Akureyri


Akureyri - 05.06.2014, Blaðsíða 16

Akureyri - 05.06.2014, Blaðsíða 16
16 21. tölublað 4. árgangur 5. júní 2014 HÖRÐUR GEIRSSON, SAFNVÖRÐUR ljósmyndadeildar Minjasafnsins á Akureyri hefur þrotlausan áhuga og orku í sínu fagi. Hér stendur hann við framhlið myndavélar sem hann hefur nýverið smíðað frá grunni. “Þetta er gamla linsan hans pabba, ég smíðaði vélina utan um linsuna” sagði myndavélasmiðurinn þegar ljósmyndari blaðsins hitti hann í vikunni. Völundur Við bjóðum allt að 75% fjármögnun til allt að 7 ára Lántaki er skráður eigandi bílsins Veðskuldabréf þar sem Sparisjóðurinn hefur fyrsta veðrétt í bílnum Lán vegna bílakaupa Ertu að kaupa bíl? Kannaðu hvað Sparisjóðurinn getur gert fyrir þig Íslensk samtíðar- portrett – mann- lýsingar á 21. Öld Sumarsýning Listasafnsins á Ak- ureyri verður opnuð laugardaginn 7. júní kl. 15 og ber hún yfirskriftina Íslensk samtíðarportrett – mann- lýsingar á 21. öld. Á sýningunni gef- ur að líta hvernig 70 listamenn hafa glímt við hugmyndina um portrett frá síðustu aldamótum til dagsins í dag. Hugmyndin um portrett felst í því að draga fram á listilegan hátt það sem öðrum er almennt hulið. Að einskorða sig við portrett er ein leið til að skoða á hvaða hátt íslensk- ir listamenn fjalla um samtíðina. Á þessari sýningu birtist áhorfendum samtíðarsýn 70 listamanna sem hafa tekist á við hugmyndina í víðum skilningi og í áhugaverðu samspili ólíkra birtingarmynda fást svör. Á meðal listamanna sem eiga verk á sýningunni má nefna Erró, Ragnar Kjartansson, Kristínu Gunnlaugsdóttur, Hallgrím Helga- son, Steinunni Þórarinsdóttur, Hugleik Dagsson, Aðalheiði S. Ey- steinsdóttur, Baltasar Samper og Ólöfu Nordal. Sýningin stendur til 17. ágúst og er opin alla daga nema mánudaga kl. 10-17. Aðgangur er ókeypis. a Uppáhaldsstaðir barnanna Börn og unglingar í leikskólan- um Tröllaborg og Grunnskól- anum austan Vatna í Skagafirði hafa gefið út bæklinginn Heima- byggðin okkar - Áhugaverðir staðir séðir með augum barn- anna. Bæklingarnir verða til sýn- is á helstu ferðamannastöðum í sumar. Verkefnið var tilnefnt til foreldraverðlauna Heimila og skóla en bæklingurinn er gefinn út á nokkrum tungumálum. Þessi þrjú metnaðarfullu börn sem eru í hópi aðstandenda urðu á vegi ljósmyndara á Hólum í Hjaltadal fyrir skömmu. a SVÍN-GOGH EFTIR KARL Jóhann Jóns- son. VIKULEG LEIÐSÖGN Í DAG Í dag, fimmtudag kl. 12, býður Sjónlistamiðstöðin á Akureyri upp á leið- sögn í Ketilhúsinu um sýningu Gísla B. Björnssonar, Fimm áratugir í grafískri hönnun. Þá mun Guðrún Pálína Guðmundsdóttir, fræðslufulltrúi, leiða gesti um sýninguna og fræða þá um verk og störf Gísla B. Viku síðar, fimmtu- daginn 12. júní, verður leiðsögn um sumarsýningu Listasafnsins á Akureyri, Íslensk samtíðarportrett – mannlýsingar á 21. öld, sem opnar næstkomandi laugardag, 7. júní, kl. 15. Um vikulegar leiðsagnir er að ræða sem verða til skiptis á hvorum stað á hverjum fimmtudegi kl. 12. Nánari upplýsingar um dagkrána má sjá á sjonlist.is.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.