Akureyri - 07.03.2014, Blaðsíða 6
6 8. tölublað 4. árgangur 27. febrúar 2014
Síðumúli 16 • 108 Reykjavík • sími 580 3900 • www.fastus.is • opið mán - fös 8.30 - 17.00
F
A
S
TU
S
_E
_0
5.
03
.1
4
Ráðstefnu- og fundarstóll
Tryggðu þér og gestum þínum öruggt
sæti, með vönduðum og þægilegum
stólum á góðu verði.
Nú með 20% afslætti.
Verð kr. 14.000,- m.vsk.
meðan birgðir endast
Veit á vandaða lausn
20%
afsláttur
Dýrasta klukkubúðin!
Verslunin Bónus í Reykjanesbæ
var oftast með lægsta verðið þegar
verðlagseftirlit ASÍ kannaði verð í
13 verslunum víðsvegar um landið
þann 25. febrúar, en farið var í lág-
vöruverðsverslanir, stórmarkaði sem
og klukkubúðir. Hæsta verðið var oft-
ast að finna í klukkubúðinni 10/11
Akureyri eða í meira en helmingi til-
vika. Verðmunurinn á hæsta og lægsta
verði vöru í könnuninni var frá 9%
upp í 218% en oftast var hann 25-75%.
Af þeim vörum sem Samkaup–Úrval
Selfossi átti til var í um 10% tilvika
umbeðin vara óverðmerkt, sem er
óviðunandi fyrir neytendur.
Af 83 vörutegundum sem voru
skoðaðar voru flestar fáanlegar
hjá Fjarðarkaupum Hafnarfirði og
Hagkaupum Kringlunni eða 82 af 83,
Krónan Granda átti til 79 og Iceland
78. Fæstar vörurnar voru fáanlegar
hjá Samkaupum-Strax eða 51 af 83
og 10/11 átti til 52. Af þessum 52
vörum sem 10/11 áttu til voru þeir
dýrastir í 46 tilvikum.
MESTUR VERÐMUNUR VAR Á
ÁVÖXTUM OG GRÆNMETI
Verð á 11 tegundum á ávöxtum og
grænmeti voru skoðuð í könnuninni.
Verðmunur á þeim var 70-218%.
Minnstur verðmunur var á avacado
70% en það var dýrast á 849 kr. hjá
Hagkaupum en ódýrast á 498 kr. hjá
Nettó, Fjarðarkaupum, Iceland og
Kaskó. Einnig var 70% verðmunur
á íslenskri agúrku sem var ódýrust á
420 kr.st. hjá Bónus en dýrust á 714
kr.st. hjá Samkaupum-Strax. Benda
má neytendum á að agúrka er seld
í stykkjatali í mörgum verslunum,
en ein agúrka er að meðaltali 350 gr.
Mestur verðmunur í könnuninni
var á appelsínum sem voru dýrastar
á 499 kr. hjá 10/11 en ódýrastar á 157
kr. hjá Nettó og Kaskó sem er 342 kr.
verðmunur eða 218%.
MINNSTUR VERÐMUN-
UR VAR Á OSTI, VIÐBITI
OG MJÓLKURVÖRUM
Minnstur verðmunur að þessu sinni
var á 250 gr. mysingi með karamellu
sem var ódýrastur á 265 kr. hjá Bónus
en dýrastur á 289 kr. hjá Hagkaupum
sem er 24 kr. verðmunur eða 9%. Í
þessum vöruflokki var mestur verð-
munur 59% á 250 ml. KEA skyrdrykk
með hindberjum og trönuberjum sem
var ódýrastur á 157 kr. hjá Bónus en
dýrastur á 249 kr. hjá 10/11. Sem
dæmi um aðra mjólkurvöru sem seld
er í öllum 13 verslununum má nefna
32% verðmun á 250 gr. MS rækju-
smurosti sem var dýrastur á 499 kr.
hjá 10/11 og Samkaupum-Strax en
ódýrastur á 379 kr. hjá Bónus.
