Akureyri - 05.06.2014, Blaðsíða 2
2 21. tölublað 4. árgangur 5. júní 2014
Segist beitt valdníðslu
Barnaverndaryfirvöld á Akureyri
hafa endurskoðað kröfu sína um
að tvö börn, systkini, verði fóstr-
uð saman í öðru sveitarfélagi hjá
vandalausum. Eftir að eldra barnið,
14 ára drengur, strauk af fóstur-
heimili því sem honum hafði verið
fundinn staður á hefur komið til
umræðu hvort drengurinn verði
fóstraður hjá ættingja á Akureyri en
þann vilja foreldranna höfðu barna-
verndaryfirvöld hunsað. Um svipað
leyti og blaðið fór í prentun stóð yfir
fundur vegna eldra barnsins milli
aðstandenda og fulltrúa frá barna-
vernd um breytta tilhögun, það er að
drengurinn þurfi ekki að sæta fóstri
í öðru sveitarfélagi. Ekkert hefur þó
komið fram sem bendir til að yngra
barninu, níu ára gamalli stúlku,
verði fundinn nýr fósturstaður nema
Hæstiréttur hnekki ákvörðun undir-
réttar og ógildi 12 mánaða sviptingu
forsjár móðurinnar.
SAGA SEM VERÐUR AÐ SEGJA
Ragnheiður Arna Arnarsdótt-
ir, móðir barnanna, hefur tekið
ákvörðun um að stíga fram í baráttu
sinni að fá börn sín aftur eða a.m.k.
að þau fái að dvelja hjá ættingjum.
Hún segir mikilvægt að saga hennar
heyrist í fjölmiðlum vegna þess sem
hún kallar „hræðileg vinnubrögð
barnaverndar“. Hennar mál sé því
miður ekki einangrað tilvik þótt
hún efist ekki um að barnaverndar-
yfirvöld vinni að jafnaði af heilind-
um og séu samfélaginu til góðs.
„Þau virðast í miklum vand-
ræðum núna eins og sést af því að
þau eru farin að vinna gegn fyrri
ákvörðunum sínum. Ég átta mig á
að það er rosalega erfitt fyrir aðra
að skilja að þetta mál er löngu
orðið persónulegt og snýst því mið-
ur ekki um hag barnanna,“ segir
Ragnheiður Arna.
ANDLEGIR ERFIÐLEIKAR
Börnin voru úrskurðuð í 12 mánaða
fóstur 9. maí sl., fjarri foreldrum sín-
um eins og Akureyri vikublað hefur
greint frá, gegn vilja yfirgeðlæknis
Skjúkrahússins á Akureyri. Móðirin
hefur lengi verið til meðferðar hjá
geðlækninum en hann telur móður-
ina hæfan uppalanda að því gefnu
að hún fái stuðning. Pabbi barn-
anna hefur einnig boðist til að hafa
börnin en foreldrar barnanna deildu
sameiginlegri forsjá eftir skilnað.
Börnin vilja vera saman á heimili
móðurinnar og eru samkvæmt þeim
gögnum sem blaðið hefur undir
höndum engin dæmi um ofbeldi
gegn þeim eða mjög alvarlega van-
rækslu. Barnaverndaryfirvöld hafa
í kröfum sínum lagt áherslu á að
bregðast verði við lélegri mætingu
barnanna í skólann. Þá hafa áætl-
anir barnaverndaryfirvalda ekki
náð fram að ganga, m.a. vegna þess
að móðirin stríðir við andlega erfið-
leika en einnig vegna þess að stutt
er síðan eldra barnið greindist með
einhverfu. Þá segja báðir foreldrar
barnanna að tilfallandi veikindi hafi
átt nokkurn þátt í dræmri skólasókn
og ekki hafi hjálpað til þegar stefndi
í að börnin yrðu tekin burt af heim-
ilinu. Það hafi skýrt fjarvistir í
skólann síðustu vikur áður en Hér-
aðsdómur Norðurlands eystra stað-
festi úrskurð Barnaverndarnefndar
Norðurlands að börnin færu í 12
mánaða fóstur.
AFSKIPTI AF KÓKÓPÖFFS
„Það er ofar mínum skilningi hvern-
ig hægt er að vinna eins og barna-
verndaryfirvöld hafa gert. Af hverju
vistuðu þau ekki börnin strax hjá
ættingjum eins og við vildum þegar
úrskurðað var að þau ættu að fara
í tólf mánaða fóstur,“ segir Ragn-
heiður Arna.
Hún segist agndofa yfir því að
lögin sem barnaverndarnefndir
starfi eftir séu svo sveigjanleg að
geðþóttaákvarðanir yfirmanna geti
verið rökum æðri. Spurð hvað hún
eigi við með því að málið sé löngu
orðið persónulegt, segir hún að yfir-
maður barnaverndar á Norðurlandi
og hún hafi ekki náð saman og sam-
skiptin versnað mjög eftir því sem
á hefur liðið. „Eitt dæmi um að
þau geri sér ekki grein fyrir eigin
valdmörkum er að þau hafa nefnt
við mig að dóttir mín hafi fengið
kókópöffs og jógúrt og að það sé
ekki gott. Þetta hefur verið eins og
að synda á móti straumnum árum
saman. Ég er orðin svo úrvinda að
ég get ekki lýst því. Það er teiknuð
upp einhver óhugguleg mynd af
mér af því að ég er með geðsjúkdóm.
