Fréttir - Eyjafréttir - 29.08.1991, Blaðsíða 6
Fimmtudaginn 29. ógúst 1991 - FRÉTTIR
Cunnar Knri Magnússon skrifar:
Erveriðaðtala
um íþróttir?
Mörg eru þau vandamál og ægileg
er að þjóð Vestmannaeyinga stafa.
Fiskimál og ílanghallæri, jafnvel þó
Davíð sé við stjórnvölinn og Þor-
steinn haldi um pokann. Þá virðist
það jafnframt nokkuð Ijóst að fjár-
mál bæjarins breytast ekki mikið til
batnaðar þó að aðrir taki við taum-
ununj, enda kannski ekki við öðru
að búast þar sem að vaxtastefnan fer
ekki eftir því hvar menn setja X-ið í
kosningunum.
Þó virðist mér af lestri Frétta
undanfarnar vikur og mánuði að allt
þetta séu smámál, ómerkileg og varla
þess virði að færa á prent. Annað
mál mun alvarlegra hefur verið í
uppsiglingu og deiglunni. Nefnilega
fallvalt gengi ÍBV í fótboltanum
undanfarið. Okkar mönnum virðist
ekki hafa gengið nógu vel.
Nú er það eins og alltaf hálf erfitt
að sitja „utan vallar“ og fylgjast með
því er gerist til að geta myndað sér
réttláta mynd af því sem er að gerast
hjá drengjunum í hvítu stuttbuxun-
um. Mig langar samt til að gera
tilraun að skapa aðra mynd af því
sem nú er að gerast en þá sem virðist
gjaldgeng í Vestmannaeyjum og þá
einmitt í krafti þeirrar landfræðilegu
fjarlægðar sem ég bý við nú 'og
þeirrar kunnáttu á mannlegu eðli
sem flesturn er í blóð borin en veitist
oft á tíðum erfitt að beita er smalað
er í heimahögum.
Studnlngsmenn ÍBV
Vestmannaeyjar samanstanda af
þrem þjóðflokkum. Þórurum, Týr-
urum og þeim sem skipta sér ekki af
íþróttum. Sameiningarpunktur þess-
ara hópa hefur einatt legið í íþrótta-
bandalagi Vestmannaeyja. Banda-
lagi sem eiginlega hvorki er fugl né
fiskur heldur sameining þessara
þriggja hópa, þar sem Týr og Þór
hafa oftast séð um að leggja til
íþróttamennina, en þriðji hópurinn,
sá áhugalausi, hefur séð um stjórn-
unarhliðina.
Þetta er gott fyrirkomulag, á því er
jafnvægi sem hinir blágrænu íþrótta-
frömuðir geta sætt sig við.
Úr þessum skrautlega hóp koma
síðan stuðningsmennirnir, sér-
fræðingarnir, hólsararnir, speking-
arnir, fávitarnir og þeir sem fara
bara á völlinn.
Úr þessum hóp koma einnig fót-
boltaleikararnir og það er fyrst og
fremst þar sem hnífurinn stendur í
kúnni. Þú getur ekki spilað fótbolta í
Vestmannaeyjum öðruvísi en að
verða stöðugt fyrir aðfinnslum og
gagnrýni.
Stuðningsmennirnir eru ekki ein-
hverjir Jónar út í bæ, þeir eru ná-
grannar þínir, vinnufélagar, vinir og
vandamenn. Og í krafti þessa finnst
þeim ekki nema sjálfsagt að gagn-
rýna það sem miður fer - jafnvel þótt
að þeir sem slíkir hafi ckki hundsvit
á fótbolta.
Stærstu gagnrýnendurnir og mestu
eru ekki þeir sem hafa VÍT á fót-
bolta, það eru þeir sem eru með
stærsta kjaftinn fyrir neðan nefið og
þá helst út á öxlum í tíma og ótíma.
Það er þessi nálægð - þessi ófyrir-
leitni kunningskapur sem allt er að
drepa.
Fótboltalelkarlnn
hjd Ibv
Leikmaður í liði ÍBV er stjarna.
Hann hefur stjörnustatus í Vest-
mannaeyjum. Þessu hlutverki fylgir
ekki bara krafa um árangur heldur
ber honum að taka þátt í umræðum
við hvern sem er og hvar sem er um
síðustu leiki, taktíkina, rangstöðu-
markið, dómarann, hina leikmenn-
ina, þjálfarann, síðasta fylleríið og
hvernig amma hans hafi það af æða-
hnútunum.
Hann verður einnig að vera við-
búinn því að þurfa að standa fyrir
svörum hjá félögunum þcgar svör
hans hafa rangfærst og rangtúlkast í
munnum tveggja og þriggja spjall-
ara.
Þetta er félagslegt hlutverk, sem í
sjálfur sér hefur ekki neitt mcð
knattspyrnu að gera og er, að mínu
mati, einstakt á Islandi í dag.
