Akureyri


Akureyri - 05.06.2014, Blaðsíða 6

Akureyri - 05.06.2014, Blaðsíða 6
6 21. tölublað 4. árgangur 5. júní 2014 Ráðherra kunnugur dælunni Íslenskt eldsneyti ehf. mun á næstunni opna fyrstu vistvænu lífeldsneytisstöðina sína á Íslandi á Sauðárkróki. Á stöðinni verð- ur selt vistvænt lífeldsneyti sem nota má 100% á flesta díselknúna bíla. Stöðin var tilraunakeyrð og dælt á fyrsta bílinn með hjálp ut- anríkisráðherrans Gunnars Braga Sveinssonar frá Sauðárkróki. Sala á lífeldsneyti til almennings mun hefjast á næstu vikum. Stöðin á Sauðárkróki er hin fyrsta í röð fleiri slíkra stöðva sem fyrirhugað er að koma fyrir vítt og breytt um landið. Lífelds- neytið sem notað er kemur frá framleiðsluverksmiðju Íslensks lífeldsneytis sem staðsett er í Reykjanesbæ og er eldsneytið unnið úr innfluttri repjuolíu frá Svíþjóð. Á nýju stöðinni verður einnig hægt að hlaða rafmagns- bíla. a Auðmenn fái ekki Hofsstaði Stefán Jón Hafstein, fyrrverandi ritstjóri Dags-Tímans á Akureyri, veiðiáhugamaður og náttúruunn- andi vill að ríkið stofni sjálfeignar- félag um Hofsstaði í Mývatnssveit. Fleiri styðja hugmyndina en með henni yrði komið í veg fyrir að rík- ið selji hæstbjóðandi auðmönnum jörðina eftirsóttu. Frétt Akureyrar vikublaðs í síð- ustu viku um að Hofsstaðir í Mý- vatnssveit verði að líkindum ríkis- eign innan tíðar, þar sem bræður sem bjuggu á jörðinni hafa báðir fallið frá og eiga ekki lögerfingja, hefur vakið mikla athygli og við- brögð. Jörðin er sögufræg fyrir ýmsar sakir. Þar hafa fundist stór- merkar fornminjar og auk þess fylgja mikil veiðihlunnindi vegna Laxár í Mývatnssveit. Stefán Jón vill að samfélagið láti til sín taka og eigi frumkvæði að því að vinna því fylgi að ríkið stofni til sjálfseignarfélags sem hafi það eina markmið að viðhalda eigninni og veita fjármunum af rekstrinum til að styrkja fornleifa- rannsóknir og náttúrurannsóknir í Mývatnssveit og Þingeyjarsýslu á þeim grunni sem þegar sé lagður á Hofsstöðum. Þannig væri minningu bræðranna sem bjuggu á Hofsstöð- um mestur sómi sýndur og „með því væri þeim arfi sem andófið gegn Gljúfurversvirkjun og vatna- flutningum úr Skjálfandafljóti með sprenginunni í Miðkvísl gerð metn- aðarfull skil. „Ríkið á ekki að taka til sín eignir eins og þessa og selja hana einhverjum “spákaupmanni” og loka svo afleggjaranum með keðju Einkavegur,“ segir Stefán Jón á facebook. Árni Einarsson, sérfræðingur hjá Ramý tekur undir og segir hug- myndina mjög góða. „Ég sé þegar nokkra hrægamma á sveimi,“ segir Stefán Jón. „Þetta er svo góð hug- mynd að nú eiga Þingeyingar að sýna strax að enn rennur í þeim blóðið. Fá lögfróða menn í formið, herja strax á þingmenn.“ Benedikt Sigurðarson, fram- kvæmdastjóri Búseta á Akureyri, vill sjálfseignarfélag í “eigu al- mennings” - með þeim skilmálum að það megi hvorki veðsetja Hofs- staði né selja. a Syfjuð unnu kosningasigur „Grunnskólabörn í Eyjafjarðar- sveit unnu stórsigur í sveitastjórn- arkosningunum,“ segir stuðnings- maður F-listans í Eyjafjarðarsveit en listinn beitti sér fyrir því að syfjuð grunnskólabörn þyrftu ekki að vakna eins snemma á morgnana næsta vetur og sl. vetur þegar samlegðaráhrif voru metin hærri hagsmunum barnanna eins og Akureyri vikublað fjallaði um. F-listinn fékk fjóra menn af sex. „Þetta leiðinda mál verð- ur brátt úr sögunni því nýr meirihluti mun taka á því taf- arlaust og færa til fyrra horfs og