Akureyri


Akureyri - 26.06.2014, Side 8

Akureyri - 26.06.2014, Side 8
8 24. tölublað 4. árgangur 26. júní 2014 VILTU SEGJA SKOÐUN ÞÍNA? Akureyri vikublað óskar eftir að komast í samband við bæjabúa sem sjaldan eða aldrei hafa veitt viðtöl en væru til í að segja skoðun sína í blaðinu eða veita stutt viðtöl. Vinsamlegast sendið okkur tölvu- póst á bjorn@akureyrivikublad.is eða hringið í síma 862 0856. LOF OG LAST VIKUNNAR LAST fær Nætursalan á Akureyri, segir matarmaður sem hafði samband við blaðið. „Ég er vanur að kaupa mér franskar með sunnudagssteikinni, hef hingað til keypt þær í Nætursölunni. Í gær fékk ég nóg. Ekki nóg með það að skammturinn kosti orðið 900, var áður 700, heldur var skammturinn einungis rúmlega hálfur poki. Svo þegar ég kom með pokann til baka var ég vændur um að hafa tekið úr honum heima. Í stuttu máli franskarn- ar hafa hækkað um 200 kr. og skammturinn minnkað um 30%,“ segir Akureyringurinn... LAST fær starfsmaður sem sér um vega- bréfin hjá Sýslumanni á Akureyri, segir maður sem hringdi í blaðið. Hann telur starfsmann sem þar vinnur fremur dónalega. „Ég kom með dóttur mína og ætlaði að ná í vegabréf, vissi ekki að báðir foreldrar þyrftu að mæta. Ég komst aldrei að, starfsmaðurinn talaði bara og talaði út í eitt og skammaðist, dóttir mín sagðist hafa orðið hálfhrædd. Þessi starfsmaður virtist ekki starfi sínu vaxinn, mætti vægast sagt sýna betri þjónustulund eða leita sér að nýju djobbi,“ segir hinn ósátti viðskiptavinur... LOF fær BYKO fyrir frábæra þjónustu. Svo skrifar kona í bréfi til blaðsins. Hún býr í Naustaherfi og stóð í húsbyggingum í vor. „Ég var að sendast um bæinn með kerru og kaupa hitt og þetta sem vantaði. Sérstaklega vil ég LOFA starfsmenn í iðnaðarmanna- hluta BYKO, þessar elskur er hver öðrum betri. Þegar ég mætti með kerruna, fékk ég frábæra þjónustu, allir með bros á vör og almennilegheit. Boðið uppá kaffi og með því og hlýju í hjarta í hvert skipti. Strákarnir eru yndislegir allir sem einn og eiga hrós skilið,“ skrifar kona og splæsir broskalli líka... J. LAST fær Naustaskóli sem réð ómenntað- an stuðningsfulltrúa til skólans á dögunum og gekk þar með framhjá hæfu fólki með menntun. „Hvers vegna er maður að mennta sig sem stuðningsfulltrúi ef ómenntað fólk er ráðið í svona stöður.“ Stuðningsfulltrúar í skólum styðja nemendur í kennslu sem þurfa sérúrræði að sögn konu sem hringdi inn lastið... AKUREYRI VIKUBLAÐ 24. TÖLUBLAÐ, 4. ÁRGANGUR 2014 ÚTGEFANDI Fótspor ehf. ÁBYRGÐARMAÐUR Ámundi Ámundason 824 2466, amundi @ fotspor.is. FRAMKVÆMDASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. AUGLÝSINGASTJÓRI Ámundi Steinar Ámundason, as @ fotspor.is. 578-1193. RITSTJÓRI Björn Þorláksson, bjorn @ akureyrivikublad.is, 862 0856 MYNDIR Björn Þorláksson, Völundur Jónsson og fleiri. UMBROT Völundur Jónsson PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja - Svansmerkt prentun. DREIFING 14.500 EINTÖK ÓKEYPIS – UM ALLT NORÐURLAND Ákvörðun SVA gagnrýnd „Það gengur ekki að eins mikilvæg- ur hlutur og almannasamgöngur séu háðar duttlungum, við í Samfylk- ingumnni stöndum við að við ætlum að stórbæta leiðarkerfið til að bæta umhverfið og létta undir með bæjar- búum,“ segir Logi Már Einarsson bæj- arfulltrúi. Sú ákvörðun SVA að fella út leið 2 í sumar á Akureri allt fram aðð 31. ágúst hefur vakið óánægju. Samkvæmt for- stöðumanni SVA dettur leið 2 út, sem m.a. fer með fólk til og frá miðbæjar- ins, vegna þess að ekki gekk að ráða afleysingafólk til SVA í sumar. Þetta telur Logi Már ekki nægilega góð rök en Samfylkingin lagði áherslu á stór- auknar almannasamgöngungur og betra leiðarkerfi á kjörtímabilinu. „Ég mun ekki láta mitt eftir liggja og mun spyrjast fyrir um þetta sérstaka mál, hvers vegna leið 2 hættir í sum- ar. Væntanlega lokar ekki sundlaugin þótt ekki fáist sundlaugarvörður strax þegar auglýst er eftir fólki. Með sama hætti hef ég áhuga á að skoða þetta mál,“ segir Logi. -BÞ AÐSEND GREIN HJÖRLEIFUR HALLGRÍMS Sóðalegur miðbær Það er næsta furðulegt hvað er lítill metnaður hjá bæjaryfirvöldum í að halda miðbænum hreinum og