Fréttir - Eyjafréttir - 29.08.1991, Blaðsíða 2
Fímmtudaginn 29. ágúst 1991 - FRÉTTIR
Þungt hljóð i útgerð-
armönnum wegno
skertra afflaheimilda
- Rekstrargrundvellí kippt undan rekstri margra báta?
Það er þungt hljóð í útgerðar-
mönnum hér eftir að þeir fengu í
hendurnar aflahlutdeild sína næstu
tólf mánuðina. Af samtölum við þá
má ráða að um verulegan samdrátt
er að ræða, mun meiri en þeir gerðu
ráð fyrir og eru aflaheimildir álíka
næstu tólf mánuði og þær eru á átta
mánaða tímabilinu sem rennur sitt
skeið á enda um mánaðamótin
næstu.
Einn útgerðarmaður lét hafa eftir
sér að oft hefði útlitið verið dökkt en
aldrei eins og nú. „Ég veit ekki
hvernig við förum að hjá mínu fyrir-
tæki. Það hefur verið nógu mikið
bras að láta enda ná saman, en nú
sýnist mér að megi boða til útfarar-
innar. Við erum að fá það sama í
tonnum fyrir næstu tólf mánuði og
við fengum fyrir síðustu átta,“ sagði
þessi útgerðarmaður sem talar fyrir
munn margra.
Hilmar Rósmundsson formaður
Útvegsbændafélags Vestmannaeyja
sagði að félagsmenn væru heldur
óhressir með úthlutunina. „Ég sé
ekki betur en að skerðingin sé á
bilinu 20 til 30% og flestir sem koma
til mín eru með svipað næstu tólf
mánuði og þeir voru með fyrir átta
mánuðina," sagði Hilmar. Hann
sagði að skerðing á þorskafla hefði
ekki komið mönnum á óvart. „En að
ýsan skuli skert um 33% kemur
okkur í opna skjöldu því aldrei hefur
verið minnst á að skerða veiðar á
henni.“
Hilmar telur að hluta skýringar-
innar sé að leita í því að sjávarútvegs-
ráðuneytið miðar við óslægðan fisk
þegar það gefur upp heildaraflamark
en úthlutun miðist við slægðan fisk.
„En ég skil ekki þetta hringl og
hvaða tilgangi það þjónar veit ég
ekki nema að það sé til að blekkja
• Hilmar Rósmundsson.
okkur." Tók hann þorskinn sem
dæmi. Leyfilegt er að veiða 250
þúsund tonn af þorski en af
úthlutun báta hér má ráða að 200
þúsund tónnum sé skipt niður á
flotann sem er eðlilcgt ef um slægðan
fisk er að ræða. „Við höfum leitað
skýringa á þessu en ekki fengið,"
sagði Hilmar.
Hagsmunaaðilar höfðu orð sjávar-
útvegsráðherra fyrir því að ýsuaflinn
yrði óbreyttur, 50 þúsund tonn, en
gerðu þá ráð fyrir að 8 þúsund tonna
viðbótin fengi að halda sér, en nú er
komið í Ijós að svo er ekki og nú
veröa menn að sætta sig við 50
þúsund tonn af ýsu næsta árið í stað
58 eins og menn héldu, en fyrstu átta
mánuði þessa árs mátti veiða 48
þúsund tonn með viðbótinni. Eyja-
Blaðið hefur undir höndum til-
kynningu frá sjávarútvegsráðuneyt-
inu um aflamark Eyjabáts fyrir tíma-
bilið 1. september 1991 til 31. ágúst
1992. Við samanburð á aflamarki
sama báts fyrstu átta mánuði þessa
árs kemur í Ijós að munurinn er lítill
þó næsta tímabil sé 50% lengra.
Lítill munur er á þorski á þessum
tveimur tímabilum, um 143 tonn
bæði tímabilin sem er um þriðjungs
samdráttur en ætti að vera tæplega.
fjórðungur. Ýsukvóti yfirstandandi
tímabils er 195 tonn en á að vera rúm
í samanburðarkönnun á vegum
Neytendafélags Suðurlands á verði
68 vörutegunda í kaupfélögum K.Á.
á Suðurlandi, kom í Ijós að matvöru-
verslunin Betri bónus í Eyjum var
ódýrasta kaupfélagsbúðin á Suður-
landi.
Blaðið hefur þessa könnun undir
höndum og þar sést að af þeim 44
vörutegundum sem til voru í verslun-
inni þegar könnunin varð gerð þann
23. ágúst sl., var Betri bónus með
lægsta verðið á 20 vörutegundum og
bátar veiddu 13.500 tonn af 60 þús-
und tonnum af ýsu á síðasta ári, eða
um 20%, þannig að miklu skiptir
fyrir Vestmannaeyjar að einhver
leiðrétting fáist.
Þessi skerðing á hcildaraflamarki
er mikið áfall fyrir þjóðarbúið og
fyrir stað eins og Vestmannaeyjar,
sem byggir allt sitt á sjávarfangi, er
um stóráfall að ræða. í fréttatilkynn-
ingu frá sjávarútvegsráðuneytinu
segir að verömæti botnfisksafla
minnki um 10-12% sem þýði sjö til
átta milljarða samdrátt í útflutnings-
tekjum. Nú lætur nærri að hlutur
Vestmannaeyinga sé um 10% af
útflutningsverðmæti sjávarafurða
þannig að þessi skerðing þýðir tæp-
lega 800 milljónir króna í töpuðum
útflutningstekjum fyrir byggðarlag-
ið.