fara þannig að lögum eins og skólanefnd og bréfið frá mennta- og menningarmálaráðuneitinu kveður á um,“ segir íbúi í Eyja- fjarðarsveit. Rúmlega 250 óánægðir íbúa á kosningaaldri í Eyjafjarðarsveit höfðu mótmælt skólaakstrinum. Má nú að loknum kosningum segja að að syfjuð grunnskóla- börn í Eyjafjarðarsveit hafi unnið fullnaðarsigur. a Akureyri - 13. og 27. júní Árni Hafstað heyrnarfræðingur verður á Akureyri við heyrnar- mælingar, ráðgjöf og sölu heyrnartækja. Mikið úrval af hágæða heyrnartækjum. Sérsmíðuð eða næstum ósýnileg bak við eyra. Margir verðflokkar. Bókaðu tíma í heyrnarmælingu og fáðu heyrnartæki til prufu Sími 568 6880 Glæsibæ | Álfheimum 74 | 104 Reykjavík | Sími 568 6880 | www.heyrnartaekni.is Vantar þig heyrnartæki? Heyrnarmælingar, ráðgjöf og heyrnartækjaþjónusta UTANRÍKISRÁÐHERRA SÝNDI GAMALKUNNA takta í síðustu viku þegar hann tók sér eldsneytisdælu í hönd, en áður en Gunnar Bragi Sveinsson komst til pólitískra metorða sá hann m.a. um að dæla bensíni þegar hann rak sjoppu á Sauðárkróki. Umdeild skóflustunga Sl. mánudag tók Hermann Örn Ingólfsson skrifstofustjóri al- þjóða- og öryggismálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins og Zhang Han, deildarstjóri evrópumálefna í kínverska utanríkisráðuneytinu, fyrstu skóflustungu að Norður- ljósarannsóknarstöð á Kárhóli í Reykjadal. Bygging stöðvarinnar er liður í samkomulag milli Rannsókna- miðstöðvar Íslands –RANNÍS- og Heimskautastofnunar Kína (Polar Research Institute of China - PRIC) frá sl. hausti um stofnun sameigin- legrar miðstöðvar til norðurljósa- rannsókna á Íslandi undir nafn- inu China-Iceland Joint Aurora Observatory (CIAO). Heimskautastofnun Kína er opinber rannsóknarstofnun, sem heyrir undir Hafmálastofnun Kína (State Oceanic Administration – SOA) og er staðsett í Shanghai, Kína. Starf PRIC er þungamiðja norðurslóðarannsókna í Kína og starfrækir stofnunin rannsókna- stöð á Svalbarða, þrjár rannsókna- stöðvar á Suðurskautinu og rekur ísbrjótinn Xuelong, Snædrekann. Nýr ísbrjótur er í framleiðsluferli. Sjálfseignarstofnunin Aurora Observatory (AO) með staðfestri skipulagsskrá var stofnuð á síð- asta ári til að annast uppbyggingu og rekstur allrar aðstöðu á Kárhóli. Stofnaðilar eru þróunarfélögin tvö í landshlutanum; Atvinnuþróunar- félag Þingeyinga hf. og Atvinnuþró- unarfélag Eyjafjarðar bs., Atvinnu- efling Þingeyjarsveitar ehf sem er eignarhaldsfélag sveitarfélagsins, Kjarni ehf sem er eignarhaldsfélag í eigu Þingeyjarsveitar, Sparisjóðs Suður-Þingeyinga og nokkurra einstaklinga í héraði og Arctic Por- tal ehf, en fyrirtækið hefur virka aðkomu að margvíslegum rann- sóknar- og upplýsingaverkefnum á sviði norðurslóðamála. Unnið er að breytingu á aðal- skipulagi Þingeyjarsveitar og gerð deiliskipulags er í vinnslu, en gert er ráð fyrir að framkvæmdir geti hafist síðar á þessu ári. Byggð verður rúmlega 700 m2 bygging sem hýsa mun rannsóknartæki og vinnuaðstöðu fyrir vísindamenn auk gestastofu fyrir ferðamenn með sýningarrými og litlum ráðstefnu- sal til kynningar á norðurljósunum og öðrum þeim háloftafyrirbærum sem rannsökuð verða. Akureyri vikublað greindi ný- verið frá áhyggjum Heyman Pascal, sem starfaði lengi hjá ÖSE og lýsti áhyggjum af því að Íslendingar hleyptu Kínverjum inn í eigin bak- garð með því að láta þeim jörðina og aðstöðuna í té. -BÞ

x

Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.