Akureyri - 05.06.2014, Blaðsíða 12
12 21. tölublað 4. árgangur 5. júní 2014
Orkuforðinn okkar
Vatnsaflsstöðvar nota fallþunga vatns til að knýja hverfla sem vinna rafmagn.
Úrkomu og leysingavatni af jöklum landsins er safnað í uppistöðulón, sem
flest eru á hálendinu. Miðlunarlónin eru góð geymsla fyrir raforku og gera
kleift að vinna rafmagn jafnt og þétt allt árið.
Hálslón er vatnsmesta lón landsins. Þegar lónið fyllist síðsumars
er vatni veitt um yfirfall sem steypist í um 100 metra háum fossi,
Hverfanda, niður í Hafrahvammagljúfur.
Verið velkomin í heimsókn í sumar!
Kárahnjúkastífla: Leiðsögumaður tekur á móti gestum alla
miðvikudaga og laugardaga kl. 14-17.
Búrfellsstöð: Gagnvirk orkusýning er opin alla daga kl. 10-17.
Vindmyllur á Hafinu: Starfsfólk tekur á móti gestum alla
laugardaga í júlí kl. 13-17.
Kröflustöð: Jarðvarmasýning er opin alla daga kl. 10-17.
www.landsvirkjun.is/heimsoknir
*Vatnsmagn í miðlunarlónum er mælt í gígalítrum
(milljörðum lítra).
Krókslón - 140 Gl.
Hágöngulón - 320 Gl.
Blöndulón - 412 Gl.
Þórisvatn - 1400 Gl.
Hálslón - 2100 Gl.
Sultartangalón 109 Gl. • Kelduárlón 60 Gl. • Hrauneyjalón 33 Gl. • Gilsárlón 20 Gl. • Sporðöldulón 25 Gl. • Bjarnarlón 5 Gl. • Ufsar– og Vatnfellslón 3 Gl.
Bjórhátíð haldin á Hólum
Bjórhátíðin á Hólum verður haldin
fjórða árið í röð að Hólum í Hjalta-
dal nk. laugardag frá 15:00 til 19:00.
Helstu bjórframleiðendur
landsins mæta á svæðið og kynna
fjölbreytt úrval gæðabjóra. Kosið
verður um besta bjórinn og keppt
í kútaralli. Bjórhátíðin er haldin
að undirlagi Bjórseturs Íslands –
brugghús slf. sem staðsett er á Hól-
um og er rekið af hópi áhugamanna
um bætta bjórmenningu lands-
manna. Fjöldi miða á hátíðina er
takmarkaður og eru miðar seldir
á vefsvæðinu midi.is. Nánari upp-
lýsingar má finna á Fésbókarsíðu
Bjórseturs Íslands. Aldurstakmark
er 20 ár á hátíðina. a
Vífilfell segir upp þremur
Þann 1. september næstkomandi
verða gerðar breytingar á starfsemi
vöruhúss Vífilfells í verksmiðjunni
að Furuvöllum Akureyri. Þremur
starfsmönnum vöruhússins hefur
verið sagt upp störfum vegna þessa.
Um er að ræða lið í heildarendur-
skoðun og hagræðingu í vöruhúsa-
og dreifingarstarfsemi Vífilfells, en
fyrr á þessu ári var vöruhúsi fyrir-
tækisins við Vatnagarða í Reykja-
vík lokað. Ástæða breytinganna
er aukin hagræðing sem næst með
þessu í vöruhúsastarfsemi og flutn-
ingum fyrirtækisins.
Ekki er gert ráð fyrir neinni
frekari fækkun starfsmanna hér
fyrir norðan. Alls starfa nú á þriðja
tug starfsmanna í framleiðslustöð
Vífilfells á Akureyri. a
SUMIR KUNNA AÐ segja að Akureyri sé full af fíflum þessa dagana. Vænlegra er þó að hugsa til ljóða Jónasar um fífilbrekkuna fögru. Völundur
AÐ FANGA KRAFTINN Goðafoss er vatnsmikill vegna vorleysinga þessa dagana og
laðar hvern dag að sér fjölda gesta og ljósmyndara. Starkaður Björnsson.