Akureyri


Akureyri - 07.03.2014, Blaðsíða 21

Akureyri - 07.03.2014, Blaðsíða 21
27. febrúar 2014 8. tölublað 4. árgangur 21 AÐSEND GREIN JÖKULL GUÐMUNDSSON Gömul saga og ný Fyrir liðlega 50 árum kynntist ég af eigin raun refilstigum kjarabar- áttunnar. Þá hafði staðið allsherj- ar-verkfall á vinnumarkaðnum um nokkurn tíma og sífellt jókst skortur á nauðsynjavöru almennings og var orðinn tilfinnanlegur. Í upphafi bar- áttunnar höfðu farið fram viðræður milli fulltrúa Alþýðusambandsins Íslands og Iðnnemasambandsins um að A.S.Í. tæki með í kröfugerðir sín- ar nokkur atriði sem gætu lagfært kjör iðnnema. Samkomulag varð um að samninganefnd A.S.Í. tæki þau upp í kröfupakka sinn, gegn því að félög iðnnema sæju til þess að félagar í þeim tækju ekki upp störf iðnsveina sem í verkfalli væru, og vel væri þegið að þeir létu vita af verkfallsbrotum sem þeir yrðu vitni að. Stóðu við sitt Á þessum tíma höfðu nemar á fyrsta ári 30% af launum iðnsveins, á öðru ári höfðu þeir 45%, og víðast hvar 70% á því þriðja. Þetta voru lögbundin lágmarkslaun en sum fyrirtæki borguðu sumum nemum hærri laun. Iðnnemar stóðu við sitt og t.d. stóðu þeir fast á því á sínum vinnustöðum að reglum um viðveru og leiðsögn iðnsveinanna væri fylgt ítarlega, og vorum þeir því vart nothæfir til annars en viðhalds á húsnæði og áhöldum í eigu fyrirtækjanna. Og þegar verk- föllin virtust engan enda ætla að taka fór ríkisstjórnin að ókyrrast og sendi út þau skilaboð að þjóðarbúið hvorki þyldi lengri vinnustöðvun né meiri kauphækkun en 4%, og ef samningar gengju lengra, þá yrði það sem umfram 4%in væri tekið til baka með gengisfellingu. Svo var samið í lok apríl um kjarabót sem talin var nema um 11%. Iðnnemar fóru nú að leita að sinni kjarabót í samningunum, en fundu ekki þar stafkrók um þær og þegar þeir spurðu forseta A.S.Í. um málalok sagði hann bara að ekki hefði ver- ið hægt að láta góða samninga stranda á einhverjum sáatriðum fyrir iðnnema, sem stæðu utan að- ildarfélög A.S.Í. og hefðu ekki einu sinni samnings eða verkfallsrétt. Svo rann upp dagurinn Og svo rann upp hátíðar og baráttu- dagur verkalýðs, 1. maí og í mínum heimabæ var búið að skipuleggja útifundinn og búið að auglýsa að einn af ræðumönnum dagsins væri fulltrúi Iðnnemafélags bæjarins, þá nýkjörinn formaður félagsins, sá sem þessar línur ritar. Nú hófst í huga mér mikil togstreita. Ætti ég að afboða þátttöku í fundinum, ætti ég að mæta á svalirnar hjá Þórði úrsmið og ræða um veðrið og bláu fjöllin, eða ætti ég að láta vaða og tjá íbúum bæjarins og verkalýðs- forkólfum hans vonbrigði okkar iðnnema sem vorum um 50 ungir menn í nærri 3000 manna samfélagi. Tók slaginn Ég tók slaginn, mætti í pontu, lýsti samkomulagi okkar samtaka við A.S.Í. forustuna, þátttöku okkar í baráttunni og vonbrigðunum þegar upp var staðið. Ég benti á að fyr- ir séð hafi verið að slík niðurstaða sem varð mundi fela í sér þann vel þekkta leik stjórnvalda að fella gengi krónunnar og ná þannig til baka stórum hluta af þessum launahækkunum, og það var strax komið í ljós þennan 1. maídag hvað eftir sæti í launa-umslögum verkafólks. Ég benti á að t.d. iðn- nemi á 1. ári hefði í laun 30% af launum iðnsveins. Það lá nærri að daglaun sveinsins hefðu verið 100 kr. en væru nú eftir samninginn um 111 kr. Iðnnemi