Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1992, Blaðsíða 2

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1992, Blaðsíða 2
■ Fimmtudaginn 10. desember 1992 Fjöldi gesta heimsótti Sparísjóðinn síðastliðinn laugardag, til að minnast afmælisins. Spqrisjódurinn: 0 Amar Sigurmundsson formaður stjómar Sparisjóðsins rakti sögu hans í stuttu máli. Viðbyggingin er upp á þrjár hæðir, samtals 478 fm. og eru húsið þá orðið 1045 fm. Á 1. hæð er afgreiðslusalur á skjalageymslur, á 2. hæð eru skrif- stofur sparisjóðsstjóra, skrifstofu- stjóra, biðstofa viðskiptamanna, fundarherbergi, veðdeild og verð- bréfaviðskipti, tölvuherbergi, kaffi- stofa og snyrting. Þriðja hæðin er leigð Endurskoðun Sig. Stefánssonar hf. Húsakynni Sparisjóðsins eru í dag mjög glæsileg, afgreiðslusalur bæði bjartur og smekklega innréttaður og er það til mikillar hagræðingar fyrir starfsfólk og viðskiptavini. Á 2. hæð- inni eru rúmgóðar og bjartar skrif- stofur og er öllu mjög haganlega fyrirkomið og allur er frágangur til mikillar fyrirmyndar. • Frumherjarnir Guðni Grímsson og Einar Guðmundsson, hann hann klippti á borðann að nýja afgreiðslusalnum. Enn sannar Björgvinsbeltlð gildi sitt: Bjorgaði stúlku sem datt milli bóta ó Siglufirði Minnist 50 órn afmœlis síns -og tekur í notkun nýtt og gloesilegt húsnœdi. Benedikt Ragnarsson, sparisjóðs- stjóri, rakti í sinni ræðu sinni sögu Sparisjóðsins sem í dag er orðin öflug lánstofnun, með innlan upp á rúman milljarð og eigið fé hátt í 200 milljónir. Einnig kom Benedikt inn á byggingasögu Sparisjóðsins og gang mála við framkvæmdir viðbygg- inarinnar. Ákvörðun um um stækkun hús- næðisins var tekin 31. júlí 1990. Páll Zóphoníasson, byggingatækni- fræðingur teiknaði húsið og hafði eftirlit með framkvæmdum. Um uppsteypu, frágang utanhúss og lóð- ar sáu Gylfi Sigurðsson og Hreiðar Hermannsson. Um tréverk sá Tré- verk hf. raflagnir Þórarinn Sigurðs- son í Geisla og hans menn, pípulagn- ir Grétar Þórarinsson, múrverk Ólaf- ur Sveinbjörnsson og félagar, máln- ingu Huginn.Sveinbjörnsson og Gísli Kristinsson og gólfefnalagnir Þor- varður Þorvaldsson. Fimmtudagurinn var stór dagur í sögu Sparisjóðsins, en þann dag var tekið í notkun viðbygging við hús- næði sjóðsins um leið og þess var minnst að 50 ár eru liðin frá því samþykktir Sparisjóðs Vestmanna- eyja voru samþy kktar af Stjórnarráði íslands. Það kom í hlut Einars Guðmunds- sonar og Guðna Grímssonar að klippa á borða við dyr afgreiðslusalar Sparisjóðsins á fimmtudagsmorgun- inn. Þeir voru meðal 30 ábyrgðar- manna Sparisjóðsins þegar hann var stofnaður. Um kvöldið var eldri borgurum boðið á kvikmyndasýningu í Félags- heimilinu þar sem sýndar voru gaml- ar Vestmannreyjamyndir. Á laugardaginn var starfsfólki, iðnaðarmönnum og fleirum boðið til veislu í húsakynnum jparisjóðsins. Arnar Sigurmundsson, formaður stjórnar Sparisjóðsins, rakti við það tækifæri sögu sjóðsins. Sérstaklega minntist hann frumherjanna sem af stórhug en litlum efnum lögðu út í það stórvirki að stofna Sparisjóð í Vestmannaeyjum. Á þeim grunni byggir Sparisjóðurinn í dag. Áhöfnin á Gullbergi VE bjargaði stúlku sem féll milli skipa í höfninni á Siglufirði á aðfararnótt síðasta fimmtudags. Tilviljun réði því að einn úr áhöfn Gullbergs sá þegar stúlkan datt. Brást hann hárrétt við, kallaði eftir aðstoð og liðu innan við þrjár mínútur þar til stúlkan var komin inn fyrír borðstokkinn aftur. Pálmi Magnússon, stýrimaður á Gullbergi, sagði í samtali við FRÉTTIR að atvikið hefði átt sér stað rétt fyrir klukkan fjögur um nóttina. Veður var vont, frost og snjókoma og talsverð hreyfing í höfninni. Margir loðnubátar lágu inni á Siglufirði og var Gullberg þriðji bátur frá bryggju og lá Háberg GK utan á. „Við sátum nokkrir í borðsalnum og vorum að spila. Einn okkar nennti því ekki lengur og fór upp í brú til að fá sér frískt loft áður en hann færi í koju. Sá hann þá að par var á leiðinni í land úr Háberg- inu. Hann var á leiðinni niður aftur þegar hann sá hvar stelpan dettur niður á milli okkar og Hábergsins," sagði Pálmi. Pálmi sagði að maðurinn hefði brugðist hárrétt við. „Hann kallaði stray til okkar og sagði hvað gerst • Bragi I. Ólafsson, forseti bæjarstjórnar koma færandi hendi og afhenti hafði. Viðrukum uppogáleiðinni út Sparísjóðnum gjöf frá Vestmannaeyjabæ. Við henni tók Benedikt Ragnars- 8relP ®8 með mér Björgvinsbeltið. son, Sparisjóðsstjóri. við sáum strax stelpuna í sjónum og strákurinn sem var með henni var í stiga sem er utan á Háberginu, en hann náði ekki niður að sjólínu þannig að hann hafði engin tök á að ná til hennar." Stúlkan var orðin köld í sjónum og skelfd að sögn Pálma, sem kasfaði til hennar Björgvinsbeltinu. „Hún greip í beltið en missti takið um leið og við byrjuðum að hífa. í næstu tilraun áttaði hún sig og smeygði lykkjunni yfir sig og gekk þá greið- lega að hífa hana upp.“ Stúlkan var orðin mjög köld en hresstist fljótt eftir aðhlynningu. „Ég er sannfærður um að önnur björgun- artæki hefðu ekki komið að notum við þessar aðstæður. Það var, það þröngt að ekki hefði þýtt að nota björgunarhring og ég efast um að stelpan hefði haft rænu á að flækja sig í Markúsarnetinu, eins og þarf til að það komi að noturn." Má segja að Björgvinsbeltið hafi komið að tvöföldum notum því einn úr áhöfn Gullbergs notaði hylkið utan af beltinu til að halda bátunum í sundur. Björgunin gekk bæði fljótt og vel og þakkar Pálmi það fyrst og fremst Björgvinsbeltinu. „Það voru örugg- lega ekki nema rúmar tvær mínútur sem stelpan var í sjónum. Því um leið og við rukum upp úr borðsalnum 0 Björgvin Sigurjónsson með Björg- vinsbeltið góða, sem mörgum mannslífum hefur bjargað. var myndbandstæki sett í gang og það sýndi að sex mínútur voru liðnar þegar við komum niður aftur,“ sagði Pálmi Magnússon stýrimaður á Gull- bergi VE að lokum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.