Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.08.1991, Blaðsíða 4

Fréttir - Eyjafréttir - 29.08.1991, Blaðsíða 4
Fimmtudaginn 29. ágúst 1991 - FRÉTTIR Fiskmarkaður það sem koma skal Alltuf fjölgar fiskmörkuöum á landinu og hafa nokkrir þeirra náö að festa sig í sessi, t.d. markaðirnir þrír við Faxaflóa. Eftir misheppnaða tilraun fyrir tveimur til þremur árum eru menn nú að fara af stað með stofnun markaðar hér. Undirbún- ingsnefnd bíður nú svara hagsmuna- aðila og sem betur fer virðast stóru stöðvarnar jákvæðar fyrir fiskmark- Um síðustu mánaðarmót sendi undirbúningsnefnd að stofnun fisk- markaðar í Vestmannaeyjum bréf til útgerðamanna og fiskverkenda til að kanna áhuga þeirra á viðskiptum við væntanlegum fiskmarkaö og hluta- fjárkaupum. Ekki er enn vitað um viðbrögð en stefnt er að því að þau liggi fyrir um mánaðarmótin. FRÉTTIR hafa haft samband við helstu fiskkaupendurna og virðast þeir áhugasamir um viðskipti við markaðinn en útgerðarmenn eru var- kárir, vísa til fyrri reynslu af Fisk- markaði Vestmannaeyja sem dó drottni sínum eftir nokkurra mánaða rekstur. í fyrrnefndu bréfi segir að gera megi ráð fyrir halla á rekstri fisk- markaðar fyrstu eitt til tvö árin, sem er reynsla annarra markaða. Hefur nefndin sett stefnuna á að hlutafé verði a.m.k. tíu milljónir króna til að tryggja fjárhagslega afkomu mark- aðarins. Einnig segir í bréfinu að kvóti fiskiskipa sem ekki eru í eigu fisk- vinnslustöðva sé um 15 þúsund tonn. Gerir nefndin sér vonir um að fá 50% af þeim afla inn á markað sem þýðir 650 tonna sölu á mánuði. „Er það von okkar í nefndinni að þú og þitt fyrirtæki takir þátt í þessu með okkur af fullri alvöru, þvf það er trú okkar að fiskmarkaðir myndi fisk- verð í framtíðinni," segir í bréfinu. Einnig segir að nefndarmönnum sé ljóst að fiskmarkaður hér þarf alfarið að vera heimafyrirtæki en ekki útibú frá fiskmörkuðum uppá landi. Með þessu bréfi er spurningalisti þar sem viðtakendur eru beðnir svara því til hvað mikið hlutafé þeir eru tilbúnir að setja í fyrirtækið og hugsanlegum áhuga þeirra á að selja afla á markaðnum. Siguróur C. Þórarinsson: Menn sýna málinu áhuga Sigurður G. Þórarinsson einn nefndarmanna sagði að þeir sem hann hefði rætt við sýni málinu mikinn áhuga. „Við erum að fara í að safna bréfunum saman og ég á von á að því ljúki um mánaðarmótin og þá er spurning um eina eða tvær vikur að fara yfir bréfin og spurningalistann," sagði Sigurður. Hann sagði að hug- myndin væri að þessi markaður gæti séð um sölu og kaup á fiski. „Og þá hljótum við að horfa til nýs Herjólfs. aði eftir því sem kcmur fram í blaðinu en útgeröarmenn eru hik- andi, vilja sjá hverju fram vindur um þróun markaðarins minnugir þess hvernig fór með Fiskmarkað Vest- mannaeyja. Það er deginum Ijósara að fisk- markaðir eru óðum að taka yfir og ráða í æ ríkari mæli verðmyndun sjávarafla. Þetta er þróun sem ekki Það er mín persónulega skoðun að við verðum að vera í tengslum við hina markaðina, helst alla, í gegnum tölvukerfi. Því stærra sem markaðs- svæðið er, því betra,“ sagði Sigurð- ur. Magnús Kristinsson: „Við verð- um með" Magnús Kristinsson stjórnarfor- maöur ísfélagsins sagði að þeir ætl- uðu að nýta sér væntanlegan markað, bæði frystihús og útgerð. „Við höfum tilkynnt undirbún- ingsnefndinni þessa ákvörðun okkar,“ sagði Magnús. En hann sagðist hafa orðið var við áhugaleysi manna á stofnun fiskmarkaðar og hafði af því nokkraráhyggjur. „Þetta hefur gengið vel annars staðar, t.d. á ísafirði og