Akureyri


Akureyri - 07.03.2014, Blaðsíða 20

Akureyri - 07.03.2014, Blaðsíða 20
20 8. tölublað 4. árgangur 27. febrúar 2014 Háskólinn á Akureyri þarf að auka vísindastarf sitt Það er ljóst að Háskólinn á Akur- eyri verður að gera eitthvað í þessum málum. Það getur ekki talist gott fyrir sjálfstæða háskólastofnun að sinna ekki hlutverki sínu. Einnig hlýtur það að teljast ámælisvert að margir háskólakennarar virðast ekki vera að sinna þeirri vinnu sem til er ætlast af þeim, þ.e. að stunda rann- sóknir á sínu fræðasviði, því réttilega fá þau tæplega helming launa sinna vegna rannsóknarstarfa. Rektor Háskólans á Akureyri hélt fyrirlestur í síðustu viku á Félagsvís- indatorgi skólans, þar sem hann fór yfir styrkleika, hlutverk og mikil- vægi skólans. Fundurinn var haldinn í hátíðarsal skólans og var hann vel sóttur af nemendum, kennurum og öðru fólki „af götunni“ sem vildi fá innsýn inn í stofnunina. Rektor hafði þarna 30-40 mínútna glugga til að tala fyrir sjálfstæði Há- skólans á Akureyri. Þarna gafst hon- um gullið tækifæri á að koma hans sjónarmiðum á framfæri, árangri hans sem rektors og þeim framförum sem hann hefur barist fyrir á þeim fimm árum sem hann hefur verið rektor við HA. Stefán Sigurðsson var ráðinn rektor frá 1. júlí 2009 og lætur nú af störfum, fimm árum síðar. Skv. lögum um starf rektors skal auglýsa starfið á fimm ára fresti. Rektor hefur gefið það út að hann sækist ekki eftir endurráðningu. Rektor talaði um útskrifaða kandidata og búsetu þeirra og taldi það vera helsta markmið Háskólans á Akureyri, að mennta landsbyggð- irnar og auka þar menntunarstig. Menntunarstigið á landsbygggð- unum væri mun lægra en á höfuð- borgarsvæðinu og það ætti að vera markmið Háskólans á Akureyri að tryggja aukið menntunarstig utan höfuðborgarsvæðisins. Benti rektor réttilega á að tveir af hverjum þrem- ur útskrifuðum kandidötum frá HA búa utan höfuðborgarsvæðis þegar námi lýkur. Fjöldi nemenda við Háskólann á Akureyri hefur hækkað hægt og rólega á síðustu 5 árum. Hins vegar hefur staðarnemum fækkað á skip- unartíma rektors á meðan fjarnem- um hefur fjölgað. Þessi þróun er ef til vill ekki sú ákjósanlegasta. Nú er svo komið að staðarnemar eru mun færri en fjarnemar við skólann. Ef staðarnemum mun halda áfram að fækka og fjarnemar verða æ stærri hluti af kökunni, gæti orðið erfitt að réttlæta veru háskólastofnun- ar staðsetta á Akureyri, í þjóðfé- lagi niðurskurðar, hagræðingar og „þjóðhagslegrar hagkvæmni“. Það sem rektor kom hins vegar ekki á, í erindi sínu, er rannsóknar- virkni akademískra starfsmanna við Háskólann á Akureyri. Hluti af starfi háskólakennara eru rannóknir, jafn stór hluti og kennsla við stofnunina. Einn besti mælikvarði á rannsóknar- virkni akademískra starfsmanna er gagnagrunnurinn „ISI knowledge“ þar sem allar ritrýndar fræðigreinar er að finna. Gagnagrunnurinn er hent- ugur til þess að skoða einmitt þetta. RANNSÓKNARVIRKNI AKADEMÍSKRA KENNARA VIÐ HA Hér má sjá að rannsóknarvirkni akademískra starfsmanna hefur minnkað mjög mikið síðustu ár. Rannsóknarvirknin hefur ekki ver- ið jafn lítil síðan um miðjan síðasta áratug Nú er svo komið að tæp- lega 30 ritrýndar fræðigreinar eru að birtast á hverju einasta ári sem merktar eru stofnuninni. Það er ljóst að Háskólinn á Akur- eyri verður að gera eitthvað í þessum málum. Það getur ekki talist gott fyrir sjálfstæða háskólastofnun að sinna ekki hlutverki sínu. Einnig hlýtur það að teljast ámælisvert að margir háskólakennarar virðast ekki vera að sinna þeirri vinnu sem til er ætlast af þeim, þ.e. að stunda rann- sóknir á sínu fræðasviði, því réttilega fá þau tæplega helming launa sinna vegna rannsóknarstarfa. Á einhverjum tímapunkti mun Háskólinn á Akureyri þurfa að huga að þessum efnum. Ef skólinn ætlar sér ákveðinn sess í íslensku menntalífi, ætlar sér að vera áfram sjálfstæð stofnun er einsýnt að nýr rektor þarf að taka til í þessum efn- um við HA. Stefán B. Sigurðsson lætur nú af störfum sem rektor Háskólans á Akureyri í sumar. Á þessu félags- vísindatorgi, sem var vel sótt, hafði hann gullið tækifæri til þess að færa góð og sterk rök fyrir veru háskól- ans á Akureyri og sjálfstæði skólans. Þau rök eru svo sannarlega til. En að mínu mati mistókst honum það ver- kefni, ef það hefur verið hans mark- mið fyrir þetta félagsvísindatorg. a SKOÐUN Sveinn Arnarsson HÁSKÓLINN Á AKUREYRI Völundur RANGÁRVÖLLUM | 603 AKUREYRI SÍMI 460 1300 | www.no.is Akureyringar fá um 80% af neysluvatni   sínu úr Hesjuvalla- lindum í Hlíðarfalli og Sellands- lindum á Glerárdal. Mjög mikilvægt er að allir gangi af virðingu um þessa lífsnauðsyn- legu auðlind okkar og allir sýni því skilning að settar séu reglur sem takmarka ágang á svæðið. Hafa þarf í huga að tiltölulega stutt er niður á grunnvatnið Neysluvatn er matvara! sem fæðir lindirnar og það sem gæti virst minniháttar óhapp getur í raun gert lindirnar óhæfar til vinnslu neysluvatns. Slíkt er stórmál fyrir íbúa og atvinnulíf á Akureyri, ekki síst þau ölmörgu matvælafyrirtæki sem starfa á Akureyri. Af þessum sökum er öll almenn umferð vélknúinna ökutækja (önnur en umferð eftir þjóðveginum að Hlíðaralli) bönnuð á því svæði sem markað er með rauðum ramma á myndinni hér fyrir ofan, þ.e. á vatnsverndarsvæðunum og útivistarsvæðinu í Hlíðaralli. Þá er útivistarfólk beðið að ganga vel um svæðið jafnt vetur sem sumar og virða reglu um bann við gæludýrum á svæðinu. Virðum vatnsverndarsvæðin Glerárdal og Hlíðaralli Hins vegar hefur staðarnemum fækkað á skipunartíma rekt- ors á meðan fjarnem- um hefur fjölgað.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.