Akureyri - 09.01.2014, Side 10
10 9. janúar 2014
Enn rætt um norðurslóðir
Samstarfsráðstefna um norðurslóðir
mun fara fram á Akureyri á árinu
Akureyringar binda sumir hverj-
ir miklar vonir við norðurslóðir og
tækifæri sem kunna að opnast vegna
nýrra siglingaleiða. Þó eru ógnir
einnig fyrir hendi og viðsjá víða eins
og fram kom á ráðstefnu hjá NORA
sem fram fór í Kaupmannahöfn ný-
verið. Þann 10. desember síðastliðinn
skrifuðu forsvarsmenn sex stofnana
á Norðurlöndum undir samstarfs-
samning við Heimskautastofnun
Kína (Polar Research Institute of
China) og þrjár aðrar kínverskar
stofnanir um stofnun Kínversk-
norrænnar norðurslóðamiðstöðvar
(KNN). Undirritun samningsins fór
fram við formlega opnun miðstöðv-
arinnar í Shanghai en hana sóttu
aðilar frá opinberum stofnunum í
Kína og frá Norðurlöndunum, auk
fræðimanna sem stunda norður-
slóðarannsóknir. Hallgrímur Jón-
asson, forstöðumaður Rannís tók
þátt í opnunarathöfninni og undir-
ritaði fyrrgreindan samning fyrir
hönd Rannís en Þorsteinn Gunnars-
son, fyrrum rektor Háskólans á Ak-
ureyri, hefur starfað að málinu sem
sviðsstjóri hjá Rannís. Þá flutti Stef-
án Skjaldarson, sendiherra Íslands í
Kína, ávarp við athöfnina.
Í tilkynningu frá hlutaðeigandi
segir: „Hlutverk nýrrar miðstöðv-
ar er að efla rannsóknasamstarf
með það fyrir augum að auka vit-
und, skilning og þekkingu á norð-
urslóðum og hnattrænum áhrifum
breytinga á norðurslóðum. Auk þess
mun miðstöðin stuðla að samvinnu
tengdri sjálfbærri þróun á norður-
slóðum og þróun Kína í hnattrænu
samhengi. Þannig verður sjónum
beint að norðurslóðum og málefnum
þeirra á heimsvísu og munu rann-
sóknir meðal annars snúast um:
loftslagsbreytingar á norðurslóð-
um og áhrif þeirra,
auðlindir á norðurslóðum, flutn-
inga og efnahagslega samvinnu,
stefnumótun og lagasetningar er
varða norðurslóðir.“
Samvinnan á grundvelli KNN
mun fara fram með: sameiginleg-
um rannsóknaverkefnum; þróun á
samstarfsnetum og nýjum samstarfs-
sviðum um norðurslóðarannsóknir
sem skapi tækifæri fyrir kínverska
og norræna fræðimenn þannig að
þeir geti unnið að styrktum rann-
sóknaverkefnum; reglulegum ráð-
stefnum, þ.m.t. „China-Nordic Arct-
ic Cooperation Symposium” og að
lokum með miðlun á upplýsingum
og greiðari menningarsamskiptum
Kína og Norðurlandanna í tengslum
við norðurslóðir.
Í tengslum við KNN starfar ráð-
gjafanefnd sem samanstendur af
forsvarsmönnum áðurnefndra stofn-
ana. Eftir undirritun samningsins
hittist nefndin í fyrsta sinn og ræddi
hvernig starfsemi miðstöðvarinnar
yrði háttað og áform á árinu 2014.
Þar var m.a. ákveðið að „China-
Nordic Arctic Cooperation Symposi-
um“ yrði haldið á Akureyri á árinu. a
Lektor við HA hlaut styrk
Upplifa barnshafandi konur, sem
glíma við þunglyndi og kvíða, fremur
vandamál sem tengjast meðgöngu
og fæðingu en þær sem ekki kljást
við andlega kvilla? Þessu hyggst
Sigríður Sía Jónsdóttir, lektor við
Háskólann á Akureyri, svara í dokt-
orsrannsókn sinni sem hlotið hefur
styrk úr úr Minningarsjóði Bjargar
Magnúsdóttur ljósmóður og Magn-
úsar Jónassonar bónda við Háskóla
Íslands. Styrkupphæðin nemur einni
milljón króna.