Á stúdentaárum mínum bjó ég á
ísafirði um það bil sem þeir voru að
rífa sig upp í fyrstu deild. Þar var
maður alls ekki var við þessa fót-
boltasturlun sem fyrir er í Vest-
mannaeyjum og hefur alltaf verið.
Menn lulluðu sér á völlinn, öskr-
uðu sig hása og fóru svo heim. Það
var ekki þannig að áhorfendur legðu
leikmenn í cinelti mcð háðsglósum
og púunum. Ef þeir voru þá ekki í
liði andstæðinganna vill segja.
Mér er sérstaklega minnisstæður
leikur sem fór fram á milli ÍBÍ og
ÍBV á þessum tíma. Bæði liðin voru
þá í annarri deild og í toppbarátt-
unni. Er skemmst frá því að segja að
ÍBV rasskellti ísfirðingana svoleiðis
að menn klöppuðu hvítklæddu
drengjunum lof í lófa er þeir hurfu af
leikvelli. Mig rámar í að þeir hafi
unnið með 4 eða 6 rnarka mun. Ég
spurði annað hvort Óla eða Ásgeir
Sigurvinsson eftir leikinn hvernig á
því stæði að þeir væru í 2. deild, liðið
var svo miklu betra en önnur lið.
Hann bara brosti og yppti öxlum.
Núna get ég ímyndað mér hvernig
spjallið var sumarið áður er þeir féllu
í aðra deild. Ég var jafn viss um það
og ég er nú, að sá þrýstingur sem á
leikmönnum var frá stuðnings-
mönnunum hefur haft í för með sér
að þeir spiluðu ekki sína bestu knatt-
spyrnu.
Hér er við hæfi að enda með
annarri skilgreiningu á leikmanni
hjá ÍBV: Þetta er unglingsræfill um
tvítugt sem hefur þroska á við aldur
og ekki meir en það. Honum þykir
gaman að spila fótbolta, svo gaman
að það kemst lítið annað að í
kollinum á honum. Hann er keppnis-
maður og getur tekið gagnrýni þegar
við á. Ef illa gengur á hann erfitt mcð
að einbeita sér og það gengur enn
ver ef „stuðningsmennirnir" halda
uppi stöðugum hnútuköstum, þá
spilar hann einnig undir getu.
Til að hnýta þennan kafla upp:
Það er einhversstaðar brotinn hlekk-
ur ef leikmaður ÍBV sem jafnframt
hefur reynslu af atvinnumennsku í
fótbolta veit ekkert verra en heitustu
„stuðningsmenn ÍBV".
Það hafa margirgóðir menn brotn-
að af því að vera undir smásjá
stöðugt og lengi - jafnvel þó þeir hafi
haft aldur og þroska til að bera í mun
meira mæli en reynslulausir íþrótta-
kappar í fótbolta.
Aff blaðaskrifum og
annarrl umffjöllun
Að ekki sé allt með felldu hjá
liðinu knáa hefur ekki farið fram hjá
neinum er les Fréttir nokkuð reglu-
bundið. Að vandamálið ekki er ein-
skorðað við liðið hefur einnig verið
nokkuð Ijóst.
Persónulega kom mér nokkuð á
óvart er „Bommi" og knattspyrnuráð
ÍBV biðjast afsökunar á einhverjum
óhróðri sem nefndi „Bommi" hafði
skrifað í Leikskrá ÍBV í garð Hóls-
ara. Geta mennirnir ekki drukkið
sitt eigið brugg?
Viðtalið við Tómas Inga bendir
einnig til þess að ekki er allt með
felldu á milli stuðningsmannanna og
lcikaranna. Viðtalið við Sigurlás
Þorlcifsson bendirenn frekartil þess
að svo er málið.
Reyndar fannst mér Lási koma vel
út úr þessu viðtali, hann rakti sín
sjónarmið og rökstuddi þau ágæt-
lega. Honum hefur verið falið að
fylgja þessu liði, þjálfa það og sjá um
að það endi eins ofarlega og hægt er
í deildinni. Til þess hefur hann
greinilega þokkalegan mannskap.
En hvorki hann né leikmennirnir
hafa gert ráð fyrir því að þurfa
nánast á sálfræðingi að halda til að
koma sér í gegn um árekstrana við
„stuðningsmennina".
Grímur, vinur minn íhaldið,
Gíslason einn af viðræðumönnum
Lása er síðan í skiljanlegri fýlu í
næsta blaði þar sem Lási dró eitthvað
í land í útvarpinu. Skilur Grímur
ekkert í því að þjálfarinn noti ekki
tækifærið til að ná upp stemmning-
unni á ný.
Hvernig er þetta ciginlega? Þola
ekki hólsarar og aðrir jafn lyntir að
talað sé til þeirra á sam.a máli og þeir
nota sjálfir. Hér væri Biblíutilvitnun
við hæfi en ég hcld að menn skilji
hvar skellur í tönnum.
Stemmningunni er ekkert mál að
redda ef allir leggja sig fram og gcra
sitt BESTA.
