Akureyri


Akureyri - 07.03.2014, Blaðsíða 11

Akureyri - 07.03.2014, Blaðsíða 11
27. febrúar 2014 8. tölublað 4. árgangur 11 facebook.com/skolahreysti #skolahreystiMENNTA- OG MENNINGARMÁLARÁÐUNEYTIÐ SKÓLAHREYSTI ER Í BOÐI LANDSBANKANS ÁFRAM NORÐURLAND! Skólahreysti – hreystikeppni allra grunnskóla á landinu er að hefjast. Grunnskólar á Norðurlandi etja kappi í Skólahreysti miðvikudaginn 12. mars kl.13:00 í Íþróttahöllinni á Akureyri. Það er ókeypis inn og við hvetjum alla grunnskólakrakka til að mæta. Keppnin verður svo sýnd á RÚV í apríl. Betra netsamband Margir viðskiptavina Símans á Akureyri hafa tekið eftir auknum hraða um netið síðustu daga en Síminn hefur nú sett fjórðu kynslóð farsímasenda upp í bæn- um. Síminn er með stærsta 3G dreifikerfi landsins og býður nú enn meiri hraða yfir 4G kerfið. „4G sendarnir á Akureyri bætast við öflugt 3G kerfi Símans í bænum, sem síðasta sumar var upp- fært í 42 mbps. Þessir nýju 4G sendar ná hins vegar allt að 100 mbps hraða sem bætir enn upplifunina af netinu,“ segir Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir, upp- lýsingafulltrúi Símans. Sendarnir standi víðsvegar um bæinn; við Fjölnisgötu, Glerárgötu, Þingvalla- stræti og Barnaskólann. a Græða 138 milljónir Hagnaður af rekstri Íslenskra verð- bréfa hf. árið 2013 nam 138 m.kr. Eigið fé félagsins nam 591 m.kr. í árslok 2013 og eiginfjárhlutfall, reiknað samkvæmt 84. grein laga um fjármálafyrirtæki, var í árslok 35,5%. Sveinn Torfi Pálsson, fram- kvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa, segir niðurstöðuna ánægjulega. „Ég er ánægður með afkomu félagsins á árinu 2013 og yfirstandandi ár leggst vel í mig. Eignir í stýringu námu 112 milljörðum króna í árs- lok og ávöxtun eignasafna í umsjá félagsins var með besta móti.“ Íslensk verðbréf eru sérhæft eignastýringarfyrirtæki sem sinnir viðskiptavinum um allt land. Félagið var stofnað árið 1987 og starfsmenn félagsins eru 16 talsins. Viðskiptavinir Íslenskra verðbréfa eru margir af stærstu lífeyrissjóðum landsins, tryggingarfélög, fyrirtæki, sveitarfélög og einstaklingar. Félagið hefur skilað hagnaði óslitið frá árinu 2002. a Umhverfis- vakning í Mývatns- sveit „Mér finnst þetta framfaraskref og skref í átt að sjálfbærni,“ segir Ólaf- ur Þröstur Stefánsson, íbúi í Mý- vatnssveit, en hann er í hópi fólks sem stendur síðar í þessum mánuði að stofnun nýs félags, Fjöreggs sem hefur það að markmiði að vernda náttúru og umhverfi Mývatnssveitar. Í tilkynningu frá undirbúnings- hópi segir að löng hefð sé fyrir notk- un fuglseggja einkum andareggja í Mývatnssveit. Rekja megi sjálfbæra nýtingu á eggjum til matar jafnt ferskum sem úldnum eða kæstum allt frá landnámsöld. Nú standi til að stofna formlega félag, sem hlotið hefur nafnið Fjöregg, um náttúru- vernd og heilbrigt samfélag í Mý- vatnssveit.Sjálfbær umgengni byggi á öflugri umhverfisvitund, þekkingu og verndarvilja. Markmiðum sínum hyggst félagið ná með því að stuðla að fræðslu um náttúruvernd, sjálfbærni og heilbrigt samfélag, vinna að umhverfisumbót- um á svæðinu, fylgjast með hvers konar vá sem náttúrunni er búin af mannlegum inngripum og vekja athygli á henni. Auk þess mun fé- lagið hvetja fólk og fyrirtæki til um- hverfisvænna lífshátta og starfsemi og vera vettvangur fyrir umræðu og ályktanir um náttúruverndarmál. Meðal verkefna eru fyrirhug- aðir fræðslufundir á vormánuðum um frárennslismál, sorphirðumál og fyrirhugaða jarðvarmavirkjun í Bjarnarflagi. Þessi þrjú mál eru að sögn Ólafs Þrastar Stefánssonar þau málefni sem mest brenna á þeim sem staðið hafa að undirbúningi og stofnun félagsins. Margrét leiðir BF á Akureyri Björt framtíð hefur gefið út hverjir skipa efstu þrjú sætin á framboðs- listanum til sveitarstjórnarkosninga í vor. Þau skipa: 1. Margrét Kristín Helgadóttir, lög- maður og fyrrum varabæjarfull- trúi 2. Áshildur Hlín Valtýsdóttir, grunnskólakennari. 3. Preben Pétursson formaður skóladeildar Akureyrarbæjar. Eftir því sem næst verður kom- ist heyrir til undantekninga að tvær konur skipi tvö efstu sæti á fram- boðslista í stjórnmálum hér á landi.a

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.