ég sé ekkert því til fyrir- stöðu að hér gæti komið upp myndar- legur markaður," sagði Magnús. Guðmundur Karlsson: Verðum að fylgja þróuninni Guðmundur Karlsson fram- kvæmdastjóri Fiskiðjunnar sagðist gera ráð fyrir því að fyrirtækið nýtti sér þjónustu fiskmarkaöar. „En við eigum eftir að fara yfir þetta þannig að ég get ekki svarað því á þessari stundu, en það verður gert fljótlega. Við verðum að fylgja með í þessari þróun," sagði Guð- mundur. Bjarni Sighvatsson: Kemur að sjálfu sér Bjarni Sighvatsson stjórnarfor- maður Vinnslustöðvarinnar sagðist híöa eftir því að stjórnarmenn kæmu úr fríi, fyrr yrði ákvörðun ekki tekin. „En ég reikna með að við verðum að kaupa einhvern fisk á markaðn- um,“ sagði Bjarni. „Og kemur þetta verður stöðvuð enda eðlilegast að markaðir ráði verði á hverjum tíma fyjrir sig. Vestmannaeyjar hafa í þessu eins og svo mörgu öðru sér- stöðu af landfræðilegum ástæðum og eru þær að sumu leyti skýring á hvernig fór fyrir fiskmarkaðnum sáluga. Fleira kom þó til t.d. var Hraðfrystistöðin eina frystihúsið, af þeim fjórum stóru, sem nýtti sér ekki að sjálfu sér um áramótin að allur fiskur fari á markað? Mér sýnist það samkvæmt því sem ráðuneytið segir. Þá sitja allir við sama borð, íslendingar, Bretar og Þjóðverjar sem er það eina rétta." Hörður Úskarsson: Okkarhugur stendur til markaðar Hörður Óskarsson fjármálastjóri Hraðfrystistöðvarinnar sagðist á þessari stundu ekki gefa neinar yfír- lýsingar í fjarveru Sigurðar Einars- sonar. „En ég held að viðhorf Sigurðar til fiskmarkaða hafi ekki breyst, að þeir eigi að mynda fiskverð," sagði Hörður. „Okkar hugur stendur til að landa á markaði hér ef um alvöru- markað verður að ræða. Þetta verði ckki þannig að við séum bæði að selja og kaupa eigin fisk cins og var á Fiskmarkaði Vestmannaeyja,” sagði Hörður. ÓDÝR Ijósritunar- pappír Eyjaprent hf. Áhugafélag um brjóstagjöf Byrjum aftur eftir sumarfri n.k. mánudag kl. 14:00. ATH! Breyttur fundardagur. Fundarstaður er hinn sami í forstofu kaphellu sjúkrahússins. Stjórnin þjónustu markaðarins að einhverju marki. Var þá oft að selja og kaupa eigin fisk. Þegar verð féll, fóru sjó- menn og útgerðarmenn, í fýlu og viðskiptin, sem fóru þokkalega af stað, minnkuðu þar til aðstandendur markaðarins gáfust upp og hættu. Nú hafa menn þessi víti til að varast og hvað landfræðilegu hliðina varðar gjörbreytist aðstaðan með nýjum Hcrjólfi. Þegar hann kemur verður hægt að flytja fisk báðar leiðir og menn geta bæði selt og keypt fisk í gegnum fiskmarkað hér, bæði af bátum hér og upp á landi. Eins og staðan er í dag eru Eyja- menn að missa af lestinni í þeirri öru þróun sem verið hefur í fiskmörk- uðunum á undanförnum misserum og í sumar vöknuðu menn hér upp við vondan draum; Eyjabátar sækja á markaðina við Faxaflóa í æ ríkari mæli. Eru það mikil brögð orðin að þessu að sumir þeirra koma ekki í heimahöfn vikum saman, sem skiptir miklu fyrir byggðarlagið í töpuðum tekjum m.a. vegna þjón- ustu sem bátar kaupa annars staðar og hafnargjalda. Og þegar til lengri tíma er litið er vel hugsanlegt að þetta geti haft áhrif á búsetu manna. Draumur Smástundarmanna um íslandsmeistaratitilinn í utandeildar- keppninni í knattspyrnu varð að engu þegar piltarnir töpuðu fvrir E.T. í úrslitaleik sl. þriðjudagskvöld í Reykjavík. E.T. sigraði 2-1 í hörku- spennandi leik og var þetta fyrsti tapleikur Smástundar í sögu félags- ins. Eitthvað virtust taugarnar vera í trektara lagi hjá Smástund í upphafi leiks því þeir fengu á