Ég vil fá umræðu um þessi
mál. Ég hef aldrei upplifað eins
mikla fordóma nokkurs staðar og
innan kerfisins á Akureyri gegn
einhverfu og geðsjúkdómum. Það
verður að veita barnaverndaryfir-
völdum hér meira aðhald.“
NEITAR AÐ KÓA
LENGUR MEÐ KERFINU
Spurð hvort það sé ábyrgðarhluti
að stíga fram undir nafni nú og
gagnrýna kerfið tæpitungulaust
þegar litið sé til framtíðarhags-
muna barnanna, segir Ragnheiður
Arna: „Ég ætla ekki að kóa lengur
með því að það skipti mestu máli að
barnaverndaryfirvöld hér á Akur-
eyri líti vel út. Við höfum látið allt
yfir okkur ganga, reynt að spila með
og treysta yfirvöldum en það er ekki
í lagi að vondar ákvarðanir bitni á
mínum börnum. Ég mun berjast fyr-
ir hag barnanna minna með kjafti
og klóm eins og mér endist þrek til.
Það styttist í úrskurð Hæstaréttar
eftir að úrskurður Héraðsdóms var
kærður, en ef þarf, mun ég fara með
málið alla leið fyrir Mannréttinda-
dómstól Evrópu. Það hefur verið
gróflega brotið á okkur.“
BÚIN AÐ GRÁTA Á HVERJUM DEGI
Blaðið spurði móðurina hvernig
tilfinning það væri að vera svipt
forsjá eigin barna til tólf mánaða
og þurfa að vita af yngra barninu,
9 ára gamalli stúlku, í fjarlægu
sveitarfélagi þar sem samskipti eru
mjög takmörkuð.
„Að vera svipt umgengni ... mér
er bara sagt að ég ráði engu um
mín eigin börn, að þau komi mér
ekki við. Síðan úrskurðurinn féll þá
er ég búin að vera veik af sorg. Ég
hafði áður misst nána ástvini en
þetta er að sumu leyti miklu verra
en allt annað, þótt það sé ekki hægt
að líkja þessu saman. Þetta er allt
öðruvísi sorg en ég hef nokkru sinni
upplifað. Ég sem átti alltaf erfitt
með að gráta áður en börnin voru
tekin af mér vissi ekki að það væri
hægt að gráta svona mikið. Ég er
búin að gráta á hverjum degi síðan
9. maí síðastliðinn þegar úrskurð-
ur féll. Guð minn góður, hvað ég er
búin að gráta mikið.“
HUGSAR UM HAG BARNANNA
Ragnheiður Arna segist upplifa
algjöran vanmátt í rimmunni við
kerfið. „Hvernig getur verið rétt-
lætanlegt að kippa börnunum burt
úr öllu sem þau þekkja yfir í ann-
að bæjarfélag þar sem þau þekkja
engan. Hvað gerðu blessuð börnin
mín af sér?“
Hún heldur áfram eftir stutt
hlé: „Börn sem eru alin upp við ást,
hlýju og kærleika þau þekkja hvort
annað og vilja vera saman hjá þeim
sem elska þau mest. Það geta engir
fósturforeldrar veitt börnum þá
ást sem börn þurfa. Og ég vil líka
segja eitt, taka eitt fram. Ég myndi
ekki vilja hafa börnin mín á heimili
mínu ef ég væri ekki viss um að það
væri börnunum fyrir bestu. Ég er
ekki svo eigingjörn að ég geti ekki
greint á milli hags barnanna minna
og eigin þarfa, þótt ég glími stund-
um við andlega erfiðleika.“
STUÐNINGUR ÚR ÖLLUM ÁTTUM
Ragnheiður Arna vísar til þess að
læknirinn hennar sjái ekkert vit í að
taka þessa áhættu til tólf mánaða út
frá hagsmunum barnanna. Hún ber
sumu starfsfólki Fjölskyldudeildar
á Akureyri mjög vel söguna en öðru
máli gegni um meginstjórnanda
ákvarðana. „Ég elska börnin mín
og hef verið metin hæfur uppalandi.
Ef ég hefði ekki fengið stuðning úr
öllum áttum þá veit ég ekki hvort
ég væri lengur uppistandandi. Svo
hjálpar að ég og pabbi barnanna
við tölum einni röddu og vinnum
saman að því að bjarga börnunum
okkar. Ég vonast til að Hæstiréttur
hnekki fyrri úrskurði og ég fái bæði
börnin aftur til mín sem fyrst en ég á
bara eitt orð yfir það hvernig barna-
verndaryfirvöld hér á Akureyri hafa
hegðað sér: Valdníðsla.“ -BÞ
www.gengurvel.is
PRO•STAMINUS
ÖFLUGT NÁTTÚRULEGT EFNI FYRIR KARLMENN
Pissar þú oft á
nóttunni?
