Akureyri - 05.06.2014, Blaðsíða 20
20 21. tölublað 4. árgangur 5. júní 2014
AÐSENT
Guðmundur Haukur Sigurðsson
Sjaldan hress – og ekki umburðarlynd!
Hildur Eir Bolladóttir blandaði sér
í umræðu um kosningabaráttuna
þegar hún sendi fyrsta þingmanni
Norðausturkjördæmis og forsætis-
ráðherra þjóðarinnar, Sigmundu
Davíð Gunnlaugssyni, ádrepu.
Þannig hljómaði ádrepa Hildar
Eirar en hún er prestur við Akur-
eyrarkirkju:
„Akkúrat Sigmundur Davíð við
molbúarnir sem þú ert svo elsku-
legur að draga út úr kofunum og
dusta af rykið og þrífa af saggann
erum náttúrlega fyrst og fremst að
fabúlera um réttindi fólks til að
iðka sína trú til að koma höggi á
Framsóknarflokkinn í sveitastjórn-
arkosningum, við bara vitum ekki
betur eins og þú bendir réttilega á í
þessum tímamóta pistli. Nú ætlum
við öll að skríða aftur upp í holu
og sjúga þumalinn af því að pabbi
hefur talað. Í alvörunni er for-
sætisráðherra að bjóða okkur upp
á þetta svar? Hvenær ætlar hann
að hætta að tala niður til þjóðar-
innar? Já auðvitað var maður bara
að koma höggi á kirkjuna með því
að tala fyrir hjónavígslu samkyn-
hneigðra á sínum tíma, auðvitað
er jafnréttisbaráttan eingöngu háð
til að koma höggi á karlmenn hvar
sem þá er að finna. VIð erum nátt-
úrlega öll að hugsa fyrst og fremst
um að standa með fólki til að koma
höggi á aðra, það er auðvitað að-
ferðin sem kristin þjóð hefur tamið
sér í gegnum aldirnar þökk sé hon-
um Jesú sem var svo athyglissjúkur
að deyja á krossi til að koma höggi
á Rómverja.“
Að loknum kosningum hefur
Hildur Eir skrifað annan pistil sem
fyrst birtist í fjölmiðlum á vefsíð-
unni akv.is. Fylgir hann hér, enda
innlegg í grundvallarmál sem mjög
settu mark sitt á kosningabarátt-
una í Reykjavík:
„Það er tvennt sem ég vil alls ekki
láta segja um mig í þessu lífi og það
er annars vegar að ég sé hress, af
því að ég er það sjaldnast þó mér
þyki margt fyndið og hins vegar að
ég sé umburðarlynd.
Umburðarlyndi er nefnilega
varhugaverð lífsafstaða og kannski
má leiða að því líkur að umburðar-
lyndi sé á vissan hátt forleikur for-
dóma. Að vera umburðarlyndur
þýðir í raun það að maður geti eða
vilji bíða af sér aðstæður eða fólk
sem manni er annars ekkert um gefið.
Stundum er rétt að vera umburðar-
lyndur t.d. þegar ungbarn stendur á
orginu þá einfaldlega vegna þess að
þú veist að það hefur ekki um mörg
tjáningarform að velja, það þykur
engum gott né gaman að hlusta á
barnsgrát en flestir umbera hann af
fyrrnefndri ástæðu, maður rökræðir
ekki við hvítvoðung.
Hins vegar finnst mér ekki
ásættanlegt að við sameinumst um
að umbera konur, þeldökkt fólk,
samkynhneigða eða múslima. Ég
kæri mig ekki um að vera umbor-
in sem kona, mig langar til að fólk
standi með mér í því að öðlast sömu
réttindi og karlar.
Stærsta lexían sem ég hef
persónulega lært á þessu sviði
mannlífsins er þegar ég 27 ára
gömul nývígð til prestþjónustu
flutti prédikun í útvarpsmessu
þar sem ég gagnrýndi framkvæmd
Kárahnjúkavirkjunar og færði fyr-
ir því bæði guðfræðileg og tilfinn-
ingaleg rök.Þá uppgötvaði ég að
það voru margir karlar og kannski
líka konur sem umbáru mig í
prestskap en höfðu alls ekki þolin-
mæði fyrir því að ég hefði róttækar
skoðanir sem prestur. Þá vildu þeir
sömu og fannst ósköp krúttlegt
að stelpan væri með kollar að ég
hefði mig hæga og væri ekki að
rugga bátum sem ég hefði enga
þekkingu á. Ég er Guði ævinlega
þakklát fyrir að hafa opnað augu
mín þarna fyrir því að umburðar-
lyndi sé ekki sama og stuðningur
eða áhugi.
