gísla
Harpa tónlistarhús / sunnudagur
Stórsveit Reykjavíkur – Jólaswing kl. 16:00
Jólasýning og 5 ára afmælishátíð
DanceCenter Reykjavik í Norðurljósum
kl. 17:00
TÁKN OG MERKI
Skoski fáninn, kross heilags Andrésar, er elsti þjóðfáni í heimi sem enn er í notkun.
Eða svo hermir sagan í það minnsta.
Hún nær allt aftur til ársins 832
þegar Angus mac Fergus konungur
háði orrustu við Englendinga og
Saxa nærri þorpinu Athelstaneford
í skosku láglöndunum. Angus og
lið hans var umkringt af mun fjöl-
mennari herjum. Angus taldi sig sjá
teikn á himni og fyrirboða þegar
hann sá hvítan kross og sór hann
þess eið að ef hann færi með sigur af
hólmi myndi heilagur Andrés verða
þjóðardýrlingur Skota og kross
hans prýða fána þjóðarinnar. Sigur
vannst og Angus stóð við heit sitt.
X-laga krossinn er kallaður kross
heilags Andrésar því hann er
sagður hafa verið kross-
festur á slíkum
krossi.
Skoski fáninn
Reynið
bara
að hitta á
sandkornin
Reykvíkingur er ánægður með borgaryfirvöld og ráð-deildina þar. Minnugir klúð-
ursins þegar nánast ekkert var saltað
eða sandað og allt varð vitlaust, þá
ætla þeir sem með þessi mál fara,
ekki að láta grípa sig með buxurnar
á hælunum aftur. Nei, það skyldi
sko enginn segja að ekki sé saltað
og sandað núna þegar gangstéttir eru
eins og skautasvell og göturnar hálar.
Og það skyldi sko heldur enginn
segja að hlaupið sé eftir duttlungum
vegfarenda og saltað og sandað út
í hið óendanlega með tilheyrandi
kostnaði. Nei, það er léttsaltað og
enn léttar sandað.
Reykvíkingur er einn af þeim
fjölmörgu sem bókstaflega hefur
orðið hált á svellinu og flogið þar á
hausinn með eins miklum glæsibrag
og honum er frekast unnt. Núna er
Reykvíkingur blár og marinn og
aumur um allan sinn reykvíska
skrokk. En hvarflar að honum
að kenna borgaryfirvöldum eða
starfsmönnum borgarinnar um það?
Ó nei, ekki aldeilis. Það að Reyk-
víkingur skyldi fljúga á hausinn og
meiða sig var einfaldlega honum
sjálfum að kenna. Það var búið að
setja nokkur sandkorn á gangstéttina
og það var alveg Reykvíkingi að
kenna að hafa ekki vit á að reyna að
tipla á þeim. Jafnvel þótt hann þyrfti
að klofa á milli þeirra.
Förum sparlega með sandinn og
reynum að hitta á sandkornin þegar
við göngum úti, það er frekja að ætl-
ast til þess að það sé sandur undir
fæti í hverju skrefi.