Akureyri


Akureyri - 05.06.2014, Blaðsíða 13

Akureyri - 05.06.2014, Blaðsíða 13
5. júní 2014 21. tölublað 4. árgangur 13 Orkuforðinn okkar Vatnsaflsstöðvar nota fallþunga vatns til að knýja hverfla sem vinna rafmagn. Úrkomu og leysingavatni af jöklum landsins er safnað í uppistöðulón, sem flest eru á hálendinu. Miðlunarlónin eru góð geymsla fyrir raforku og gera kleift að vinna rafmagn jafnt og þétt allt árið. Hálslón er vatnsmesta lón landsins. Þegar lónið fyllist síðsumars er vatni veitt um yfirfall sem steypist í um 100 metra háum fossi, Hverfanda, niður í Hafrahvammagljúfur. Verið velkomin í heimsókn í sumar! Kárahnjúkastífla: Leiðsögumaður tekur á móti gestum alla miðvikudaga og laugardaga kl. 14-17. Búrfellsstöð: Gagnvirk orkusýning er opin alla daga kl. 10-17. Vindmyllur á Hafinu: Starfsfólk tekur á móti gestum alla laugardaga í júlí kl. 13-17. Kröflustöð: Jarðvarmasýning er opin alla daga kl. 10-17. www.landsvirkjun.is/heimsoknir *Vatnsmagn í miðlunarlónum er mælt í gígalítrum (milljörðum lítra). Krókslón - 140 Gl. Hágöngulón - 320 Gl. Blöndulón - 412 Gl. Þórisvatn - 1400 Gl. Hálslón - 2100 Gl. Sultartangalón 109 Gl. • Kelduárlón 60 Gl. • Hrauneyjalón 33 Gl. • Gilsárlón 20 Gl. • Sporðöldulón 25 Gl. • Bjarnarlón 5 Gl. • Ufsar– og Vatnfellslón 3 Gl. Vortónleikar kvennakórsins Emblu Kvennakórinn Embla efndi til vor- tónleika sinna í Hömrum, minni sal Menningarhússins Hofs, 29. maí. Kórstjóri var Roar Kvam, en með- leikari á flygil Helga Kvam. Kórinn var stofnaður árið 2002 og er skip- aður konum af Eyjafjarðarsvæðinu, fjórtán að tölu. Hann hefur beitt sér að flutningi klassískrar og nú- tíma tónlistar jafnt innlendrar sem eftir erlenda höfunda og tekið þátt í kvennakóramótum og getið sér gott orð. Stofnandi kórsins er Roar Kvam. Á efnisskrá vortónleikanna 29. maí voru verk eftir Eyþór Stef- ánsson, Robert Schumann, Sig- fús Einarsson og Edward Grieg. Tónleikarnir hófust á „Lindinni“ eftir Eyþór. Lagið var mikið vel flutt, en þó enn betur, er kórinn söng það sem aukalag í lok tón- leikanna. Í þessu fyrsta verki kom þegar fram það, sem einkennir kórinn, en það er mikill agi, sem skilar sér í mjög áberandi natni og alúð við allar blæbrigða- og styrkbreytingar og var kórinn í þessu efni sem vel stillt og hann- að hljóðfæri. Þetta á að vera eitt af höfuðeinkennum góðs kórflutn- ings og var fyrir hendi á þessum tónleikum. Kór í eigind sinni er ekki samsafn einstaklinga, held- ur flokkur söngvara, sem allir stefna af metnaði að einu marki: samhentri samvinnu um góðan og gefandi flutning tónlistar sjálfum sér og þeim, sem á hlýða, til gleði og lífsfyllingar. Annað verkið á efnisskrá vor- tónleika Kvennakórsins Emblu var flokkur átta laga eftir Shumann. „Acht Gesange für Frauenstimmen und Klavier“. Hér er um að ræða tónsmíð, sem ekki er leikur að flytja svo vel sé. Tónferðin er víða skot- in og innkomur tíðum snöggar og stuttar, en slíkt gerir miklar kröf- ur til nákvæmni í tóntaki og náins sambands kórfélaga á milli og ekki síst við stjórnandann. Nokkurs óróa virtist gæta í fyrsta laginu, „Ländisches Lied“ og var það í eina skiptið, sem slíkt var á öllum tón- leikunum. Einnig varð tónn í efstu rödd lítils háttar skerandi en það sama kom einnig fyrir í áttunda laginu í flokknum, „Botschaft“, en þar lá nærri að brysti tónninn. Að þessum tveimur tilfellum slepptum var flutningur öruggur og vandað- ur svo að ánægjulegt var á að hlýða. Ber þar ekki síst að nefna annað lagið „Spruch“, sem var innileg flutt, og fjórða lagið, „Nänie“, þar sem styrkbreytingar voru sérlega vel unnar. Loks má geta sjötta lags flokksins, „Erste Begegnung“, en það er fjörlegt og gerir kröfur til mikillar nákvæmni í innkomum og tóntaki, en hvorttveggja var í góðu lagi. Eftir hlé kom að þriðja hluta efnisskrárinnar, „Fjórum söngv- um fyrir kvennakór og píanó“ eftir Sigfús Einarsson. Í fyrsta laginu, Gígjunni“, kom fram örlítill brestur og brá fyrir rennsli á tón- um, en það kann að hafa verið ætl- un stjórnandans. Af báru tvö lög, „Draumalandið“ og „Sofnar Lóa“, sem bæði voru mjög vel flutt og þá ekki síst hið síðarnefnda, sem var ofurblítt og hljóðlátt og bar af í því efni. Lokalagið, „Augun blá“ leið lítillega fyrir örlítinn skort á samhæfni. Lokahluti tónleikanna var fjögurra laga flokkur eftir Grieg, „En vårsyklus for kvinnestemmer og piano“. Allur flokkurinn var vel fluttur, en þó má á benda, að tónn varð nokkuð skarpur í efstu rödd í lok síðasta lagsins, „Høststorm“, en dramatík verksins skilaði sér vel. Skemmtilegt var að heyra í þriðja lagi flokksins, „Møte“, hve fallegum hljómi neðri raddir kórsins ná. Eins og fram kom í upphafi, var Helga Kvam meðleikari kórsins á flygil. Hún stóð sig með mikilli prýði, var ævinlega styrkur og stoð kórkvennanna; jók hrif, þar sem við átti og fylgdi ævinlega blæ- og styrkbreytingum í samræmi við bendingar stjórnandans. Það er akkur að því, að Helga skuli komin aftur heim, en hún er nú um stund- ir skólastjóri Tónlistarskóla Sval- barðsstrandar. Það virðist vera tími til kominn, að festa söng og flutning Kvenna- kórsins Emblu á plötu. Kórinn á fullt erindi í slíka vinnslu og það væri líka öllum unnendum vandaðs flutnings tónlistar fyrir kvenna- kóra án efa fagnaðarefni að geta dregið vel unna upptöku fram úr plötusafni sínu og sett hana í „græjurnar“ svo að njóta megi þess, sem flytjendur gera best. Ekki síður væri þetta verðugur vitnisburður þess mikla starfs, sem stjórnandinn, Roar Kvam, hefur innt af hendi á tónlistarsviðinu allt frá því að hann árið 1971 tók til starfa hér í byggðinni. Honum eiga áheyrendur marga ánægjustundina að þakka í fortíð og vonandi mega þeir vænta margra enn. a Haukur Ágústsson Skrifar tónleikagagnrýni KÓRINN, STJÓRNANDI OG meðleikari að tónleikum loknum. Völundur

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.