Reykjavík


Reykjavík - 01.12.2012, Blaðsíða 8

Reykjavík - 01.12.2012, Blaðsíða 8
8 1.DESEMBER 2012 Volki kominn með prjónavél af stærstu gerð Vélin nauðsynlegt skref í þróun á ullarvinnslu og eykur möguleika á útflutningi. Hönnuðirnir hjá Volka telja skattlagninguna of mikla. Volki er hönnunarfyrirtæki sem þær Olga Hrafnsdóttir og El-ísabet Jónsdóttir starfrækja, en helsta hráefni þeirra er íslensk ull. Þær reka ásamt fleirum verslun með margs konar hönnun í Netagerðinni við Mýrargötu. Á vinnustofunni eru þær hins vegar þessa dagana að koma upp prjónavél sem er af stærri gerðinni, svo ekki sé fastar að orði kveðið. „Þetta er þýsk prjónavél“, segir El- ísabet en ekki er vitað til að stærri eða öflugri prjónavél sé til í landinu. Þær segja vélina breyta heilmiklu fyrir starf- semina hjá þeim og möguleikarnir í margs konar framleiðslu aukist veru- lega. „Já, nú getum við gert tilraunir. Okkur langar til dæmis að gera gólf- mottur úr grófara efni, ekki bara að framleiða með henni fatnað. Okkur langar að nota íslensku ullina til að búa til eitthvað nýtt.“ Vélin er flókin og var Olga til að mynda í mánuð í Þýskalandi í grunn- námi í prjóni og Elísabet í hálfan mánuð. Í framhaldinu kom starfs- maður framleiðandans hingað til lands og hefur í fjórar vikur unnið allan liðlangan daginn við að gera vélina klára og kenna hönnuðunum á hönnunarforrit hennar, en þess má geta að starfsmaðurinn hefur unnið við svona vélar vel á fjórða áratug. Þær segja íslensku ullina sérstaka og því þurfi að stilla vélina sérstak- lega fyrir slíkt hráefni. „Það þarf að prjóna hægar og lausar,“ segir Olga. „Hún rennur ekki eins auðveldlega og merino- eða kasmírull.“ Þær segja tilkomu vélarinnar skref í þróun á ullarvinnslu hér á landi og að þróun í slíku sé nauðsynleg. Núna segjast þær geta gert margs konar til- raunir með framleiðslu sem þær gátu ekki sinnt áður. Þær geti núna látið vélina vinna ýmsar hugmyndir og séð strax hvað virkar og hvað virkar ekki sem og hverju megi breyta. Þær stunda útflutning nú þegar, en með tilkomu prjónavélarinnar góðu hyggja þær á enn frekari útflutning. Sem fyrr segir reka þær verslun í hús- næði sem heitir Netagerðin enda var þar netagerð áður, en nú er seld í hús- inu margs konar íslensk hönnunarvara auk þess sem þar er einnig veitinga- staður. Svæðið við gömlu höfnina hefur tekið algjörum stakkaskiptum síðustu ár og nú einkennir það mannlíf. „Það er búið að vera rosalega mikið um túrista þarna, en Íslendingar mega vera dug- legri að koma þarna, fara úr Kringlunni og koma í bæinn,“ segja þær Elísabet og Olga. „Útlendingum finnst þetta rosalega spennandi svæði, þeim finnst eins og þeir séu að uppgötva eitthvað leyndarmál.“ Það er kunnara en frá þurfi að segja að þegar farið er um svæðið frá Lauga- vegi og Skólavörðustíg og út á Granda- garð, má sjá afar fjölbreytta framleiðslu hönnuða, fólks sem framleiðir margs konar vöru oft úr íslensku hráefni og sækir yrkisefnið í íslenska menningu af ýmsu tagi. Oft og tíðum má sjá í þessari vinnu gríðarlegt hugmyndaflug og frjótt ímyndunarafl. Þarna er greini- lega komin efnilegur vaxtarbroddur í atvinnulífið í höfuðborginni. „Þetta er ekkert auðvelt“, segja þær Volkakonur. „Þetta er hark, en líka ástríða, annars væri maður ekki að þessu.“ Eitt af því sem sem gerir ungu fyrirtæki eins og Volka erfitt fyrir er skattlangingin og þær Olga og Elísabet gagnrýna það, en öll þeirra fram- leiðsla og starfsemi er í hæsta virðis- aukaskattsþrepi. Skrekksstyttan í miðborginni Austurbæjarskóli bar sigur úr býtum í hæfileikakeppni grunnskóla Reykjavíkur- borgar, Skrekki. Í öðru sæti varð Ingunnarskóli með atriðið Okkur er ekki sama og Hlíðaskóli varð í því þriðja með atriðið Stína og strákarnir. Siguratriði Austurbæjarskóla hét Criteria og fjallaði um þá grimmd sem víða leynist gagnvart þeim sem reyna að brjóta sig út úr norminu svokallaða. Í atriðinu túlkuðu listamennirnir einstaklinga sem finna fyrir pressu um að tilheyra ákveðnum hópi. Það var gert með því að búa til vél sem hreyfðist í takti og hver einstaklingur var aðeins viljalaust tannhjól. Allt fór hins vegar úr skorðum þegar ein veran tók upp á því að hugsa sjálfstætt. Kveikt á Óslóar- trénu á morgun Óslóarbúar hafa í meira en 60 ár gefið Reykvíkingum jólatré á Austurvöll og hefur tendrun þess í upphafi að- ventunnar verið fastur liður í jó- laundirbúningnum hjá mörgum í gegnum tíðina. Á morgun verður kveikt á trénu, en í þetta sinn fór borgarstjórinn Jón Gnarr til Noregs til að fella tréð, enda vanur skógarhöggsmaður frá því hann bjó í Svíþjóð á árum áður. Tréð var fellt í Solemskógi utan við Ósló með þó nokkurri viðhöfn. Jón Gnarr borgarstjóri og fyrrver- andi skógarhöggsmaður tók þátt í að fella Óslóartréð í Solemskógi. Prjónavélin góða eykur möguleikana á framleiðslu sem og útflutningi. Elísabet Jónsdóttir og Olga Hrafnsdóttir í Volka segja hönnunarvinnuna vera ástríðufullt hark. Volki rekur verslun ásamt fleiri hönnuðum í Netagerðinni við Mýrargötu.

x

Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Reykjavík
https://timarit.is/publication/1086

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.