Af öðrum vörum má nefna að
500 gr. Myllu fittý samlokubrauð
var ódýrast á 318 kr. hjá Bónus en
dýrast á 499 kr. hjá 10/11, sem er 181
kr. verðmunur eða 57%. Kílóverðið
á ódýrasta heila kjúklingnum var
598 kr. hjá Víði en dýrast á 998 kr.
hjá Kjarval, sem er 400 kr. verð-
munur eða 67%. Mikill verðmunur
var einnig á kílóverðinu á frosnum
lambahrygg sem var ódýrast á 1.595
kr. hjá Bónus en dýrast á 2.578 kr. hjá
Kjarval sem er 983 kr. verðmunur eða
62%. Medium Casa fiesta taco sósa
er ódýrust á 232 kr. hjá Krónunni en
dýrust á 359 kr. hjá Samkaupum-
Strax sem var 55% verðmunur.
Að lokum má benda á að neyt-
endur ættu að skoða vel hvar þeir
kaupa uppþvottavélatöflur frá Finish,
en Powerball- All in one var ódýrast
á 18 kr.st. hjá Bónus en dýrast á 35
kr.st. hjá Kjarval sem er 94% verð-
munur eða 17 kr.st. sem er fljótt að
safnast saman, en 17 kr.st. á dag í
heilt ár eru 6.205 kr. sem má nota í
eitthvað annað.
Könnunin var gerð á sama tíma
í eftirtöldum verslunum: Bónus
Reykjanesbæ, Krónunni Granda,
Nettó Akureyri, Fjarðarkaupum
Hafnarfirði, Samkaupum-Úrvali
Selfossi, Hagkaupum Kringlunni,
Víði Skeifunni, Nóatúni Nóatúni,
Iceland Engihjalla, 10/11 Akur-
eyri, Samkaupum-Strax Suðurveri,
Kaskó Húsavík og Kjarval Hellu. a
KS tapar dómsmáli
Héraðsdómur Norðurlands vestra
hefur sýknað jarðareigendur í veið-
réttarmáli af kröfum Kaupfélags
Skagfirðinga. Dómkröfur KS voru að
viðurkennt yrði með dómi að jörðinni
Krossanesi í Skagafirði tilheyrði veiði-
réttur í Húseyjarkvísl í Skagafirði. Þá
krafðist KS að viðurkennt yrði með
dómi að Krossanesi fylgdi eitt atkvæði
í Veiðifélagi Húseyjarkvíslar.
Deilumálið snerist um lax- og
silungsveiði. Í niðurstöðu dóms
segir að ríkissjóður hafi selt jörðina
Krossanes í þremur hlutum. Í afsali
til Sigurðar Óskarssonar var veiði-
réttur í Húseyjarkvísl undanskilinn.
Við þinglýsingu afsalsins var rituð
athugasemd um að óheimilt væri
að undanskilja veiðiréttinn. Hins
vegar sé ekkert minnst á veiðirétt í
Húseyjarkvísl í afsölum til stefnanda
eða stefnda Páls. Ágreiningur aðila
snúist um veiðirétt í Húseyjarkvísl
fyrir landi Krossaness. „Stefnandi
reisir tilkall sitt til veiðiréttarins
m.a. á því að hans partur upphaflegu
jarðarinnar teljist lögbýli og vísar í
því efni til skráningar Lögbýlaskrár
og Fasteignaskrár Íslands en óheim-
ilt hafi verið að skilja veiðiréttinn
frá lögbýlisjörðinni, sbr. ákvæði 4.
mgr. 2. gr. þágildandi laga um lax- og
silungsveiði.“
Vísað er til fornrar reglu í íslensk-
um rétti að hver maður eigi veiði
fyrir landi sínu. „Veiðirétti fyrir
landi Krossaness fylgir samkvæmt
1. mgr. 40. gr. laga nr. 61/2006 um
lax- og silungsveiði eitt atkvæði í
Veiðifélagi Húseyjarkvíslar og fara
stefndu með það atkvæði en þeim
ber skv. 2. mgr. nefndrar greinar að
gera með sér skriflegan samning um
það hver fari með atkvæðisréttinn.
