Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1992, Blaðsíða 16

Fréttir - Eyjafréttir - 10.12.1992, Blaðsíða 16
Fimmtudaginn 10. desember 1992 Wý bók eftir Þráinn Bertels.: Sigla himinfley -gerist í Vestmannaeyjum. BÓKABÚÐIN Þráinn Bertelsson áritar bók sína, „Sigla himin£ley“ í Bókabúðinni kl. 14 - 16 laugardag- inn 12^ desember nk. BÓKABÚDIN vel heppnaður Upplestur Gunnhildar Nýjasta skáldvcrk Þráins Bertels- sonar „Sigla himinfley“ er saga sem gerist í Vestmannaeyjum. Höfundur segir í formála bókarinnar að hann hafl stuðst við margar bækur og heimildir, skrifaðar sem munnlegar, og að óhjákvæmilegt væri að nefna með þakklæti, Sögu Vestmannaeyja eftir Sigfús M. Johnsen, Vestmann- aeyjar byggð og eldgos eftir Guðj- óns Ármann Eyjólfsson og Sögur og Sagnir úr Vestmannaeyjum sem Jóhann Gunnar Ólafsson safnaði. Að lokum tekur höfúndur fram: „Rétt er að taka það fram að þessi saga er skáldverk og persónur og atburðir bókarinnar eiga ekki að endurspegla raunverulegar fyrir- myndir heldur aðeins hugsýn höfundar sem einhverra hluta vegna finnst hann tengjast Vestmannaeyj- um þótt hann hafi aldrei komið á Þjóðhátíð og kunni ekki að spranga.“ Hér á eftir grípum við niður í einn kafla bókarinnar: Það átti ekki af lundapysjunni að ganga þennan dag. Fyrst lenti hún í seigfljótandi olíubrák, síðan í mann- ahöndum og flutt í náttúrugripasafn þar sem uppstoppaðir fuglar stóðu í röðum og horfðu á hana köldum gleraugum og nú var verið að baða hana upp úr volgu sápuvatni; Eyjólf- ur stakk henni að vísu ekki á kaf í vatnið heldur þvoði af henni mestu olíuna með tusku og síðan hreinsaði hann vængina hverja fjöður fyrir sig og strauk hana hreina og fuglinn var orðinn máttlaus og sinnulaus og búinn að sætta sig við hlutskipti sitt og hefði sjálfsagt fúslega tekið undir með frænda mínum honum séra Hallgrtmi þar sem hann ávarpar dauðann og segir: Kom þú sæll þá þú vilt. Eyjólfur tók mjúklega ú fuglinum og fór um hann æfðum höndum. Hann var 22 ára gamall, það er að segja Eyjólfur, einu og hálfu ári eldri en Sigurjón. Ólíkir bræður, báðir fríðir sýnum, en hvorugur þótti líkjast foreldrunum, Eyvi ljós- skolhærður, skarpleitur, jafnvel harðleitur án þess þó að líkjast móð- ur sinni því að hann hafði til að bera fínleika og fríðleika Ásgerðar ömmu sinnar sem á sínum tíma var talin fríðust stúlkna í Vestmanna- eyjum en Dúddi var hinsvegar dökk- ur á brún og brá og kunni enginn skýringu á því nema hvað mér dett- ur í hug að forfaðir hans Abraham- son gamli umferðarsali í Lófót kunni að hafa verið ekki ósvipaður honum, en það er ágiskun ein. Þrátt fyrir hörkulegt yfirbragð var Eyjólfur langt því frá að vera hörku- tól. Hann var feiminn og allra manna þægilegastur í umgengni, boðinn og búinn til greiðasemi, hóg- vær og fámáll. Aðaláhugamál hans var dýralíf í Eyjum og þá ekki síður neðansjávar en á landi því hann fékkst við köfun í tómstundum eins og áður hefur komið fram og undi vel þögn undirdjúpanna. Þeir bræð- ur störfuðu báðir hjá fyrirtækjum foreldra sinna, Dúddi sá um olíuaf- greiðsluna að mestu leyti, en Eyvi var innanbúðar og hálfgildings versl- unarstjóri í Verslunarfélagi Vest- manneyinga en það var að nafninu til hlutafélag og hafði Eyjólfur Há- konssen afi Eyva stofnað það þegar hann kom frá verslunarnámi í Hamborg' og notað sölu á ódýrum hlutabréfum bæði til að afla sér fjár- magns og viðskiptavina. Vegna nátt- úrufræðiáhuga síns vann Eyvi mikla sjálfboðavinnu á Náttúrugripasafn- inu og eyddi þar flestum frístundum sínum þegar hann var ekki að fást við köfun. Tómstundir voru þó stop- ular því að bæði Þórdís og Ragnar voru orðlögð fyrir vinnusemi og ætl- uðust til þess að synimir tækju því sem sjálfsögðum hlut að eign fylgir ábyrgð og öfugt. Þórdís tók því þess vegna ekki með jafnaðargeði þegar hún varð þess áskynja að Eyjólfur var horfinn úr versluninni og hafði skilið þar eft- ir eina stúlku við kassann sem japl- aði tyggigúmmí fullkomlega áhuga- laus um afkomu fyrirtækisins og nennti ekki einu sinni að segja Get ég aðstoðað þegar hún sá fólk hring- snúast innan um rekkana í leita að einhverju sem það vanhagaði um en gat ekki fundið. Hvar er Eyjólfur? sagði hún við stúlkuna. Stúlkan hét Drabba (Guðbjörg Dröfn Maríusdóttir frá Draumbæ rafvirkja og ljósamanns hjá