Sigríður var jafnframt stunda-
kennari í ljósmóðurfræði við Há-
skóla Íslands en leggur nú stund á
doktorsnám við Linné-háskóla í Sví-
þjóð. Markmið doktorsrannsóknar-
innar er að kanna andlega líðan
kvenna á meðgöngu og áhrif hennar
á meðgöngu og fæðingu. Ætlunin er
að meta hvort barnshafandi konur,
sem stríða við þunglyndi og kvíða,
upplifi frekar vandamál sem tengj-
ast meðgöngu og fæðingu en þær
sem ekki glíma við slíka sjúkdóma.
Einnig verða metin áhrif félagslegs
stuðnings og aðlögunar í nánu sam-
bandi á líðan kvennanna.
Rannsóknin byggist á gögnum
úr stærri rannsókn „Geðheilsa
kvenna og barneignir“ sem safnað
var á árunum 2006 – 2012 en alls
tóku 2500 barnshafandi konur þátt
í henni. Vonast er til að niðurstöður
rannsóknarinnar varpi frekara ljósi
á mikilvægi þess að kanna geðheilsu
kvenna á meðgöngu og að þær muni
nýtast við þróun þjónustu fyrir fjöl-
skyldur á meðgöngu. Leiðbeinendur
Sigríðar eru Katarina Swahnberg,
dósent við Linné-háskóla, Marga
Thome, prófessor emeritus, og Þóra
Steingrímsdóttir, klínískur dósent
við Háskóla Íslands.
Sigríður hefur þegar kannað
hvort þátttakendur glímdu við þung-
lyndi og kvíða og svöruðu konurnar
jafnframt spurningalistum sem meta
sálfélagslega þætti. Í framhaldi af
því voru tekin stöðluð viðtöl við 560
konur sem annars vegar tilheyrðu
hópi, sem taldist með auknar líkur
á þunglyndi eða kvíða, og hins vegar
samanburðarhópi, sem ekki hefur
átt við geðræn vandamál að stríða. Í
viðtölunum var geðheilsa metin með
viðurkenndum greiningaraðferðum.
Þetta er í annað sinn sem styrk-
ur er veittur úr Minningarsjóði
Bjargar Magnúsdóttur ljósmóður
og Magnúsar Jónassonar bónda en
markmið hans er að styrkja hjúkr-
unarfræðinga og ljósmæður til fram-
haldsnáms. Styrkupphæðin nemur
einni milljón króna. Sjóðurinn var
stofnaður við Háskóla Íslands 22.
desember 2008 samkvæmt fyrir-
mælum í erfðaskrá Soffíu Þuríðar
Magnúsdóttur til minningar um for-
eldra hennar, Björgu Magnúsdóttur
ljósmóður og Magnús Jónasson
bónda sem bjuggu allan sinn bú-
skap í Túngarði á Fellsströnd. Björg
var þar umdæmisljósmóðir árabilið
1910-1951.
Styrktarsjóðir Háskóla Íslands
hafa umsjón með sjóðum og gjöf-
um sem Háskóla Íslands hafa verið
ánafnaðar allt frá stofnun hans. a
SIGRÍÐUR SÍA ÁSAMT Ólöfu Ástu Ólafs-
dóttur, lektor við Hjúkrunarfræðideild
Háskóla Íslands (t.v.), og Herdísi Sveins-
dóttur, prófessor við sömu deild (t.h.),
en þær eiga sæti í stjórn sjóðsins. Mynd:
Gunnar Sverrisson.
Akureyri - 17. og 31. janúar
Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður á Akureyri við heyrnar-
mælingar, ráðgjöf og sölu heyrnartækja. Mikið úrval af hágæða
heyrnartækjum. Sérsmíðuð eða næstum ósýnileg bak við eyra.
Margir verðflokkar.
Bókaðu tíma í heyrnarmælingu og
fáðu heyrnartæki til prufu
Sími 568 6880
Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Sími 568 6880 | www.heyrnartaekni.is
Vantar þig heyrnartæki?
Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta
Bókunarsími tilboðsins er 426 5000
Aðeins 8.500 kr. fyrir tveggja manna herbergi!