Er bunan orðin
kraftlítil?
PRO•STAMINUS er spennandi nýjung
sem er fyrst og fremst ætluð karlmönnum
sem hafa einkenni góðkynja stækkunar á
blöðruhálskirtli sem getur valdið
vandræðum við þvaglát.
PRO•STAMINUS fæst í flestum apótekum, heilsubúðum og heilsuhillum stórmarkaða
P
R
E
N
T
U
N
.IS
20%
afsláttur
HÉLT AÐ BÖRN YRÐU AÐ VERA Í HÆTTU
„Það sem mér finnst eiginlega merkilegast er hvernig öll
úrræði virðast fela það í sér að veikur einstaklingur eigi að
fylgja þeim eftir,“ segir Hjalti Ómar Ágústsson sem útskrif-
ast með meistaragráðu í lögum frá HA á næstu dögum.
Hann hefur rýnt í úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra
sem staðfesti úrskurð barnaverndaryfirvalda á Akureyri um
að tvö börn skyldu fóstruð í eitt ár utan heimilis foreldra
þeirra eins og Akureyri vikublað hefur greint frá.
Hjalti Ómar segist ekki hafa aðgang að öllum gögnum
málsins heldur hafi hann kynnt sér hlið foreldra auk þess
að hafa þaullesið úrskurð Héraðsdóms frá 9. maí sl. „Málið
hlýtur að vekja spurningar um hvort hinir ýmsu hlutar
velferðarkerfisins tali ekki saman? Barnaverndarnefnd
Norðurlands hefur hagmuni barnsins í huga en svo eru
væntanlega aðrar stofnanir sem eiga að vera að aðstoða
móðurina vegna hennar veikinda. Það segir sig eiginlega
sjálft að ef ástæða þess að heimilishald er losaralegt er
að móðir er veik, þá er það dæmt til að mistakast að ætla
henni að fylgja eftir einhverjum úrræðum.
Hjalti segir að það að fjarlægja börn af heimili sé afar
íþyngjandi ákvörðun. „Ég hélt satt að segja að til að gripið
væri til slíkra aðgerða þyrftu börn að vera í einhverri hættu
af völdum forsjáraðila, þ.e.a.s. að um væri að ræða mikla
neyslu vímuefna, misnotkun, ofbeldi eða alvarlega van-
rækslu sem fæli í sér að börn væru í hættu. Ekki virðist um
neitt slíkt að ræða í þessu máli, og reyndar er ekki annað
að sjá en móðir sé hæft foreldri og börnin séu elskuð og
beri traust til foreldra sinna.“
Í úrskurðinum er mikið rætt um stopula skólagöngu
barnanna tveggja. „Þá velti ég því fyrir mér hvort að það
sé virkilega mikilvægara en það tilfinningalega umrót
sem þessi aðgerð veldur öllum fjölskyldumeðlimum. Það
má velta því fyrir sér hvort ekki sé auðveldara að bæta úr
því sem uppá skorti á menntun í framtíðinni, en að vinna
með þær afleiðingar sem þessar aðgerðir kunna að hafa
á sálarlíf bæði barna og foreldra. Að mínu mati er þessi
nálgun barnaverndaryfirvalda langt umfram það sem
nauðsynlegt mætti telja með hagsmuni barnanna í huga.“
Þá bendir Hjallti einnig á að eftir því sem séð verði
sé alger lágmarkskostnaður barnaverndarnefndar vegna
fósturs barnanna u.þ.b. 338.000 kr. á mánuði. „Það hlýtur
að mega spyrja þeirra spurningar hvort þeim kostnaði hefði
ekki verið betur varið í önnur úrræði, s.s. heimakennslu eða
aðkomu aðila sem kæmi á heimilið að morgni og aðstoðaði
móður og börn við að komast af stað í skóla á réttum tíma.
Vegna meðalhófsreglunnar hefði auk þess verið eðlilegt að
grípa til slíkra aðgerða áður en börn eru fjarlægð af heimili
en þessi úrræði eru að sama skapi þess eðlis að byrðin af
því að framkvæma þau liggur ekki á veikum forsjáraðila
heldur á starfsmönnum barnaverndaryfirvalda.“
Þá segir Hjalti það með ólíkindum að miðað við að
annað barnið fékk greiningu mjög nýlega sé ekki tek-
ið meira tillit til áhrifa nýgreindrar einhverfu barnsins á
mætingu í skóla. -bþ
RAGNHEIÐUR ARNA ARNARSDÓTTIR: „Ég sem átti alltaf erfitt með að gráta áður en
börnin voru tekin af mér vissi ekki að það væri hægt að gráta svona mikið. Ég er
búin að gráta á hverjum degi síðan 9. maí síðastliðinn þegar úrskurður féll. Guð
minn góður, hvað ég er búin að gráta mikið.“ Völundur