206 tonn næstu tólf mánuði, þrátt
fyrir að gert sé ráð fyrir óbreyttum
heildarafla. Ufsakvóti verður rúm
106 tonn en er 94 tonn á fyrstu átta
mánuðum þessa árs. Karfakvótinn
er rúm 16 tonn cn verður rúm 29
tonn næsta ár sem er eðlilegt þar sem
gert er ráð fyrir óbreyttum karfaafla.
Þessi bátur mátti veiða tæp 24 tonn
af skarkola fram til mánaðarmóta en
hann fær að veiða 37,5 tonn næstu
tólf mánuði.
Þetta aflamark miðast við slægðan
fisk nema karfa.
yrði of langt mál að telja þær allar
upp hér.
Kaupfélagið Goðahrauni kom
einnig ágætlega út úr þessari verð-
könnun. Verslunin var með lægsta
verð á 6 vörutegundum, á Nesquick
Kakómalt (400 g), Libby's tómat-
sósu, Campells sveppasúpu, Pepsi
Cola 33 cl dós, Hreinol og Johnson
barnasjampó. Aftur á móti var versl-
unin með hæsta verð á fimm vöruteg-
undum, svínakótilettum, kjötfarsi.
Léttu og laggóðu. Léttu sólblóma og
Toro piparsósu.
Poemi um qflamqrk eins báts:
Er svipað á tólf
mánuðum og átta
Samanburðarkönnun K.Á. á Suðurlandi:
Betri bónus ódýrust
• Hljómsveitin Skid Row.
Hvalreki ffyrír þungarokksunnentiur í Eyjum:
Skid Row á tvennum tón-
leikum i Laugardalshöll
Þungarokksunnendur í Vest-
mannaeyjum og á íslandi hafa fengið
mikið fyrir sinn snúð síðustu misseri.
Enn hafa þeir ástæðu til að kætast
því bandaríska hljómsveitin Skid
Row kcmur hingað til lands í næstu
viku og efnir til tvennra tónleika í
Laugardalshöllinni dagana 6. og 7.
september. Islcnska stórhljómsveit-
in GCD „hitar upp“ á báðum tón-
leikunum.
Orðrómur er á kreiki þess efnis að
Axl Rose, söngvari hljómsveitarinn-
ar Guns'n'Roses komi hingað til
lands í slagtogi með Skid Row og
taki jafnvel lagið á öðrum tónleikum.
Ferill Skid Row hefur verið með
ólíkindum. Sveitin sendi fyrir tveim-
ur árum frá sér frumraun sína, Youth
Gone Wild. Tvö laga þeirrar plötu
náðu hátt á vinsældalista austan hafs
og vestan hafs, titillagið og lagið 18
and Life. Platan seldist í milljónum
eintaka.
Skid Row sendi fyrir skömmu frá
sér nýja breiðskífu, Slave To The
Grind. Hún fór rakleitt í 1. sæti
bandaríska breiðskífulistans í fyrstu
viku. Það afrek hefur ekki verið
leikið af nokkurri annarri hljóm-
sveit. Nýja platan hefur þegar náð
milljónum eintökum í sölu vestan-
hafs og selst enn grimmt.
Miðasala á tónleikana er þegar
hafin víða um land og er forsala
aðgöngumiða í Eyjum í versluninni
Adam og Evu. Verð aðgöngumiða
er kr. 3.500 en þeir sem kaupa miða
sína í síðasta lagi 30. ágúst fá 500 kr.
afslátt af miðaverði.
ÁRNAÐ HEILLA
Ingibjörg Marínósdóttir er eins
árs í dag. 29, ágúst. Innilegar
hamingjuóskir með afmælið litla
frænka.
Fríða og Ágúst
i
Hunangsflugca
Harpa Kolbeinsdóttir kom að máli
við blaðið um daginn með krukku
sem hafði að geyma heldur ófrýnilegt
kvikindi sem sést hér á mvndinni til
hliðar.
Þarna er á ferð ansi stór hunangs-
fluga sem fannst í sólhúsinu hjá Birgi
lögregluþjóni á Illugagötunni. Flug-
an sem er tæpir þrír sentimetrar á
lengd er hættulaus en getur þó
stungið illa.
Uppi varð fótur og fit í sólhúsinu
þegar tilvist hunangsflugunnar upp-
götvaðist en Birgi tókst að góma
hana í krukkuna.
Eftir því sem næst verður komist
er þetta með stærri flugum sem hér
hafa sést en hunangsflugur eru mjög
sjaldséður gestur á þessum slóðum.
Ódýrir bílaleigubílar f útlöndum
Loksins getum við boðið íslendingum Budget bílaleigubíla frá 3600 skrifstofum í 140 löndum
Einnig bíla á Islandi Gullfoss bílaleiga sf.
á hagkvæmum kjörum. Færum þér bílinn á flugvöllinn. Dalvegi 20 Kópavogi s 91-641255