Gistihús Keflavíkur · Keflavíkurflugvelli · Valhallarbraut 761 · 235 Reykjanesbæ
Sími 426 5000 · gistihus@internet.is · bbkeflavik.com
Láttu fara vel um þig nóttina fyrir eða eftir flug og gistu hjá okkur.
Þú geymir bílinn þinn hjá okkur, við keyrum þig upp á á flugvöll
og sækjum þig aftur þér að kostnaðarlausu.
Ertu á leiðinni til eða frá landinu?
Morgunverður er innifalinn
Þráðlaus nettenging
Rúmgóð herbergi með gervihnatta-
sjónvarpi og baði
Því ekki að byrja eða enda fríið í Bláa
Lóninu, aðeins um 15 mín. akstur frá
okkur, eða skoða Víkingasafnið, gamla
hervöllinn og Reykjanesið?
Við erum vel staðsett til að njóta alls
þess sem Reykjanesið hefur upp á að
bjóða. Tilvalið fyrir hvataferðir, fundi eða
rómantískar stundir.
Gott verð! Gildir til 1. maí 2014.
10 | SÓKNARFÆRI
Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður
Símar:
467 1205 - 467 1203 - 692 5060 - 869 4441
„Þróun á veiðarfærum er mikilvægur
þáttur í starfi netaverkstæða Ísnets.
Þegar veiðarfæri er þróað, annað-
hvort frá grunni eða eldri gerðir
veiðarfæra endurbættar, þá er í öll-
um tilfellum unnið með skipstjórum
fiskiskipa annars vegar og birgjum
félagsins hins vegar. Það er megin
markmið okkar að prófa þau veiðar-
færi sem við þróum í tilraunatanki
til að fá sem bestar niðurstöður um
veiðarfærin áður en þau eru fram-
leidd í raunstærð,“ segja þeir Birkir
Agnarsson framleiðslustjóri og Kári
Páll Jónasson rekstrarstjóri hjá Ísneti
en í október fór um 50 manna hóp-
ur frá Ísfelli til Hirtshals í Dan-
mörku þar sem ný dragnót og
rækjutroll frá fyrirtækinu voru
kynnt. Í hópnum voru innlendir og
erlendir viðskiptamenn félagsins,
ásamt fulltrúum frá Selstad, Mor-
gére og Garware Wall-Ropes og
starfsmönnum Ísfells. Hægt er að
segja að hópurinn hafi verið fjöl-
þjóðlegur þar sem gestir voru frá Ís-
landi, Grænlandi, Færeyjum, Dan-
mörku, Noregi, Frakklandi, Þýska-
landi, Kanada og Indlandi.
Ný dragnót lítur dagsins ljós
Starfsfólk Ísnets hefur undanfarna
mánuði þróað nýja gerð dragnótar.
Á meðan á þróunarferlinu stóð var
verkefnið unnið í samstarfi við skip-
stjóra á dragnótabátum. Megin
markmiðið var að hanna alhliða
dragnót sem væri létt í drætti og fari
vel í sjó. „Í hönnuninni var lögð
áhersla á góða lárétta og lóðrétta
opnun, styrk og góða endingu sem
og einfaldleika í allri meðhöndlun.
Meðal nýjunga í dragnótinni er ný
gerð af neti frá Garware sem heitir
SNG. Netið er ný kynslóð af Safír
neti sem er mun sterkara og nún-
ingsþolnara en hefðbundið PE net.
Með þessu neti er hægt að hafa efnið
grennra án þess að skerða styrk og
endingu. Þá var möskvastærð einnig
breytt frá hefðbundnum dragnótum
til þess að létta hana í drætti og gera
hana fisknari,“ segir Birkir en meðal
annarra nýjunga má nefna breyting-
ar á lögun á dragnótinni, fiskilínu,
höfuðlínu og fótreipi.
„Viðbrögð skipstjóra, sem voru
viðstaddir tankprófun á dragnótinni,
voru strax jákvæð og nú þegar er bú-
ið að panta hjá okkur dragnætur af
þessari gerð. Það var samdóma álit
viðstaddra að um vel heppnaða
hönnun væri um að ræða sem von-
andi á eftir að skila sér í auknu og
hagkvæmara fiskiríi,“ segir Birkir.