snyrti- legum sérstaklega núna þegar að mik- ið er um ferðafólk, landann, sem sækir annars okkar fallega bæ heim svo ekki sé talað um alla farþegana af skemmti- ferðaskipunum, sem eru næstum dag- legur viðburður í sumar. Sérstaklega ber mikið á sígarettustubbum og öðru rusli og virðist gatan fyrir framan Amaró húsið vera sérstakur ösku- bakki fyrir reykingafólk og stubbarnir eftir því. Auðvitað þurfa götusópar- ar að byrja síðla nætur eða snemma morguns að láta til sín taka og hafa allt hreint og klárt áður en ferðafólkið flykkist í bæinn. Ein er sú kona, sem hefur verið hvað ötulust við að fegra göngugötuna og miðbæinn, og hefur mátt sjá af- rakstur gjörða hennar t.d. um Bíladag- ana og 17. júní þegar hún sást dag eftir dag prílandi upp í stiga með aðstoðar- konu við að festa marglit flögg á milli ljósastaura, sem virkilega lífguðu upp á göngugötuna og allt niður í Skipa- götu. Þvílík elja, og þetta er kjarnakon- an Vilborg kaupkona í Centro. Þetta er alls ekki í fyrsta skiptið, sem Vilborg lætur til sín taka í fegr- un miðbæjarins. Kannski ætti bæjar- stjórn Akureyrar að ráða Vilborgu til að fegra miðbæinn því ekki veitir af. Að lokum vil ég geta annarrar konu, sem sér um að halda við fallegum blómum í steinkerjunum í göngugöt- unni, Guðrúnu, Dalvíkingi, blóma- drottningu, en jú bæjarstjórnin splæsti bara málningu á steinkerin. a Vanhæfir embættis- menn? Stóralvarleg hlýtur að teljast sú dómsniðurstaða Héraðsdóms Norðurlands eystra að Akureyrar- bær hafi brotið á tveimur starfsmönnum Slökkvi- liðs Akureyrar. Með dóminum er staðhæft að um ólöglegar uppsagnir slökkviliðsmanna hafi a.m.k. í tvígang verið að ræða. Akureyri vikublað fjall- aði mikið um deilurnar innan liðsins og birti m.a. fréttir þar sem slökkviliðsmenn héldu því fram að ólöglegar uppsagnir og valdníðsla væri ein ástæða þess að skipta yrði um slökkviliðsstjóra. Þeir sögðust ekki þora að kom fram undir nafni á þeim tíma en í blaðinu í dag stígur trúnaðarmaður slökkviliðsins fram og segir skoðun sína umbúðalaust. Það verður að teljast forvitnileg og fréttnæm staðreynd að á sama tíma og Akureyri Vikublað birtir fyrst fjölmiðla dómsniðurstöður héraðsdóms, sem sannarlega kostar okkur útsvarsgreiðendur ekki minna en sjö milljónir króna, hefur Frétta- blaðið flutt fréttir um vanda á öldrunarheimilinu Hlíð og staðhæfir að átta manns hafi hætt á sömu deildinni vegna óánægju með yfirmann. Samt situr sá yfirmaður áfram og nýtur trausts, æðsta yfir- manns stofnunarinnar, að því er fram kemur í Frétta- blaðinu. Sömu sögu var að segja á sínum tíma um fyrrverandi slökkviliðsstjóra. Og nú er á Hlíð hafin sálfræðimeðferð fyrir starfsmenn. Akureyri Viku- blað flutti einnig fréttir af því að opinberu fé væri á sínum tíma varið svo skipti mörgun milljónum í sál- fræðiúttektir innan slökkviliðsins þegar deilur um einelti og samskiptavanda stóðu hæst. Það breytti ekki lokaniðurstöðunni, að yfirmaður þurfti að taka pokann sinn. Stundum þarf að gera fleira en gott þykir og grípa til aðgerða áður en Róm brennur. Þá dugar ekki að spila bara á fiðlur. Þar sem er reykur er jafnan eldur undir, eða stutt í að hann blossi upp. Það vita slökkviliðsmenn vel. Kannski starfsmenn Hlíðar viti það líka? Það er orðið tímabært að spyrja þeirrar spurn- ingar hvort embættismenn bæjarins séu ítrekað van- hæfir að taka á erfiðum málum sem koma upp innan stjórnkerfisins og varða starfsmannamál. Kannski er orðið tímabært að koma á fót sérstakri skoðun á því hvort ákvarðanafælni, röng ákvarðanataka, meðvirkni með handhöfum valds eða vanhæfni stjórnenda bæjarins kostar ekki bara vondan vinnu- anda, jafnvel árum saman í vonlitlum pattstöðum, heldur kosti vanhæfni opinberra stjórnenda okkur útsvarsgreiðendur stórfé á hverju ári? Með ritstjórnarkveðjum Björn Þorláksson AÐSENT Hjörleifur Hallgríms FÁTT ER EINS pottþétt og að sumarið er komið þegar starfsmenn Akureyrarbæjar eru farnir að planta stjúpum í akkorði. BÞ

x

Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Akureyri
https://timarit.is/publication/1079

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.