ó Gunnar Kári Magnússon.
Að fréttamaður útvarps skilji ekki
spurningarnar sem beint var til Lása
undirstrikar enn frekar sérstöðuna
sem fótboltinn í Vestmannaeyjum
hefur miðað við önnur byggðalög.
Talið samon
Hér, í því sem að hcimskir menn
kalla vandamálaríkinu Svíþjóð, er
sá háttur hafður á hjá nokkrum
félögum að leikmenn og stuðnings-
menn hittast oft og einatt að loknum
leik í húsi stuðningsmanna eða ann-
ars staðar og þar er farið yfir leikinn,
spáð, spjallað og spekúlerað. Þar
gefst öllum færi á að vTðra sínar
skoðanir og fá svar við spurningum
sínum.
Væri þetta ekki eitthvað fyrir ÍBV
að taka upp? Er ekki tímabært að
menn hætti sérfræðingalátunum úti í
bæ þegar greinilegt er að þau er í
þann mund að kollkeyra liðinu ein
og sér?
Með von um að úr rætist.
Áfram ÍBV.
Smá-
auglýsingar
Trillubátur til sölu
Sævar í Gröf VE 31 er til sölu.
Upplýsingar gefur Gunnar Ólafs-
son Vestmannabraut 10.
Tapað
Svört peysa með rauðu munstri
tapaðist á Húkkaraballinu. Ef ein-
hver hefur hana í fórum sínum,
vinsamlegast hafðu samband í
Kósý.
Frá Leikfélagi Vestmannaeyja
Sá sem fékk lánaðan magnarann
okkar í vor upp í Leikhúsi, vin-
samlega skili honum eða hafi
samband við Ólöfu í síma 11619
eða Sigurgeir í síma 11045.
Til sölu
Til sölu IBM PC XT með 10MB
hörðum diski og 5.25 diskdrifi.
Upplýsingar ÍS 11761.
Bíll til sölu
Til sölu er'Subaru árgerð 1987.
ATH! Skipti, ódýrari eða bein
sala (skuldabréf).
Upplýsingar í 0 12405.
Dagmamma
Get bætt við mig börnum hálfan
eða allan daginn.
Upplýsingar gefur Kolbrún i síma
11037, Skólavegi 8.
Til sölu
Casio hljómborð til sölu. Lítið
notað, gott verð.
Á sama stað er til sölu barna- og
unglingarúm með skúffum undir
og göngugrind og leikgrind.
Upplýsingar í 0 11306.
Kettlingar
Svartir og hvítir kettlingar fást
gefins.
Upplýsingar í H® 13017 og VS
12747 (Maja).
Til sölu
Fallegt og vandað 180 m" einbýl-
ishús að Miðstræti 25.
Upplýsingar í 0 12346.
Til sölu
Notuð þvottavél til sölu. Selst á
góðu verði.
Upplýsingar í 0 12837.
Til sölu
Furu borðstofuborð og 6 stólar til
sölu. Selst ódýrt.
Upplýsingar i 0 12626.
Til sölu
Simo barnakerra og Britax bíla-
stóll til sölu.
Upplýsingar í 0 12005.
Skilaðu söginni!
Sá sem fékk lánaða hjá mér
Makita hjólsögina er vinsamleg-
ast beðinn um að skila henni
strax.
Kalli Bigga Jóh.
Barnapössun
Tek börn i pössun hálfan eða
allan daginn frá mánudegi til
laugardags.
Upplýsingar gefur Ftagnheiður í
0 12832.
Ibúð óskast
Óska eftir 3ja-4ra herbergja íbúð
á leigu. Leiguskipti á einbýlishúsi
í Grindavík koma til greina.
Upplýsingar í 0 92-68674.
Kettlingar
10 vikna kettlingar fást gefins.
Upplýsingar í 0 13049.
Daggæsla
Tökum að okkur börn í gæslu
allan daginn eða hálfan daginn.
Sér íbúð, lokaður garður á góð-
um stað í bænum. Höfum leyfi.
Lóa og Guðný
Boðaslóð 20 0 12903 eða
12636
Gautaborg 10. ágú.st
Gunnar Kári Magnússon
V/SA
raðgreiðslur
ÚTSALA: 10-35% afsláttur
af öllum reiöhjólum
10% afsláttur af öllum aukahlutum.
20% afsláttur af hjólabrettum og hjólaskautum.
Verður haldin n.k. laugardag 31. ág. frá kl. 10-16 á Flötum 27
ATH! Aðeins þennan eina dag!
Bifreiðaverkstæði Vestmannaeyja hf.
Flötum 27 ® 12782 & 12958
Hústil sölu
Efri hæðin í þessu húsi, sem er rúmlega fokheld er til
sölu. 120 fermetrar, 4ra herbergja. Alveg sér og lóð líka
sem er að mestu klár.
Upplýsingargefur Gylfi í síma 12836 og 12360.