Það getur verið umburðarlyndi
að blanda sér ekki í umræðu um
byggingu mosku í Reykjavík en
slíkt umburðarlyndi er ekki afl
til breytinga, það væri hins vegar
skref fram á við að opna á fræðslu
í samfélaginu um Íslam í kjölfar
þess að moskan rís til þess að auka
skilning okkar á eðli þessara trúar-
bragða, staðreyndin er nefnilega sú
að flestir íslendingar hafa myndað
sér skoðun á múslímum í gegnum
fréttaflutning en ekki persónuleg
samskipti. Öll trúarbrögð hafa
nefnilega að geyma bæði gull og
grjót, sumir velja hins vegar bara
grjótið en aðrir gullið af því mann-
eskjur hafa tilhneigingu til að túlka
veruleikann út frá eigin þörfum,
ásetningi og takmörkunum. Þess
vegna er hægt að snúa öllum trúar-
brögðum upp í eitthvað sem verður
engum til góðs.
Umburðarlyndi er misskilin
góðmennska, hver vill vera umbor-
in? Ekki ég, öll viljum við fyrst og
fremst vera virt til samtals og skoð-
anaskipta því það er raunverulegur
kærleikur.“ a
AÐSEND GREIN GUÐMUNDUR HAUKUR SIGURÐSSON
Hvað myndi ég gera við einn milljarð?
Ef mér væri falið að sjá um að fjár-
festa fyrir einn milljarð króna, hvað
myndi ég gera? Ég myndi fjárfesta í
framtíð Akureyringa.
Hvað þýðir það?
Í mínum huga þýðir það fyrst og
fremst að hér verði í framtíðinni til
fjölbreyttari störf. Ég óttast nefni-
lega að fjölbreytnin hafi lítið sem
ekkert aukist frá því ég flutti til
baka frá Danmörku eftir nám. Hið
daglega líf hefur aftur á móti breyst
gríðarlega; hvernig við stundum
vinnu, nám eða verjum frístund-
um. Það voru nefnilega ekki flat-
skjáir, snjallsímar, ljósleiðari, wifi,
facebook, snapchat, metan- eða
rafmagnsbílar, kaffi- og gistihús á
hverju horni, sparkvellir um allan
bæ eða Hof á Akureyri fyrir 15
árum síðan.
En það er ekki bara þetta sem
hefur breyst, það sem einnig hefur
gerst er að heimurinn hefur minnk-
að. Sýn ungs fólks á heiminn hefur
gjörbreyst. Nýstúdentar í dag fara
bara í heimsreisu á meðan þeir eru
„að hugsa málið“. Það er ekkert leng-
ur þannig að maður sé voða einn í
útlöndum, langt í burtu frá öllum.
Bara fyrir 20 árum síðan var
Ítalía mjög langt í burtu. Þá bjó ég
þar um tíma og fékk kannski sím-
tal einu sinni í viku að heiman eða
nokkra Mogga senda annað slagið.
Í dag eru allir onlæn allan daginn,
allir vita allt það sama nánast sam-
stundis og millilandaflug er orðið
svo öflugt að í dag er eiginlega auð-
veldara að ferðast til útlanda en
innanlands.
Ungt fólk horfir því allt öðru-
vísi á málin í dag en það gerði fyrir
nokkrum árum. Í dag er krafa um
fjölskylduvæn, fjölbreytt og nú-
tímaleg sérfræðistörf með alþjóð-
lega skírskotun. Opinber þjónusta
þarf að vera í heimsklassa, ljós-
leiðari í hvert hús og beint flug til
útlanda í boði árið um kring.
