Akureyri


Akureyri - 05.06.2014, Blaðsíða 21

Akureyri - 05.06.2014, Blaðsíða 21
5. júní 2014 21. tölublað 4. árgangur 21 Sagði upp eftir sigurinn „Við erum ánægð með þessi úrslit, þau eru í samræmi við það sem við reiknuðum með, 25-28% fylgi. Í sögulegu samhengi eru þetta þó ekki góð úrslit fyrir sjálfstæðis- menn á Akureyri en góð í öðru sam- hengi,“ segir Gunnar Gíslason odd- viti sjálfstæðismanna á Akureyri. Gunnar sagði upp störfum sem fræðslustjóri sl. mánudag, degi eftir kosningasigurinn. Hann segir ótækt að sitja beggja megin borðsins, annars vegar sem fræðslustjóri og hins vegar bæjarfulltrúi. Hann seg- ist nú vera í atvinnuleit. AÐ SJÁLFSÖGÐU VONBRIGÐI Þótt sigur sjálfstæðismanna sé staðreynd, flokkurinn er eina aflið sem fékk þrjá bæjarfulltrúa kjörna á Akureyri, þarf oddvitinn að bíta í það súra epli að skipa ekki meirihluta í bæjarstjórn næstu fjögur árin. „Það eru að sjálfsögðu vonbrigði. Manni finnst skrýtið í raun að sam- einaður L-listi, sem tapar 5 mönn- um miðað við samanlagðan fulltrúa A-lista og L-lista í síðustu kosning- um, sé leiðandi í meirihlutaviðræð- um. Maður skyldi ætla að fólk væri að hafna þessum lista í kosningun- um, en það er lítið hægt að gera í því þegar bæjarfulltrúar taka sig saman um þetta,“ segir Gunnar með þunga í röddinni. „Það lítur þannig út að menn hafi verið búnir að taka ákvörðun um að ræða saman nokkru áður en úr- slit lágu fyrir, en lífið er bara svona. Við fáum okkar tækifæri, minn tími mun koma, en þetta eru mikil von- brigði að eiga ekki kost að aðild að meirihluta. SNERIST EKKI UM 3JA MANN L-LISTANS Gunnar neitar að það hefði leitt til annars meirihluta ef L-listinn hefði hangið á þriðja manninum sem flokkurinn missti í lokatölum. Heyrst hefur þó að sjálfstæðis- menn og L-listinn hefðu haft hug á að mynda 2ja flokka meirihluta ef hvort afl hefði náð inn þremur mönnum. Gunnar segir að fyr- ir lokaúrslit hafi verið búið að tilkynna það í kosningamiðstöð L-listans að Samfylking, Fram- sókn og L-listi hygðust skipa nýja meirihluta. DAUFLEG BARÁTTA Spurður um kosningabaráttuna segir Gunnar að hún hafi verið ágæt. „Mín upplifun var að hún hafi verið heiðarleg og málefnaleg að lang- mestu leyti. Margir töluðu reyndar um að hún hafi verið daufleg. Það voru ekki mörg stór mál sem braut á, keimlíkar áherslur nema mið- bæjarskipulagið. Við skárum okkur þar aðeins úr. Mér fannst hins vegar umfjöllun fjölmiðla mjög lítil. Það var ekki mikið um sameiginlega fundi þar sem menn gátu tekist á. Vegna fjölda framboða gafst líka lítill tími fyrir hvern og einn þegar öllu liðinu var hóað saman. Þetta var svolítið yfirborðskennt á köfl- um.“ Gunnar segir að dýpt hafi skort í umfjöllun en menn hafi verið duglegir að skrifa greinar. Margar stefnuskrár hafi verið vel unnar. „Við lögðum gríðarlega vinnu í okk- ar stefnuskrá og töldum hana góða.“ Vill að kjör fulltrúa verði bætt Gunnar fékk flestar útstrikan- ir allra frambjóðenda á Akureyri eins og lesa má um í frétt á bls. 4 í blaði dagsins. Hann hefur afhent uppsagnarbréf sitt sem fyrr segir og stendur á tímamótum. En tel- ur hann að launa verði betur störf bæjarfulltrúa á Akureyri? „Skoðun mín er ekki flókin í þeim efnum, ég hef lengi haldið fram að laun bæjarfulltrúa þyrftu að vera hærri, hærra starfshlutfall miðað við þær kröfur sem fólk ger- ir almennt á bæjarfulltrúa. Það eru gerðar kröfur um að bæjarfulltrúar sinni samsiptum við íbúana, fylgi málum eftir, séu á tánum í sínu eft- irliti og svo framvegis. Til þessa alls hljóta menn að þurfa tíma.“ REYNSLULEYSI = EMBÆTTIS- MANNARÆÐI? Gunnar ræðir einnig reynsluleysi verðandi bæjarfulltrúa sem og reynsluleysi síðasta meirihluta. „Mér finnst ekki eðlilegt að svo mik- il endurnýjun verði í bæjarstjórn tvö kjörtímabil í röð. Ef fólk kall- ar eftir meiri tengslum kallar það á meiri tíma, aukið íbúalýðræði. Það er ekki hægt að gera hvort tveggja að vera með fjölskyldu og vera í fullu í þessu starfi á þessum launum. Reyndar er allt þetta ferli býsna áhugavert. Ég hef varla sést heima hjá mér eftir að ég fór í próf- kjörið, það hafa öll kvöld og allar helgar farið í þessa vinnu og hún er í rauninni bara áhugamál eins og þessu er stillt upp. Það verður að íhuga breytingar á þessu kerfi. Það að endurnýja svona stóran hluta bæjarfulltrúahópsins þýðir að margir bæjarfulltrúar koma inn alveg óreyndir og það ýtir undir embættismannaræði. Ég hef sagt sem embættismaður að ef ég vildi þá gæti ég ráðið býsna miklu.“ a GUNNAR GÍSLASON, UM- DEILDUR en ótvíræður sigurvegari kosning- anna á Akureyri. Fær ekki að spreyta sig í meirihluta bæjarstjórn- ar og er ekki sáttur við það. Það er ekki hægt að gera hvort tveggja að vera með fjölskyldu og vera í fullu í þessu starfi á þessum launum.

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.