Akureyri


Akureyri - 07.03.2014, Blaðsíða 14

Akureyri - 07.03.2014, Blaðsíða 14
14 8. tölublað 4. árgangur 27. febrúar 2014 Íslenski dansflokk- urinn sýnir Þríleik Íslenski Dansflokkurinn er væntan- legur til Akureyrar í Hof um miðjan mars með sýningu sína Þríleik sem sýnt hefur verið í Borgarleikhús- inu við góðar undirtektir. Sýningin skiptist í Tilbrigði þar sem Bryndís Halla Gylfadóttir leikur tónverk finnska tónskáldsins Jean Sibelius Theme and variations for Solo Cello frá 1887. Eindans er eftir Láru Stef- ánsdóttur. Í Tilbrigðum Sibeliusar leikur tónskáldið sér með brotna hljóma, trillur og tvígrip og nýt- ir sér breitt tónsvið hljóðfærisins. Dansarinn er eins og endurkast af tónlistinni, leikur með tilbrigði, endurtekin form og blæbrigði. Farangur er nýtt íslenskt dansverk eftir Grímuverðlaunahafann Val- gerði Rúnarsdóttur. Innblástur að sköpunarferlinu er sóttur í minnið og stöðuga mótun þess, hvernig við erum stöðugt að safna í og vinna úr efni í hinu huglæga farangurs- rými. Berserkir er lokaatriði Þrí- leiksins eftir danska danshöfundinn Lene Boel. Verkið er „magnþrungin blanda break, nútímadans og ball- ett með akróbatísku tvisti“ eins og segir í tilkynningu. Berserkir; villtir sem úlfar, ljúfir sem lömb, eru und- ir áhrifum frá norrænni goðafræði, straumum og ógnvænlegri náttúru. Sjö sterkir einstaklingar mynda ættbálk byggðan á trausti, heiðri og viljastyrk þar sem hráir, dular- fullir og húmerískir leikar stríðs og ástar eiga sér stað. Berserkir tengja saman áttundu öldina og nútím- ann þar sem innblástur er sóttur til víkinga frá fornöld og í leiki nútímans. a Heyrst hefur HEYRST HEFUR að Ágúst Þór Árnason, brautarstjóri við laga- deild Háskólans á Akureyri, sé nú meðal umdeildustu manna á landinu eftir að hann kvað sér hljóðs í Evrópuumræðunni svo um munaði. Samskiptasíður loga, ýmist til stuðnings rannsókna- starfi Ágústs Þórs eða gegn. Öss- ur Skarphéðinsson hefur meðal annarra sent Ágústi Þór ádrepu og spyr síðan hvenær það hafi verið í þágu íslenskra hagsmuna að hafa „slíka minni- máttarkennd“ fyrir hönd Íslands að gefa sér fyrirfram að við getum ekki náð samningum um flókin og erfið mál? Eyjan greindi fyrst frá. „Ef við hefðum fylgt því væri Ísland hvorki með 200 mílna lögsögu né aðili að evrópska efnahagssvæðinu. Staðreyndin er sú að reynslan sýnir mjög vel að okkur hefur alltaf tekist að verja íslenska hagsmuni. Varðandi erfið mál gagnvart ESB eins og til dæmis sjávarútveg og landbúnað benda nýlegar upplýsingar einmitt til að það tækist í báðum þessum málum. En til þess þarf auðvitað að halda áfram samningunum.“ Segir fyrrverandi utanríkisráðherra. Ágúst Þór hafði áður sagt að hann teldi viðræðum við ESB sjálfhætt þar sem ekki yrði um neinar sérlausnir eða undanþágur að ræða hjá sambandinu. Öss- ur svarar: „Sannast sagna er yfirlýsing Ágústs Þórs um að viðræðunum sé sjálfhætt af því Íslendingar fái engin frávik frá stífustu reglum ESB aug- ljóslega byggð á misskiln- ingi eða vanþekkingu. Hún stangast til dæmis á við hans eigin staðhæfingar – og annarra í skýrslunni. Því hefur til dæmis verið haldið fram mjög stíft af andstæðing- um aðildar að það muni aldrei verða hægt að semja um landbúnað. En eitt merkilegasta framlag skýrslunnar er að hún greinir frá samtölum eins höfunda hennar við emb- ættismenn í Brussel sem ýmsum að óvörum – þó ekki mér – sögðu að ESB sjái alls engin óleysanleg vandamál við að ná samkomulagi um landbúnað. Sá sem skrifaði þetta inn í skýrsluna var enginn annar en Ágúst Þór sjálfur.“ Aðrir lýsa mikilli ánægju með ummæli Ágústs Þórs, ekki síst hluti framsóknarmanna á Akureyri, en heyrst hefur að Ágúst Þór sé tengdur framsóknarstarfinu á Akureyri... HEYRST HEFUR að Hildur Lilliendahl eigi á brattann að sækja eftir opinberanir á hrinu níðyrða á netinu. Hefur heyrst að sjálf hafi Hildur nefnt nýverið að til stæði að út kæmi bók um hana í Bandaríkjunum. Hefur heyrst að vendingar mála nú kunni að beyta efnistökum eitthvað... HEYRST HEFUR að vel horfi með bókanir á næstu vikum hjá hótelum á Norðurlandi og búi menn sig meðal annars nú undir háönn skíðamennskunnar í Hlíðarfjalli. Hefur heyrst að ferðalangar telji það dæmi um breytta tíma að hægt sé nú að gista vikum saman á Akureyri og fara aldrei tvisvar á sama staðinn til að njóta kvöldverðar á veitingahúsum...

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.