Akureyri - 13.02.2014, Side 18
18 6. tölublað 4. árgangur 13. febrúar 2014
AÐSEND GREIN KRISTÍN AÐALSTEINSDÓTTIR
Ástandið, hermennirnir og gula rósin
Haustið 1997 var ég á leið til Bristol
til ársdvalar en var ekki búin að finna
mér húsnæði. Hér voru þá staddir
hjá mér gestir, Mary og Gordon Hal-
ford sem búa nærri Bristol. Ég hafði
á orði að þau mættu láta mig vita
ef þau heyrðu eða vissu um
húsnæði miðsvæðis í Bristol.
Viku síðar hringdi Gordon
og sagði að þau hefðu heyrt
af lausri íbúð sem ég gæti
fengið og ég myndi sennilega
ekki trúa því, en eigandinn,
Geoffrey Brazier talaði ís-
lensku. Ég hringdi út og viti
menn, það stóð heima. Við
töluðum saman á íslensku.
Nokkru síðar var ég búin að koma
mér fyrir í íbúð Jean og Geoffrey við
Clifton Wood Road í Bristol. Í ljós
kom að Geoffrey hafði verið breskur
hermaður á Íslandi á árunum 1942-
1944 og dvaldi aðallega á Akureyri
og í Borgarnesi. Hann var sendur til
Íslands og var ætlað að vera túlkur
því hann talaði norsku, hafði verið
í Noregi sem unglingur með foreldr-
um sínum. Ekki dugði norskan hér
á landi og var hann því sendur til
Ólafsfjarðar í eins konar einangrun
í tvo mánuði til að læra málið. Við
töluðum oftast saman á íslensku árið
mitt í húsinu hans, tæpum 50 árum
eftir dvöl hans hér á landi. Geoffrey
heillaðist af Íslandi og sagðist hafa
byrjað að mála myndir sem
varð svo til þess að eftir að
stríðinu lauk, stundaði hann
myndlistarnám í London og
lifði síðan alla tíð af mynd-
listinni.
Þau hjónin voru af-
skaplega elskuleg og ég
átti margar góðar stundir
með þeim. Í byrjun des-
ember þetta ár, þegar við
vorum orðið vel kunnug, spurði ég
Geoffrey hvort hann hefði ekki átt
kærustu á Íslandi. Hann gaf ekki
mikið út á það og en svo var það
skömmu fyrir jól, þegar ég sat við
eldhúsborðið með honum, að hann
kom með gamlan slitinn skókassa og
vildi sýna mér myndir sem hann átti
frá Íslandsdvölinni. Þar var margt
skemmtilegt að sjá, t.d. margar vetr-
armyndir frá Akureyri. Hann sýndi
mér líka myndir af þremur stúlkum
og hermönnum í lautarferð, mynd
af þessum stúlkum fyrir framan
kaupfélagshúsið í Borgarnesi og
síðan stærri mynd af einni stúlkn-
anna. Mér var nokkuð ljóst að þessi
stúlka hafði verið honum kærari
en hinar. Mér datt í hug að spyrja
hvort hann vildi ekki að ég hringdi
í þær til að bera þeim kveðju hans
eða fyndi út hvort þær væru á lífi. Þá
sagði Goeffrey á ensku: „I would be
very pleased.“
Milli jóla og nýárs ætlaði ég að
fara að hringja en hugsaði með mér
hvað ég væri eiginlega búin að koma
mér í og leist alls ekki á blikuna. Ég
hafði mig þó í að hringja í konuna
sem var frænka þeirrar sem ég taldi
hafa verið Geoffrey kærust. Ég
kynnti mig og sagði henni að ég ætti
að flytja henni kveðju frá Geoffrey
Brazier. Hún varð vægast sagt mjög
glöð og sagði að hann hefði verið svo
mikill herramaður (þ.e. ekki hermað-
ur). Við spjölluðum dágóða stund og
ég bað hana að láta frænku sína vita
að ég myndi hringja í hana eftir tvo
daga. Það gerði ég og þá höfðu þær
komið sér saman um að hitta mig
þegar ég færi aftur út því þær vildu
senda honum pakka.
Skömmu eftir áramót þegar ég
var komin til Reykjavíkur og á leið
vestur í bæ til að hitta konurnar, kom
ég við blómabúð og keypti fimm
verulega stórar og fallegar gular
rósir. Ég man meira að segja ekki
eftir að hafa nokkurn tíma, hvorki
fyrr né síðar keypt gular rósir og
alls ekki svona stórar. Mér var tekið
með kostum og kynjum og ég færði
Ástu (dulnefni) að sjálfsögðu rósirnar.
Hún hafði dekkað borð og allt mjög
var mjög elskulegt. Við spjölluðum
lengi. Þegar ég var að fara spurði
ég hana hvort hún ætti ekki mál-
verk eftir Geoffrey. Hún sagði að
svo væri og fór með mig inn í annað
herbergi. Þar hékk ein stór mynd
á vegg. Á myndinni var máluð ein
stór GUL rós.
Ég fór hlaðin gjöfum, myndum og
með bréf til Bristol og færði Geoffrey.
Daginn eftir skrapp ég niður og hitti
hann. Hann var mjög ánægður með
sendinguna, ekki síst að Ásta hafði
sent honum nýja mynd af sér. Hann
sýndi mér myndina og sagði: „Er hún
ekki falleg, hún hefur ekkert breyst.“
Þau Geoffrey héldu bréfasambandi
þar til Geoffrey lést árið 2005. a
FXNytro M-TX árg. 2014
Verð nú frá 2.690.000
VERÐLÆKKUN!
Vegna styrkingar krónunnar býður
Arctic Trucks nú hina áreiðanlegu og
eyðslugrönnu FXNytro M-TX sleða
með 100 þúsund króna afslætti!
www.yamaha.is
Arctic Trucks | Kletthálsi 3 | 110 Reykjavík | Sími 540 4900
Á ÍSLANDI
Untitled-1 1 12.2.2014 13:43:56
ID: I0083
NAME Geoffrey Denis BRAZIER
SEX M
BIRTH 13 SEP 1919 in Shrewsbury, Shropshire
DEATH JAN 2005 in York, Yorkshire
OCCUPATION Cabinet Maker
RESIDENCE 1999 Crickhowell
FATHER Alfred Walter Cyril Brazier b: ABT JUN 1895 in Atcham,
Shrewsbury
RESIDENCE ABT 1936 Spent childhood in Norway
MOTHER May Henning b: ABT SEP 1899 in Hammersmith, Ful-
ham, London
MARRIAGE Jean Gwendolen McCann b: 15 NOV 1921 in South
Bank, Birkenhead, Cheshire
MARRIED 23 SEP 1952 in St Stephens, Prenton, Cheshire
CHILDREN Andrew Donald BRAZIER b: 17 NOV 1953 in Bristol,
Avon
Andrew Donald BRAZIER
Hugh Douglas BRAZIER
Fiona Ruth BRAZIER
Janet Hilary BRAZIER
KRISTÍN AÐAL-
STEINSDÓTTIR
TIL SÖLU
Gisthúsið Fosshóll í Þingeyjarsveit. Frábært
tækifæri í ferðaþjónustu. Selt sem ehf.
Verð 140.000.000