Ísnet 2967 Lukkutroll
Á undanförnum árum hefur Ísnet
unnið að þróun á svokölluðu Luk-
kutrolli til rækjuveiða í samstarfi við
Ómar Þorleifsson, skipstjóra á Sig-
urborgu SH frá Grundarfirði. Sigur-
borgin hefur notað Lukkutroll frá
árinu 2005 með ýmsum breytingum
sem gerðar hafa verið frá upphaflega
trollinu sem var 2512 möskva.
Nýjasta útfærslan af trollinu var
svo skoðuð í áðurnefndri tankferð til
Hirtshals en um er að ræða 2967
möskva troll og segja þeir Birkir og
Kári að mönnum hafi borið saman
um að trollið liti mjög vel út í
tanknum. Lukkutrollið hefur lengst
af verið eingöngu úr Safírneti, en í
nýja trollinu er auk þess notað
hnútalaust Dy eema net til að létta
það enn frekar í drætti. Í upphafi var
Lukkutr llið tveggja grandara og er
það ennþá valmöguleiki þó nýj sta
útgáfan sé þriggja gra ara.
„Ísnet kynnti þetta troll á síðasta
ári fyrir öðrum viðskiptavinum og
hafa nokkur slík verið afhent undan-
farið, bæði úr Safírneti, Dyneema og
einnig venjulegu PE neti. Kúlurnar,
sem við mælum með á trollið, eru
svokallaðar Hydro kúlur frá Castro á
Spáni sem er nýjung hjá Ísneti. Þær
líta út eins og golfkúlur á yfirborð-
inu og eru hannaðar til að veita
minna togviðnám.
Þess má geta að trollið hefur ekki
einungis gefist vel við rækjuveiðar
heldur veiðir það grálúðu einnig vel
en núorðið má hirða þann fisk sem
kemur í rækjutroll með svokölluð-
um yfirpoka. Það má því segja að
Lukkutrollið sé alhliða troll sem tek-
ur bæði hátt og breitt og hægt er að
fá í öllum stærðum,“ segir Kári.
Ísnet 4200 Gigantus
„breiðskafa“ til rækjuveiða
Gigantus troll er einnig nýjung frá
Ísneti og var það hannað í samstarfi
við Selstad í Noregi. Meginmark-
miðið við hönnunina segja Birkir og
Kári að hafi v rið hönnun á trolli
sem v r fyrst og fremst breitt og
létt í drætti en þyrfti ekki að taka
neitt sérstaklega hátt.
„Ísnet hefur þegar framleitt tvö
Gigantus troll fyrir grænlenska
rækjutrogarann Qaqqatsiaq og þau
voru að stærstum hluta gerð úr Saf-
írneti en þó var notað hnútalaust
Dyneema í hluta af yfir- og hliðar-
byrðum. Qaqqatsiag hefur náð góð-
um árangri með þessi troll og en
skipið dregur tvö 3960 möskva troll.
Við veiðarnar hafa bæði verið notað-
ir hefðbundnir botntrollshlerar eða
flottrollshlerum.“
isfell.is
Fylgst með prófunum á Lukkutrolli í tanknum í Hirtshals og áhuginn leynir sér ekki.
Rækjutroll Gigantus, 4200 möska.
Dragnót, 38 fað a.
Rækjutroll (Lukkutroll), 2967 möskva.
Dragnót, 38 fm í köstun.
Ísnet:
Ný hönnun á drag ót og Lukkutroll
SKEIFAN 3E-F · SÍMI 581-2333 · FAX 568-0215 · WWW.RAFVER.IS
Háþrýstidælur
Vinnuþjarkar ætlaðir til
dagl gra o a
HD 10/25-4 S
■ Vinnuþrýstingur
30-250 bör
■ 500-1000 ltr/klst
■ Stillanlegur úði
■ Sápuskammtari
■ Túrbóstútur + 50%
HD 6/16-4 M
HD 6/16-4 MX
■ Vinnuþrýstingur
30-160 bör
■ 230-600 ltr/klst
■ 15 m slönguhjól
■ Stillanlegur úði
■ Sápuskammtari
■ Túrbóstútur + 50%