Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 29.08.1991, Blaðsíða 8

Fréttir - Eyjafréttir - 29.08.1991, Blaðsíða 8
Fimmtudaginn 29. ágúst 1991 - FRÉTTIR Krakkar! Fimleikar Nú hefjum viö vetrarstarfiö af fullum krafti og mánudag- inn 9. september er öllum krökkum sem áhuga hafa, boöiö á æfingu í íþróttahúsinu kl. 5. Innritun stendur yfir. Fyrir börn fædd 1986 og eldri. Stína © 11617 - Svana © 12165 - Sigga © 12337.y Fimleikafélagið Rán ATVINNA Starfsmaöur óskast í móttöku einnota umbúöa. Þarf að geta hafið störf ekki seinna en 1. október. Upplýsingar gefur verslunarstjóri í síma 12386. TIMBURSALAN Hjúkrunarfræðing vantar til starfa sem fyrst á dvalar heimili aldraðra Hraunbúðir. Allar frekar upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri í síma 11915. Starfskraft vantar í ræstingar og aðstoö í borðstofu. Breytilegur vinnutími. Upplýsingargefurforstööukona í síma 11915. Breyting á gjaldskrá Dagvistarstofnana Frá 1. september tekur gjaldskrá Dagvistarstofnana eftirfarandi breytingum: Dagheimili, almennt gjald.......kr. 13.230,- forgangur.....................kr. 8,205,- Leikskóli, almennt gjald..................kr. 6.255,- forgangur........................kr. 4.615,- Félagsmálaráð Frá Grunnskólum Vestm. Skólabyrjun haustiö 1991. Mánudagur 2. sept. Kl. 09:00 Kennarafundir í Barnaskólaog Hamarsskóla Kl. 10:00 Kennarafundur í Gagnfræðaskóla. Þriðjudagur 3. sept. 10. bekkir kl. 13:00 í skólann viö Heiðarveg 7.-9. bekkir kl. 10:00 í Barnaskóla/Hamarsskóla. 4.-6. bekkirkl. 10:30 í Barnaskóla/Hamarsskóla. 2.-3. bekkir kl. 13:00 í Barnaskóla/Hamarsskóla. 1. bekkirkl. 13:30 í Barnaskóla/Hamarsskóla. SKÓLASTJÓRAR íbúð óskast Óska eftir 4ra herbergja íbúð til leigu sem fyrst fyrir bæjarsjóö. Upptýsingar gefur Páll Einarsson í síma 11088. SKRIFSTOFUTÆKNI i Vestmannaeyjum Skrifstofutækni er markvisst nám þar sem þú lærir tölvugreinar og viðskiptagreinar í skemmtilegum félagsskap. Sérstök áhersla er lögð á notkun tölva í atvinnulífinu. Námio tekur 16 vikur og að því loknu útskrifast nemendur sem skrifstofutæknar. Vandað nám og námsgögn sem hafa verið að þróast síðastliðin 5 ár. Reyndir leiðbeinendur. Einn um tölvu. Skuldabrefalán allt að tveimur árum. Staðgreiðsluverð kr 119.000.- Hringdu til okkar í suna 687590 og fáðu sendan bækling. Kennsla í Vestmannaeyjiim hefst laugardaginn 14. sept k!.13:00. Ama Borg ritari forstjóra á Hrafnistu: Ég hafði áhnga á að lynnast og læra að noia PC-tSvur í^cibreytni skrif- stofutækninnar réði því að ég settist á skólabekk hjá Tðlvu- skóla Reykjavfkur og svo kist mér ljómandi vel á skólann. Námið var alh hið gagnlegasta og mjðg gaman að setjast aftur á >iVð1alý>Hf Skrifstofutækni Tölva- skóla Reykjavíknr er stutt hagnýtt nám sem ég hafði weði gagn og gaman a£ Það sem kom mér einna mest á óvari var hvað það er skemmtilegt að læra á töivur Hópurmn var líka mjog samstilltur og skemmtilegur Tölvuskóll Revkjavíkur Boráaríöni 28 S:687590 Minning: Sveinn Pétursson F. 30.09.1973 — D. 03.08.1991 Nú hefur ástkær bróðir minn kvatt þetta líf og það eina sem við eigum eftir er minningin um hann. Því miður fengum við ekki að njóta nærveru hans nema tæp 18 ár en hann mun lifa í hjörtum okkar og minningu að eilífu. Fallega brosið hans og glaðlega góða hjartað er mér minnisstæðast. Svenni var alltaf afar þakklátur fyrir allt sem gert var fyrir hann og var líka alltaf tilbúinn til að hjálpa til ef með þurfti, nema að mála. Hann sagðist vilja gera allt annað en að mála, frekar lá hann á fjórum fótum í tvo daga og plokkaði upp pikkfast- ann gólfdúk. Svenni var duglegur til vinnu og var vel liðinn meðal fólks. Hann átti marga vini og kunningja, hann var yfirleitt mjög glaðlyndur en gat líka verið mjög þrjóskur og breytti snögg- lega um skap en þessum galla gleymdi maður fljótt því hann hafði svo marga kosti. Hann var mjög þrifalegur og herbergið hans var alltaf hreint og fínt. hann hjálpaði til við heimilisstörfin. skúraði. ryksug- aði og þurrkaði af. Ég minnist þess að undanfarin þrjú ár hefur hann verið einn heima yfir Þjóðhátíð og alltaf er ég kíkti við heima var allt í röð og reglu, ekki eitt skítugt glas og þvottavélin í gangi að þvo Þjóðhátíðargallann hans. Ég hálf skammaðist mín því það var ekki eins fínt hjá mér á Pjóðhátíð. Svenni hafði þægilegt viðmót og það var bæði gott og gaman að tala við hann. sérstaklega ef við vorum bara tvö yftr kaffibolla en við náðum mjög vel saman þrátt fyrir að hann væri 5 árum yngri en ég. Svenni tók oft eftir smá breyting- urn sem enginn annar tók eftir. T.d. sagði hann „varst þú að klippa á þér toppinn. varst þú að kaupa þér nýja peysu eða flottar eldhúsgardínur. varst þú að sauma þær" o.s.fr.v. Svenni var ekki mikið gefinn fvrir áfengi. Hann byrjaði seint að drekka miðað við félaga sína og neytti þess yfirleitt í hófi. Hann sagðist skemmta sér jafnvel edrú. þó ekki væri hann alger bindindismaður. Petta gladdi mig alltaf og ég var stolt af honum. Auðvitað eigum við aldrei eftir að sætta okkur við að missa hann og fjölskyldan. vinir. kunningjar eiga erfiða tíma framundan. tími spurn- inga, vangaveltna. sorgar og eftir- sjáar en við erum ennþá 5 systkinin eftir á misjöfnum aldri frá 2.-23. ára og við höfum foreldra okkar. hvort annað og fjölskvldur okkar til að lifa fyrir og standa saman í sorginni. Sveiínl átti erfitt síðustu mánuðina þótt fáir tækju eftir því og eina huggun okkar er að honum líði örugglega betur þar sem hann er núna og við trúum því og treystum að Guð gefi honum eilíft líf og að hann sé sáttur við hlutskipti sitt núna. Guð geymi þig elsku Svenni minn og styrki okkur öll á þessum erfiðu tímum. Hans elsta systir María Pétursdóttir

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.