Hvernig myndi ég þá nota millj-
arðinn til að reyna að mæta þessum
væntingum í nánustu framtíð. Nú
er það ekki svo að ég eigi hann til
en kannski er einhver sem les þetta
í svo góðum málum (nú eða nokkr-
ir sem eiga slatta og vilja leggja í
púkk saman). Ég ætla samt að leyfa
mér að koma með tvær tillögur um
milljarðs fjárfestingu:
Þekking. Akureyri, Eyjafjörður
og næsta nágrenni býr við nánast
engar af þeim dæmigerðu nátt-
úruauðlindum sem við nýtum í
dag. Hér eru engir stærri virkj-
anakostir (vatnsafl og jarðvarmi
til rafmagnsframleiðslu) og langt
á fiskimið (lengsti fjörður landsins),
og fiskaflinn minnkar frekar en hitt.
Því tel ég að framtíð Eyjafjarðar
snúist um þekkingu; tölvur, verk-
fræði, hönnun, iðngreinar o.þ.h., og
tækniþróun á sviði sjávarútvegs,
matvælaframleiðslu, orku- og úr-
gangsmála, heilbrigðisvísinda og
umhverfismála svo eitthvað sé nefnt.
Til að þetta sé hægt þarf að bæta
verulega í fjárfestingar í menntun.
Mín skoðun er að við ættum að taka
að okkur að ryðja brautina þegar
kemur að nýrri hugsun á sviði
menntunar; hætta að hugsa í hefð-
bundnum skólum, gráðum, hús-
næði og prófum og hugsa kannski
frekar í þekkingu, verkefnum og
tengingu við atvinnulífið og huga
að alþjóðlegri markaðssetningu á
þeirri þekkingu sem er á svæðinu.
Ég myndi fjárfesta 500 milljónum
í að virkja þekkinguna í sinni fjöl-
breyttustu mynd.
Sjálfbærni. Margir líta á þetta
sem eitthvert leiðinlegt verkefni
sem kallar bara á vesen og verri
tíma. Það er af og frá. Til lengri tíma
í lokuðu kerfi gengur ekkert annað
upp en sjálfbærni. Heimurinn ER
einmitt lokað kerfi og eina leiðin
er að breyta gegnumstreymi í hr-
ingferla. Hvort sem um er að ræða
orku, framleiðslu eða úrgang þá
verðum við að koma þessu í endur-
nýjanlega ferla. Hér á Akureyri eru
mörg spennandi og skemmtileg
tækifæri. Nýting á úrgangi, smá-
virkjanir, skógrækt, rafmagnsvæð-
ing í samgöngum, framleiðsla á
endurnýjanlegu eldsneyti og nýting
á varmaorku (ræktun á t.d. þörung-
um og grænmeti). Það er mikið af
heitu vatni hér allt í kringum okkur,
bara frá Becromal og Vaðlaheiðar-
göngum hvoru um sig kemur svipað
magn af varmaorku og öll hitaveit-
an á Akureyri geymir. Svo maður
tali nú ekki um öll mörg hundruð
megavöttin hér fyrir austan okk-
ur í Þingeyjarsýslum. Hér snýst
þetta um að tengja saman grænt
rafmagn, varma, CO2 útblástur og
birtu. Ég myndi setja 500 milljónir
í að skoða hagkvæmni og verkefni
tengd sjálfbærni.
Jæja, þá er ég búinn að eyða
þessum milljarði, eða réttara sagt
fjárfesta honum. Hagnaðurinn
kemur kannski ekki strax eftir há-
degi en hann kemur. Hef ég eitthvað
breytt framtíðinni? Já, ég trúi því.
Til að setja þennan milljarð í
samhengi má benda á að á síðustu 6
árum er búið að fjárfesta fyrir svip-
aða upphæð í verkefnum á þessu
sviði hér á svæðinu. Molta, metan
og lífdísill eru stærsti hlutinn af
því. Þessi frábæru sjálfbærni ver-
kefni skila nokkur hundruð millj-
ónum í ársveltu, skapa tugi starfa
á framkvæmdatíma (sem mörg hver
krefjast mikillar sérþekkingar) og
um 10 ársverk til frambúðar. Og
síðan, sem kannski er aðalmálið til
framtíðar: Þessi verkefni skila tug-
þúsunda tonna samdrætti á CO2
útblæstri á hverju ári. Er það ekki
eitthvað ?
Höfundur er tæknifræðingur
PRESTURINN Í AKUREYRARKIRKJU, Hildur Eir á sér margar hliðar eins og þessi mynd sýnir vel.