Skilja verður kröfu stefndu um að
jörðinni Krossanesi fylgi eitt atkvæði
í veiðifélaginu þannig að atkvæðis-
rétturinn tilheyri þeim og verður hún
tekin þannig til greina.“
Svo segir: Að fenginni þessari
niðurstöðu verður stefnandi dæmdur
til að greiða stefndu málskostnað
sem þykir, að teknu tilliti til umfangs
málsins, hæfilega ákveðinn 627.500
krónur til hvors stefndu um sig og
hefur þá verið tekið tillit til virðis-
aukaskatts. Við ákvörðun málskostn-
aðar hefur verið horft til þess tíma
sem fór í ferðalag lögmanns stefndu
við aðalmeðferð málsins svo og út-
lagðs kostnaðar,“ segir m.a. í niður-
stöðukafla dómsins. a
Fé útdeilt eftir póli-
tískum geðþótta
„Ég fékk ekki svar við mjög mikil-
vægum spurningum sem snúa að
því hvort vinnubrögð ráðuneytisins
í þessu máli séu fagleg. Til dæmis
hvort styrkir séu auglýstir þannig
að jafnræðis sé gætt og hvort ráðu-
neytið fylgi skriflegum
verklagsreglum í þessu
styrkjaferli. Miðað við
fyrra svar virðist svo ekki
vera en mér finnst mikil-
vægt að fá þetta staðfest
og ítreka því nokkrar
spurningar auk þess að
bæta við nokkrum,“ segir
Brynhildur Pétursdóttir,
þingmaður NA-kjördæmis
fyrir Bjarta framtíð.
Brynhildur er ósátt við
þau svör sem hún fékk
ekki um styrkveitingu
Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson-
ar, forsætisráðherra, en mjög hefur
verið í fréttum hvernig fé var útdeilt
án umsókna til ýmissa verkefna og
voru viðtakendur í ýmsum tilfellum
framsóknarmenn. Bynhildur segir
að á undanförnum árum hafi styrkir
sem þessir verið að færast í faglegra
form enda þurfi að gæta jafnræðis
þegar verið er að útdeila fjármunum
úr sameiginlegum sjóði.
„Þessi vinnubrögð eru afturhvarf
til fortíðar, til þess tíma þegar
stjórnmálamenn og ráðherrar deildu
út peningum eftir eigin geðþótta. Ég
geri ekki lítið úr því að mörg þessara
verkefna eru eflaust verðug og það er
pólitísk ákvörðun hversu
miklu fé er varið í þennan
málaflokk en það er algert
grundvallaratriði að allir
sitji við sama borð þegar
hið opinbera útdeilir
styrkjum. Ég vænti þess
að bæði Ríkisendurskoðun
og Umboðsmaður Alþingis
skoði þetta mál nánar.“
Meðal spurninga
Brynhildar til forætis-
ráðherra má nefna hvort
ekki hafi verið í gildi
neinar skriflegar verk-
lagsreglur þegar þeim styrkjum,
sem spurt var um, var úthlutað, og
hvernig vinna við faglegt mat hafi
farið fram á umsóknum í forsætis-
ráðuneytinu í samráði við stofn-
anir þess, þar sem svo virðist sem
hvorki hafi legið fyrir skriflegar
verklagsreglur né stefnumótun hjá
ráðuneytinu um úthlutun styrkja
til menningarminja og græna hag-
kerfisins? a
BRYNHILDUR
PÉTURSDÓTTIR.
SIGMUNDUR DAVÍÐ