Akureyri


Akureyri - 05.06.2014, Blaðsíða 4

Akureyri - 05.06.2014, Blaðsíða 4
4 21. tölublað 4. árgangur 5. júní 2014 Steinsmiðja Akureyrar • Glerárgötu 36 • S: 466 2800 • sala@minnismerki.is • www.minnismerki.is Opnunartímar: Mán. - fim. kl. 13:00-18:00, föst. kl. 13:00-17:00 Frábært úrval af minnismerkjum! Fagmennska • Gæði • Gott verð • 25 ára reynsla Kaupmannahafnarflugi frestað um fjórtán daga Greenland Express mun fresta því að hefja flugrekstur um tvær vikur en til stóð að hefja fyrsta flugið í gær, 2. júní, frá Álaborg til Græn- lands með viðkomu í Kaupmanna- höfn og á Íslandi. Greenland Express harmar að allar flugferðir verða felldar niður frá 2. júní til 16. júní og mun félagið því hefja formlega flugrekstur á 17. júní. Akureyringar höfðu gælt við að komast í beint flug frá Akureyri til Kaupmannahafnar frá og með byrjun þessa mánaðar en þurfa að sætta sig við tveggja vikna bið. Ástæðan er sögð vera þar sem flugrekstraraðilinn Denim Air, sem á og rekur Fokker 100 vél félagsins, er enn að bíða eftir að fá flughæfn- isvottun fyrir vélina frá hollensk- um yfirvöldum. Álaborg verður heimavöllur fé- lagsins þaðan sem vélin mun fljúga til Kaupmannahafnar og þaðan til Akureyrar og áfram til Grænlands. - BÞ Ók vélsleða eftir Leirutjörn og eyðilagði álftahreiður Unglingspiltur ók vélsleða eftir Leirutjörn á Akureyri sl. föstu- dagskvöld og eyðilagði álftahreiður. Málið er á borði lögreglu. Jón Birgir Gunnlaugsson sem starfar hjá Akureyrarbæ greindi fyrstur frá málinu á facebook. Hann skrifar að síðan í apríl hafi hann dáðst að og fylgst náið með álftarpari sem hafi komið sér upp hreiðri í hólmanum í Leirutjörn- inni. Þrátt fyrir óblítt veður á köfl- um hafi álftaparið aldrei gefist upp, ekki fyrr en „misvitrir einstak- lingar, athyglissjúkir og í misgóðu ástandi til aksturs“ keyrðu vél- sleða eftir endilangri tjörninni og enduðu för í hólmanum þar sem sleðinn drap á sér með tilheyr- andi veseni. „Seint í gærkvöld voru álftirnar ekki sjáanlegar og í morgunsárið voru hrafnar mættir á svæðið. Ömurlegt að verða vitni að þessu!“ Akureyri vikublað hafði sam- band við lögregluna á Akureyri vegna málsins. Löregluvarðstjóri staðfesti að málið hefði verið kært, lögregla komið á staðinn og málið teldist upplýst nema eitthvað nýtt kæmi fram. Þarna hefði verið fram brot, enda ólöglegt að aka vélsleða á þessum stað á þessum tíma. „Ég veit ekki til að bærinn hafi gert kröfu í málinu.“ Virðist því sem ekki hafi borist kæra um brot á dýravernd heldur sé aðeins farið með málið sem um- ferðarlagabrot. Viðurlög verða að óbreyttu fremur lág sektargreiðsla. „Þetta voru heimamenn sem áttu í hlut, unglingspiltur sem ók sleð- anum. Þeim hefur fundist þetta fyndið en menn gleyma stundum að horfa á heildarmyndina, það er ömurlegt ef ferðin hefur rústað hreiðri álftanna,“ segir lögreglu- varðstjórinn. Í athugasemed við eigin færslu á facebook segir Jón Birgir Gunn- laugsson að lögreglan hafi mætt á staðinn eftir tilkynningu en aðeins rætt við þann sem kom sleðanum úr hólmanum en ekki þann sem keyrði hann þangað og olli tjóninu. „Hann óð bara hinu megin í land og hvarf á braut!