sig tvö fádæma klaufamörk á fyrstu 15 mínútum leiksins. Fyrst fengu Smástundar- menn innkast við eigin vítateig og ætlaði varnarmaður.að kasta boltan- um til markmannsins. Það tókst ekki betur en :;vo að boltinn fór yfir hann og fyrir fætur sóknarmanns E.T. sem þurfti lítið aö hafa fvrir því að pota boltanum í netið. Annað markið kom skömmu seinna og var það enn skrautlegra. Varnarmaður Smástundar „kixaði" all svakalega og boltinn fór fyrir fætur framherja E.T. sem aftur skor- aði auðvelt mark. Staðan í hálfleik 0-2 fyrir E.T. þrátt fvrir að Smástund hafi verið betri aðilinn. að eigin sögn. Yfirburðir Smástundar voru enn meiri í seinni hálfleik eftir að Gísli Hjartar framkvæmdastjóri hafði hent sigurhúfunni frægu. Héldu þeir uppi stanslausum árásum á mark E.T. Markafælunni Kristófer H. Af þessu sést að fiskmarkaður er bráðnauðsynlegur fyrir Vestmanna- eyjar ef við ætlum ekki að verða undir í baráttunni um fiskinn. Fisk- seljendur leita þangað sem þeir fá besta verðið. Við verðum að vera með í þeim slag og til þess þurfum við öflugan fiskmarkað sem allir geta sameinast um. Við erum að tapa tíma. Markaðurinn í Þorlákshöfn hefur þegar sannað gildi sitt og á hann sækja Eyjabátar í auknum mæli og einnig landa þeir þar og senda á stóru markaðina. Nýjasta dæmið er fiskur sem heimabátar fengu í inn- siglingunni til Vestmannaeyja. í stað þess að sigla þessa hálfu sjómílu til hafnar hér fór a.m.k. einn bátur til Þorlákshafnar og var ætlunin að selja aflann í Reykjavík. Þetta hefði ein- hverntímann þótt saga til næsta bæjar, en er blákaldur veruleiki í dag og við þessu þarf að bregðast. Vik- una 11. til 17. ágúst voru seld tæp 123 tonn á markaðnum í Þorlákshöfn og tæplega 800 tonn á mörkuðunum við Faxaflóa. Ekki er vitað hvað Eyja- bátar áttu mikið af þessum afla, en það er deginum ljósara að Vest- mannaeyjar þurfa að komast inn í þennan hring, ef ekki á illa að fara. Helgasyni tókst að minnka muninn með góðu skallamarki sem að vísu fór í varnarmann og inn og skrifast því sem sjálfsmark. í lokin fengu Snrástundarmenn mörg dauðafæri til að jafna leikinn en þetta var ekki þeirra dagur og E.T. sigraði leikinn 2-1. Sigmar Helgason framherji Smá- stundar varð sér enn einu sinni til skammar inn á leikvelli. fékk rauða spjaldið fvrir hefndaraðgerðir í lok leiksins. Stefán Erlendsson var einna best- ur Smástundarmanna en flestir áttu þeir ágætis leik. Lið Smástundar: Magnús Benónýsson. Ólafur Erlendsson, Stefán Erlendsson. Jón Óskar Þórhallsson. Arelíus Hauksson (Sigursveinn Þórðarson). Rúnar \'öggsson. Þórður Jóhannsson. Gestur Magnússon. Kristófer H. Helgason (Þorsteinn Hallgrimssonl. Jóhann Benónýsson og Sigmar Helgason. Sigursveinn Þórðarson blaðafull- trúi Smástundar var mjög svekktur að leik loknum. ..Þótt við séum að þessu til að skemmta okkar var sárt að missa af titlinum því það hefði verið gaman að fara taplausir í gegnum mótið. En við mætum aftur galvaskir næsta sumar og þá er það bara spurningin hvort það verður í 4. deildina eða utandeildarkeppnina. Við ætlum að sjá til með það." sagði Sigursveinn og vildi að lokum koma á framfæri _ þakklæti til Pinnans, Sólskins og Straums fyrir góðan stuðning í sumar. Fiskmarkaður i burðarliðnum: Verið ad konno óhugn hagsmunaaðila - Frystihúsin oetla oð skipto við markaðinn, en útgerðarmenn varkdrir. • Dyggir aðdáendur Smástundar hita upp fyrir einn leik liðsins fyrr í sumar. Smóstund tapaði úrslitaleiknum

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.