Akureyri - 05.06.2014, Blaðsíða 18
18 21. tölublað 4. árgangur 5. júní 2014
VATNAJÖKULSÞJÓÐGARÐUR
Velkomin í
Vatnajökulsþjóðgarð!
Í sumar er boðið upp á fjölbreytta og áhugaverða dagskrá fyrir gesti
Vatnajökulsþjóðgarðs með áherslu á lifandi leiðsögn og persónulega
upplifun af náttúru og umhverfi þjóðgarðsins.
Á vefnum www.vjp.is má finna allar helstu upplýsingar um Vatnajökulsþjóðgarð
Gestastofur
Gestastofur Vatnajökulsþjóðgarðs eru upplýsinga- og þjónustumiðstöðvar fyrir
þjóðgarðinn og næsta nágrenni hans. Gestastofurnar eru jafnframt miðstöðvar
fræðslu þar sem náttúru, menningu og sögu er miðlað til gesta í sýningum,
fyrirlestrum og gönguferðum með landvörðum.
Gestastofur þjóðgarðsins eru: sKaftÁrstofa á Kirkjubæjarklaustri,
sKaftafellsstofa í Skaftafelli, snæfellsstofa á Skriðuklaustri,
Gljúfrastofa í Ásbyrgi og GaMlaBúÐ á Höfn.
upplifÐu æVintýri Í VatnajöKulsþjóÐGarÐi Í suMar!
PO
RT
h
ön
nu
n
Vík
Húsa-
vík
Gljúfrastofa
Ásbyrgi
Hljóðaklettar
Dettifoss
Snæfell
Skaftafell
Kverkfjöll
Askja
Hvannalindir
Heinaberg
Eldgjá
Nýidalur
Jökulheimar
Laki
sKaftafellsstofa
sKaftÁrstofa
Kirkjubæjarklaustur
snæfellsstofa
GaMlaBúÐ
Höfn
Egilsstaðir
Ísafjörður
Snæfellsnes
Fræðsludagskrá
landvarða
Gestastofur
Skaftafellsstofa
Skaftárstofa
Gljúfrastofa
Snæfellsstofa
Gamlabúð
Skrímslin koma á Jónsmessu!
Íbúar Akureyrar geta frá og með
deginum í dag skoðað 76 Íslands-
kort að gjöf en um ræðir safn fá-
gætra Íslandskorta frá 1547-1808
undir nafninu Land fyrir stafni.
Sýning kortanna er í stóra saln-
um á Minjasafninu á Akureyri og
er þetta landsfrumsýning. Landa-
kortin eru frá Ítalíu, Hollandi,
Englandi, Frakklandi, Tékklandi,
Austurríska keisaraveldinu og
Þýskalandi. Sýningin verður opnuð
í dag, fimmtudag kl. 17.
Haraldur Þór Sigurðsson, for-
stöðumaður Minjasafnsins á Ak-
ureyri, segir að formleg afhending
kortanna sem eru gjöf til Akureyr-
ar verði í næsta mánuði en það eru
hjónin Dr. Karl Werner Schulte og
kona hans, Gisela Schulte-Dax-
boek sem færa Akureyringum
kortasafnið að gjöf.
Hjónin hafa tekið ástfóstri við
Akureyri og kom aldrei annað til
greina af þeirra hálfu en að Ak-
ureyringar fengju kortin, fremur
en t.d. Landsbókasafnið. Hjónin
hafa ferðast um heiminn og safn-
að kortunum. Saga kortanna sýnir
hugmynd fólks um Ísland allt frá
því að landið er hringlaga óná-
kvæm vera, óljós hugmynd um
sköpulag landsins en þróast smám
saman á vísindalegan hátt nálægt
þeirri mynd sem nú er þekkt af
landinu. Áhugaverð er í þróun-
inni myndbirting skrímslanna og
sjávarstraumar. Lengst af eru út-
línur landsins aðalmálið, hálendið
er ókannað. Landið var að sögn
Haraldar Þórs fremur óljóst þang-
að til Ísland komst í almennilega
snertingu við Evrópu og alþjóðleg
vísindasamskipti.
„Þetta er alltaf eins á öllum tím-
um, við eigum alltaf í samræðu við
útlönd og þaðan berast vísindin og
þekkingin.“
„Þetta er mjög spennandi skref.
Kortin verða svo varðveitt í kjallara
Amtsbókasafnsins á Akureyri, enda
kallar varsla þeirra á aðgæslu. Það
eru dæmi um að aðeins eitt annað
eintak sé til í heiminum af sum-
um kortanna sem bærinn hefur nú
fengið að gjöf,“ segir Haraldur Þór.
Sjón er sögu ríkari. Minjasafnið
hyggst einnig gera sér aukinn mat
úr verðmæti gjafarinnar, t.d. með
sérstakri skrímslasýningu í kring-
um Jónsmessuna. „Skrímslin koma
á Jónsmessu.“
Þá er stefnt að sértöku land-
könnunarferðalagi sem ekki er síst
ætlað að höfða til barna á þjóð-
hátíðardaginn. Akureyringar eru
hvattir til að líta við í Minjasafn-
inu, því sýningin verður sú eina þar
sem heildarsýning allra 76 Íslands-
kortanna fer fram. Síðar er ætlun-
in að setja upp sýninguna í smærri
myndum og tengja skólastarfi líka.
„Hugmyndin er að kortin nýt-
ist bæði heimamönnum og ferða-
mönnum.“ –BÞ
UNGT FÓLK ELSKAR KORT. Frá uppsetningu sýningarinnar. Völundur
Helga Kvam
allskonar.is
Skyrdraumur með
jarðarberjum
» 500 gr hrært skyr
» 5 msk kókosrjómi
» 2 msk hunang + 2msk hunang ofan á
» börkur af 1/2 sítrónu, rifinn fínt
» 1/2 tsk kardimommur, malaðar
» ¼ tsk múskat, malað
» ¼ tsk saffron (má sleppa)
» 250 gr jarðarber
Hrærðu skyr, kókosrjóma, hun-
ang, kardimommur, múskat og
saffron saman. Settu í falleg glös og
inn í kæli.
Þegar kemur að því að bera
fram eftirréttinn þá seturðu skorin
jarðarber ofan á og örlítið hunang.
Mér finnst líka gott að rífa meiri
börk af appelsínu og sítrónu yfir til
að fá meiri lit, bragð og ferskleika.
Þú getur bætt í þennan eftirrétt
hnetum og súkkulaðibitum, muldu
marens eða makkarónum, hverju
því sem þér finnst vera gott.
MATARGATIÐ FLEIRI UPPSKRIFTIR Á WWW.ALLSKONAR.IS