“ -BÞ Vantaði 20 atkvæði „Þetta var rosalegt,“ segir Dagur Fannar Dagsson, 3ji maður á lista L-listans sem var inni í bæjarstjórn á Akureyri uns síðustu tölur voru lesnar upp aðfararnótt sunnu- dags á Akureyri. Þá breyttist stað- an. Framsókn fékk annan mann á kostnað L-listans. Þegar upp var staðið skildu aðeins 20 atkvæði að þau Ingibjörgu Isaksen (B) og Dag Fannar. „Maður var búinn að heyja mikla kosningabaráttu og þótt ég hafi ekki náð inn í lokin er ég ánægð- ur með okkar hlut, við erum ennþá næststærsta aflið á Akureyri, óháð afl í bæjarmálum. Við teljum okkur einstök á landsvísu fyrir þær sakir, en auðvitað var þetta geðshræring og svo varð ég hálfdofinn.“ Dagur Fannar segir að skipting bæjarfulltrúa í lokin hafi sumpart verið jákvæð og hafi átt þátt í að þreifingar um nýjan meirihluta gátu orðið milli L-lista, Samfylk- ingar og Framsóknarflokksins á Akureyri. -BÞ Eru Sjálfstæðismenn ósáttir við eigin menn? 153 kjósendur Sjálfstæðis- flokksins strikuðu út full- trúa efstu sæta þegar gengið var til kosninga síðastliðinn laugardag. Þetta kemur fram í gögnum frá kjörnefnd. Gunnar Gíslason var hvítt blað í stjórnmálaheiminum í vetur þegar hann bauð sig fram til oddvita. Hann tefldi djarft og hafði sigur. Oddvita- staða hans er hins vegar ekki óumdeild eins og sjá má af því að 74 kjósendur flokksins strikuðu nafn hans út. Sá sem fékk næstflestar útstrikanir er einnig sjálfstæðismaður, 33 strikuðu út Njál Trausta Friðbertsson, sem skipaði þriðja sætið á lista sjálfstæðismanna. Af Samfylkingarfólki strikuðu 11 manns út Sigríði Huld Jónsdóttur sem skipaði annað sæti listans og einnig strikuðu 11 manns út nafn Eiðs Arnars Pálma- sonar sem skipaði fimmta sætið. Átta strikuðu yfir nafn Loga Más Einarssonar oddvita flokksins. 42 útstrikanir voru hjá L-listanum og flestar hjá Tryggva Gunnarssyni tíu alls. Tryggvi skipaði fjórða sætið. Aðeins tveir strikuðu út Matthías Rögnvaldsson sem gerir hann að óumdeildasta oddvita framboðanna á Akureyri miðað við þátttöku og atkvæðamagn. 38 útstrikanir voru hjá VG. Flestir strikuðu yfir Sól- eyju Björk Stefánsdóttur oddvita flokksins eða fjórtán. Tvöfalt færri eða sjö strikuðu yfir Edward H. Huijbens sem skipaði annað sætið. Hjá Framsókn voru 27 útstrikanir. Níu strikuðu yfir nafn Ingibjargar Isaksen en fjórir yfir Guðmund Baldvin Guðmundsson oddvita flokksins. Hjá Dögun voru 16 útstrikanir Einn strikaði yfir Hlín Bolladóttur, oddvita flokksins. Hjá Bjartri framtíð er Preben Pétursson sem skip- aði 3ja sæti listans umdeildastur. Ellefur strikuðu yfir Preben en þrír yfir nafn Margrétar Kristínar Helga- dóttur, oddvita flokksins. -BÞ MATTHÍAS RÖGNVALDS- SON: Óumdeildastur leiðtoga akureyrsku framboðanna – miðað við útstrikanir stuðnings- manna flokkanna. STARFSMENN KJÖRDEILDAR í VMA unnu sín störf óumdeilt af natni, hvað sem líður vilja kjósenda. BÞ HÓLMINN Í LEIRUTJÖRN.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.