Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.08.1991, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 29.08.1991, Blaðsíða 1
TIMBUR: Inni, úti - Gagnvarið Ýmsar gerðir I 11 SKIPAVIÐGERÐIR H.F. v/Friöarhöfn Vestmannaeyjum S 13110 og 13120 íslcmdsmeistarar • Stúlkurnar í 2. flokki kvenna Týs urðu íslandsmeistarar í sínum aldursflokki í knattspyrnu um helgina og var þetta fyrsti íslandsmeistaratitillinn í yngri flokkunum til Eyja síðan 1980 (sjá nánar bls. 10). Þetta eru sigurvegararnir. Efri röð f.v. Þorsteinn Gunnarsson þjálfari, Sigþóra Guðmundsdóttir, Ása Ingibergsdóttir, Eva Sveinsdóttir, Þórunn Ragnarsdóttir, Ragna J. Friðriksdóttir, Dögg L. Sigurgeirsdóttir, Anna L. Tómasdóttir, Jóhanna Fannarsdóttir og Jón Ólafur Daníelsson þjálfari. Neðri röð f.v. Thelma Róbertsdóttir, Laufey Jörgensdóttir, Matthildur Halldórsdóttir, Sara Ólafsdóttir, Elísabet Stefánsdóttir, íris Sæmundsdóttir fyrirliði, Petra Bragadóttir, Elísa Sigurðardóttir, Guðbjörg Þórðardóttir og Ragna Ragnarsdóttir. • Drengirnir í old boys-liði ÍBV gerðu sér lítið fyrir og tryggðu sér íslandsmeistaratitilinn í flokki 30 ára og eldri sl. föstudag þegar þeir sigruðu Val í hreinum úrslitaleik í Eyjum, 3-2 og skoraði Viðar Elíasson sigurmarkið á síðustu mínútu leiksins (sjá nánar bls. 11). Þetta eru hetjurnar. Efri röð f.v. Kári Vigfússon, Haukur Hauksson, Jóshúa Steinar Óskarsson, Hjörleifur Friðriksson fyrirliði, Egill Egilsson liðsstjóri og leikmaður, Ágúst Einarsspn, Þórður Hallgrímsson og Viðar Elíasson. Neðri röð f.v. Guðmundur Erlingsson, Jóhann Georgsson, Sigurjón Birgisson, Aðalsteinn Jóhannsson, Einir Ingólfsson, Sveinn Sveinsson, Þór Valtýsson og Snorri Rútsson. Hafrannsóknarstofnun þeim tilmæl- um til skipstjórnarmanna að hætta veiðum á þessu svæði og urðu þeir við þeim. Fiskiríið byrjaði á laugardaginn og fengu bátar upp í 25 tonn í hali. Þegar mest var voru a.m.k. tólf bátar á þessu svæði og urðu skip á leið til hafnar að sæta lagi til að komast inn. Bátarnir voru aðeins nokkur hundr- uð metra frá fjörunni og alveg að Bjarnarey og slíkur var atgangurinn að Heimaey VE sigldi á Bjarnarey á aðfararnótt sunnudagsins. Mörgum fannst nóg um þennan veiðskap rétt við bæjardyrnar og að sögn Björns Ævars Steinarssonar fiskifræðings, núverandi stjórnanda veiðieftirlits Hafrannsóknarstofnun- ar, fengu þeir ítrekað upplýsingar um smáfisk í afla bátanna. „Við höfðum ekki heimild til að loka svæðinu nema að undangengnum mælingum, en á þriðjudaginn beind- um við því skipstjórnarmanna að fara af svæðinu. Eftir því sem ég kemst næst urðu þeir við þessum tilmælum og er það bæði þakkar- og virðingarvert," sagði Björn Ævar. í gærmorgun fór veiðieftirlitsmað- Góð ýsuveiði var milli Bjarnareyj- ar og Heimaeyjar um helgina og gafst bæjarbúum ágætt tækifæri til að fylgjast með veiðunum af Nýja- hrauninu. Ýsan hélt sig á litlum bletti og var hún stútfull af síldar- hrognum. Á þriðjudaginn beindi • Stefnið á Heimaey VE eftir ásigl- inguna á Bjarnarey. Veiðiheimildir 1. sept. til 31, ágúst 1992: Þýða tap upp á 800 millj. Mörgum útgerðarmanninum brá í brún þegar þeir fengu í hendur aflamark sitt fyrir næstu tólf mánuði, þ.e.a.s. frá 1. september n.k. til 31. ágúst á næsta ári. Héldu margir að um mistök væri að ræða þar sem aflamark þeirra þessa tólf mánuði er álíka og það sem þeir máttu veiða fyrstu átta mánuði þessa árs. Nú er komið í ljós að svo er ekki, sjávarútvegsráðuneytið segir þetta endanlegan dóm. Útgerðarmenn sem rætt var við segja að úthlutunin hafi komið þeim í opna skjöldu og með þessu sé rekstrargrundvellinum kippt undan útgerð margra Eyja- báta. Ekki liggur fyrir hvað þetta er mikil skerðing í afla miðað við síð- asta ár, en í peningum er þetta tap upp á tæplega 800 milljónir fyrir Vestmannaeyjar. Nánar er sagt frá þessu á blaðsíðu 2 í blaðinu í dag. ur út með Sigurfara VE til mælinga á svæðinu og sagði Björn Ævar að þegar niðurstöður þeirra lægju fyrir yrði tekin ákvörðun hvort svæðinu yrði lokað eða ekki. Aðspurður hvort fiskifræðingar hefðu ekki áhyggjur af síldarhrogn- unum sem þarna eru, sagði hann að erfitt væri að meta hvort ylli meiri skaða ýsan eða trollskarkið. Þessi ungi maður á myndinni til hliðar, Sigurður Freyr, einn fjölda krakka sem þessa dagana leggur nótt við dag til að bjarga lundapysjum af götum bæjarins. Hér er hann að sleppa einni pysjunni á Eiðinu. Fórst honum það fagmannlega og náði pysjan góðu flugi langt út á sjó. Hqfrannsóknarstofnun: Bað sjómenn að hœtta veiðum við Bjarnarey Pysju- timinn í hámarki FJÖLSKYLDUTRYGGING FASTEIGNATRYGGING o TRYG61NGAMIÐSTÖDIN HF Umboö i Vestmannaeyjum, Strandvegi 63 S 11862

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.