Akureyri


Akureyri - 07.03.2014, Blaðsíða 16

Akureyri - 07.03.2014, Blaðsíða 16
16 8. tölublað 4. árgangur 27. febrúar 2014 SUMARSTÖRF 2014 Vatnajökulsþjóðgarður óskar eftir að ráða fólk í fjölbreytt sumarstörf. Um er að ræða landvörslu, upplýsingagjöf og afgreiðslu, afgreiðslustörf í veitingasölu, ræstingar og almenn verkamannastörf. • Skaftafell: Landverðir, starfsfólk í upplýsingagjöf og afgreiðslu, í ræstingar og í veitingasölu. • Lónsöræfi: Landvörður. • Höfn í Hornafirði: Landverðir og starfsfólk í upplýsingagjöf og afgreiðslu. • Jökulsárgljúfur: Landverðir, starfsfólk í upplýsingagjöf og afgreiðslu, í ræstingar og í almenn störf. • Askja og Ódáðahraun: Landverðir. • Snæfellsstofa á Skriðuklaustri: Landverðir, starfsfólk í upplýsingagjöf, afgreiðslu og ræstingar. • Snæfell, Kverkfjöll og Hvannalindir: Landverðir. • Kirkjubæjarklaustur: Landvörður og starfsfólk í upplýsingagjöf. • Hólaskjól, Nýidalur og Lakagígar: Landverðir. Ofangreind störf eru flest á tímabilinu frá byrjun júní til loka ágúst. Nokkur störf eru þó til lengri (maí – september) eða skemmri (júlí – ágúst) tíma. Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsgreinasambands Íslands. Bæði konur og karlar eru hvött til að sækja um. Umsóknum skal skilað á sérstökum umsóknareyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs. Umsóknarfrestur er til og með 10. mars n.k. og skulu umsóknir sendar á netfangið: umsoknir@vjp.is eða í pósti merktum: Vatnajökulsþjóðgarður, Klapparstíg 25-27, 101 Reykjavík. PO RT h ön nu n Umsækjendur um landvarðastörf skulu hafa lokið landvarðanámskeiði, eða búa yfir sértækri reynslu sem nýtist í starfi. Ítarlegri upplýsingar um störfin, hæfniskröfur og aðbúnað starfsmanna má finna á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs; www.vjp.is og hjá þjóðgarðsvörðum á viðkomandi svæðum. Umsóknarfrestur er til og með 10. mars n.k. ALLA SÝNIR Í DANMÖRKU Aðalheiður S. Eysteinsdóttir hefur opnað sýninguna Án Umhugsunar á Institut for (X) í Árósum, Danmörku. Hún hefur dvalið þar síðastliðnar tvær vikur og unnið að mörgum minni verkum sem fjalla um sjálfsmyndina og hvernig óstjórnleg þörf til að skapa endurspeglar sjálfið. Verkin eru unnin úr fundnu efni m.a. plasti, pappír, tré, járni, spottum og mörgu fleira. Aðalheið- ur talar um að í þessum verkum hugsi hún með höndunum. Sköpunargleðin tekur völdin og útkoman er óskilgreindur afrakstur hrárrar sköpunar. Hún hverfur aftur til óttalausra hugmynda barnsins á sama tíma og yfirvegaða og reynsluríka listakonan skín í gegnum verkin. Þrekvirki í Þingeyjarsýslu Tónkvíslin, árleg söngkeppni á vegum Framhaldsskólans á Laug- um, fór fram um helgina og tókst vel. Keppnin var sú stærsta hingað til og þykir með ólíkindum að 120 nemenda skóli geti staðið að svo veg- legri keppni. Tónkvíslin er forkeppni Framhaldsskólans en einnig var 7-9 grunnskólum boðið að taka þátt sem og Menntaskólanum á Tröllaskaga til að auka samskipti og samstarf skól- anna. Sumum gekk betur en öðrum en allir sem tóku þátt stóðu uppi sem sigurvegarar. Myndir Örlygs Hnefils Örlygssonar tala sínu máli. a

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.