Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1992, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1992, Blaðsíða 14
Fimmtudaginn 10. desember 1992 Málverkasýning Bjama Ólafs Magnússonar verður opnuð í Akógeshúsinu laugardaginn 12. desember kl. 14:00 og eru allir hjartan- lega velkomnir. Sýningin stendur yfir frá 12. des. - 20. des. og verður opin sem hér segin Laugardaga og sunnudaga 14-22. Mánudag lokað Þriðjudag til föstudags 17 - 22. Vonast til að sjá ykkur sem flest. Bjami ólafur ÁRSHÁTÍÐ S j ómannafélagsins JÖTUNS verður haldin í Alþýðuhúsinu þriðjudag- inn 29. desember nk. og hefst með borð- haldi kl. 19:30. Miða- og borðapantanir á skrifstofu félagsins í síma 12700. Stjómin. VESTMANNAEYJA Skipstjóra- og stýrimannafélagiö VERÐANDI VESTMANNAEYJUM ÁRSHÁTÍÐ skipstjóra- og stýrimanna- félagsins Yerðandi og Vél- stjórafélags Vestmannaeyja verður haldin í Samkomuhúsi Vest- mannaeyja, Bíósal, laugardaginn 26. 12 1992. Forsala aðgöngutniða laugar- dagana 12. og 19. desember í Bás- um milli kl. 14 - 18 báða daga. Heitt á könnunni, kíkið inn. Stjómin. SENDIBÍLL FASTAR FERDIR MED HERJÓLFI Flyt vörur með Herjólfi: Frá Eyjum alla fimmtudaga og til Eyja alla föstudaga. Flyt vörur einnig aðra daga ef óskað er. Sæki vörur á staðinn og skila þeim beint heim á hlað. SENDIBÍLL Harðar Ingvarssonar Sími 11136 Bílasími 985 - 22136 Minninqs Ágúst Guðjónsson fæddur 16. nóvember 1940 dáinn 12. nóvember 1992 Borinn var til grafar frá Landa- kirkju í Vestmannaeyjum, laugar- daginn 28. nóvember sl., Ágúst Guðjónsson. Þar kvöddum við vinir hans, systkini og frændfólk kæran samferðamann. Gústi, en svo var hann ávallt kall- aður í hópi vina og skyldfólks, var góður og tryggur vinur sem enginn 1 gleymir sem þekkti hann best. Gústi var dagfarslega prúður maður sem alltaf var tilbúinn að hjálpa öðrum af litlum efnum. t>að er ekki hægt annað en minnast föður hans, Guð- jóns Gíslasonar. Guðjón lést á sl. ári, og var það mikið áfall fyrir Gústa. Þeir héldu saman heimili hér í bæ í áraraðir og bættu svo sannarlega hvorn annan upp. Þeir voru meira en feðgar, þeir voru vinir og félagar. Fyrir nokkru lést móðir hans í Reykjavík og var alltaf gott- sam- band á milli þeirra. 0 Það var oft glatt á hjalla á Vestur- veg 15B, þar var tekið í spil og leikið yatsý. Þar var oft tekist á um málefni líðandi stundar og hart deilt en allt í góðu. Gústi var mikill dýravinur og barnagæla. Hann hafði sínar skoðanir á hreinu og gaf ekkert eftir. Gústi talaði aldrei illa um nokk- urn mann og þótti vænt um fjöl- skyldu sína og vini, sérstaklega síð- ustu árin sem hann lifði. Þegar heils- an bilaði þótti honum vænt um heimsóknir okkar. Það var erfiður kross að bera að missa heilsuna á besta aldri og í fullu fjöri. Gústi var hér á fjölda báta og allsstaðar mikils metinn bæði sem matsveinn og há- seti. Gústi vinur minn tók heilsuleys- inu með sannri karlmennsku, en sætti sig aldrei við missi föðurs síns, sem var honum allt í þessu lífi. Við vinir hans og samferðamenn þökk- um Gústa fyrir allt það sem hann gaf okkur af sjálfum sér. Minningin lifir öllum um góðan traustan vin og félaga. Ég votta aðstandendum hans samúð mína. Far í Guðsfriði og hafðu þökk fyrir allt og allt. Steinar Ágústsson. Allý nuddari: Vöðvar - nudd Við nudd fæst maður fyrst og fremst við vöðva líkamans, en þeir svara til um 40 hundraðshluta af híildar- þyngdinni. Allar hreyfingar á líkam- anum eru framkvæmdar með sam- drætti í vöðva. Vöðvarnir éíu búnt af mjög sveigjanlegum trefj«m sem bregðast við merkjum se'm mið- taugakerfið sendir. I líkamarium eru tvær tegundir vöðva. Annars vegar eru rákóttir (viljastýrðir) vöðvar, sem hreyfa t.d. handlegi og fótleggi þegar þú ákveður að hreyfa þig. Hins vegar er sléttir vöðvar, sem ekki lúta stjórn viljans. Þeirra á meðal eru hjartavöðvinn og vöðvar meltingarfæranna. Til að dragast saman þurfa vöðvarnir orku, en hana fá þeir úr efnahvarfi glúkósa og súrefnis. Vöðvahreyfingin skilar úrgangsefnum, þar á meðal mjólk- ursýru, koltvísýringi og þvagefni. Þessi úrgangsefni eru fjarlægð með blóðrás og vessa (eitlakerfið). Ef úrgangsefnin safnast fyrir í vöðvun- um veldur það þreytu, stífni og sár- sauka. Of mikið magn mjólkursýru getur valdið krampa í vöðvanum. Nudd flýtir fyrir því að vöðvinn jafni sig með því að flýta fyrir losun úrg- angsefna og örva blóðrás tímabund- ið. Höfuðverkur og mígreni Nudd getur verið mjög gagnlegt til að losa fólk við höfuðverk og mígreni sem svo margir þjást af. Talið er að flest tilfelli höfuðverkjar stafi af breytingu á blóðþrýstingi í æðum sem liggja til heilans eða frá honum. Krepptur vöðvi þrengir að nærliggjandi æðum. Með því að losa vöðvaspennu greiðir maður fyrir blóðstreymi og linar þannig höfu- ðverkinn. Stundum er hægt að lina slæman höfuðverk með aðeins nok- kurra mínútna nuddi. Höfuðkúpan er þakin þunnu vöðvalagi. Þcssir vöðvar stífna upp þegar við eru spennt, og þaö veldur höfuðverk og kvíða. Að nudda hár- svörðinn slakar á spennu þessara vöðva og getur þannig reynst einkar árangursríkt við að uppræta kvíða og spennu. Blóðrás til hársrótanna minnkar og hárið skortir næringu þegar vöðvaþekja höfuðkúpunnar spennist. Nuddið örvar blóðrásina og getur með því móti aukið hárvöxt. Nudd getur ekki drifið upp þykkan hárvöxt á sköllóttu höfði í einu vettfangi, en það getur bætt á- stand hársins.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.