á 1. ári hafði haft 30 kr. í daglaun og komst nú í 33,50 kr. Með gengisfellingu og þar með hækkun vöruverðs tóku stjórnvöld 6 kr. til baka af hækk- un sveinsins, en vegna þess að við verslum ekki við búðarborðin fyrir prósentuseðla af launum okkar þá voru kjör okkar nemanna líka skert um 6 kr. sem sagt jafn háa upphæð og hjá sveinunum. Við gátum því eftir samningana fengið fyrir 33,50 krónurnar sama vörumagn og kost- að hafði 26 krónur og 50 aura fyrir samninga. Ég gerðist svo djarfur að kalla launahækkun Iðnsvein- anna ,,blóðpeninga” þar sem hver iðnnemi legði til með kjararýrnun sinni nærri eina og hálfa kjarabót Iðnsveins. Þessari ræðu minni var eðlilega ekki vel tekið og þótti mörg- um full langt gengið að tala svona á þessum degi og það við heimalaup Hannibals Valdimarssonar þáver- andi forseta A.S.Í. Því verður sjálf- sagt aldrei vel tekið að óbreyttur félagi í verkalýðsfélagi taki stórt upp í sig í gagnrýni á forustuna, og þó sýnu verra að lærlingsræfill sem ekki var enn fullgildur félagi í hreyfingunni. Og nú rífur hann sig enn löngu kominn af vinnumarkaði vegna aldurs. Sama sagan En þessi gamla saga sýnir okkur í raun sömu stöðuna í dag, þar sem við búum enn við þær aðferðir við samningagerð og niðurröðun í launaflokka, að þegar þeir sem lægst hafa launin hafa fengið ein- hver prósent í launahækkun fær öll línan sömu prósent á sín laun upp allan skalann. Svo missa þeir lægstu nærri strax allar sínar kjarabætur vegna verðbólgu, þeir hærri fá að halda hluta af sínu og þeir hæstu halda jafnvel eftir margföldum lágmarkslaunum. Og ekki lagast ástandið þegar við ljúkum veru okk- ar á vinnumarkaði. Það er nefnilega hægt og sígandi verið að koma sama skipulaginu á lífeyrismál aldraðra. Það er of seint að spyrna við fótum þegar við veltum inn á velferðagólf Ríkisins. Við þurfum að láta heyra í okkur núna. Standa vakt um kjörin okkar. ,,Og það er einmitt þessi að- ferð til að ræna arði verkamannsins af erfiði sínu, sem Sjálfstæðis- og Framsóknar-menn vilja ekki missa úr verkfæratösku sinni. Aðferðin til að færa arðinn til sín og sinna. Þess vegna elska þeir krónuna. Þess vegna vilja þeir spilla umsókn í E.S.B. til langs tíma. Og hvað vilja sviknir kjósendur gera? Hvað vill láglaunafólkið gera? Mótmæla, ha? Hmm. Æi, nei, það er svo mikið ve- sen, bara sofa núna... Höfundur er aldraður borgari. Jökull Guðmundsson Það er of seint að spyrna við fótum þegar við veltum inn á velferðargólf Ríkisins. Snjóhengjur gnæfa yfir Verulegar snjóhengjur eru að sögn Gauks Hjartarsonar, íbúa á Húsavík, í brúnum Húsavíkur- fjalls og telur hann langt síðan þær hafa orðið svo miklar. Kunn- ugir segja einnig að óvanalega mikið sé af snjó í hálendinu inn af Húsavík. Mikið hrynur úr þessum hengjum og fjölmörg ummerki eru um snjóflóð í fjallshlíðunum. Það er þó fremur snjólétt á Húsavík og algerlega snjólaust og græn tún á Mánárbakka á Tjörnesi. Tíðar- far hefur raunar verið óvanalegt að sögn Gauks undanfarna tvo mánuði, þrálátar NA-áttir með umtalsverðri úrkomu. Hitastig oftast verið yfir frostmarki á láglendi svo lítið hefur stoppað þar af snjó. Hinsvegar hafi vænt- anlega verið frost á hálendi og snjómagnið því mikið eins og sést á myndinni sem Gaukur tók. a

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.