Leikfé- laginu og Elínar Salomonsdóttur sem mun vera komin af Jóni Salom- onssyni sem var kaupmaður í Kúvíkum á ofanverðri 19. öld, en hann var náttúrulega tengdafaðir séra Brynjólfs á Ofanleiti verandi faðir frú Ragnheiðar). Guðbjörg Dröfn skipaði vinkonum sínum og foreldrum að kalla sig Daffý en hún var samt alltaf kölluð Drabba í Draumbæ (og eignaðist barn þegar hún var 14 ára með húnvetnskum refabónda úr Svartárdal sem var á vetrarvertíð í Eyjum og spilaði skemmtilega á kassagítar). Hún laumaði tyggigúmmíinu undir tung- una til að komast hjá löngum fyrir- lestri um kurteislega framkomu og snyrtilegt viðmót afgreiðslufólks og sagði: Þurfti að skreppa. Hvert þurfti hann að skreppa? Þórdís vildi fá nákvæmari uppíýsing- ar. D»abba hugsaði sig um stundar- korn og sagði svo: Bara. Og yppti öxlum um leið til að gera tjáningu sína skýrari og líflegri. Áttu við að þú vitir ekki hvert hann fór? spurði Þórdís. Dröbbu þótti Þórdís hafa tilhneig- ingu til að gera einfalda hluti flókna. Veit það ekki, sagði hún. Þórdísi var að því komin að spyrja stúlkuna hvort hún ætti við að hún vissi ekki hvert Eyjólfur hefði farið eða hvort hún ætti við að hún vissi ekki hvort hún vissi hvað um hann hefði orðið. En Þórdís hætti við þetta á síðustu stundu og gerði sér grein fyrir að slíkt samtal gæti leitt til mjög flókinna orðaskipta og vís- ast yrði hvorug þeirra nokkru nær á eftir, hún eða Drabba. Drabba vildi fúslega gera Þórdísi til geðs, því að þótt henni félli ekki persónuleiki Þórdísar eða fram- koma sem vinnuveitanda leit hún á hana í dagdraumum sínum sem verðandi tengdamóður og vildi gjarna vera henni til þægðar uppá fjölskyldufriðinn í framtíðinni. Skrapp bar, sagði hún og bætti svo við: Augnablik. Drabba lét sig oft dreyma um Eyjólf. Hann var kurteis og hlýlegur og umfram allt hafði hann falleg augu og fínlegan og sætan rass, mjóan og stæltan, en ekki kúlulaga eða lafandi og kjötmikinn eins og skvapholda kjötfjöllin sem ultu um eins og þeir væru með ístru á rass- gatinu og seildust eftir henni á böll- um og káfuðu uppundir hana eða krömdu hana að sér með saltkets- rauðum lúkunum og fingurnir voru eins og bjúgu og heiðgulir af tóbaks- reyk angandi af svitafýlu og vodka og billegum rakspíra meðan þeir þóttust vera að dansa og stöppuðu ofan á fótunum á henni dofnir af drykkju og í engum takti við neitt nema sinn eigin losta. Hvað útlit og framkomu varðaði stóðust þessir gaurar engan samanburð við Eyjólf, en á hinn bóginn varð Drabba að viðurkenna fyrir sjálfri sér að Eyjólfur var ekki eins spennandi og hinir, ekki eins hættulegur, ekki eins ágengur, ekki eins fyndinn, ekki eins uppátektarsamur, jafnvel frek- ÞRÁINN BERTELSSON SIGLA HIMINFLEY ar leiðinlegur og ekkert hægt að tala við hann nema um veðrið og svo- leiðis eins og hann væri tíu árum eldri en hún. En augun, maður, hendurnar, rassinn! Ef það væri bara soldið líf í honum. Vaá! Þetta var náttúrulega fjarlægur draumur og hún var ekki einu sinni búin að taka ákvörðun um hvort hún ætlaði að hjálpa honum til að rætast með því að negla Eyjólf einhvern tímann á lagernum eða að minnsta komsti koma honum til að kyssa sig í kaffistofunni, en meðan hún var að gera upp hug sinn hélt hún öllum möguleikum opnuni og mætti bæði greidd og máluð í vinnuna og hafði pilsin stutt og hamaðist við að raða vörum í efstu hillurnar þegar hún vissi að Eyjólfur var að gefa henni auga og reyndi alltaf að vera kurteis við Þórdísi þótt hana langaði oft mest til að segja henni að bíta í bor- una á sér þegar hún var eitthvað að röfla. Fór hann uppá Náttúrugripasafn? spurði Þórdís. Eða ætlaði hann bara að skreppa frá smástund. Já, ég held það, sagði Drabba. Hvort heldur þú? spurði Þórdís. Bara, sagði Drabba og var hálf- smeyk um að hún hefði talað af sér og sagt eitthvað vitlaust og móðgað Þórdísi þegar hún vildi helst gera henni til hæfis og nú var hún orðin reið og rixaði útúr búðinni og dok- aði við í dyrunum og horfði ásök- unaraugum á Dröbbu. Hvað á ég að þurfa að biðja þig oft um að vera ekki jórtrandi þegar þú ert í vinnunni? Út er komin bók eftir Helga Hall- varðsson, skipherra hjá Landhelgis- gæslunni, sem ber heitið „f kröpp- um sjó“. Bókin er gefin út af Erni og Örlygi og er minningarbrot Helga. Bókin segir frá eftirminnilegustu atburðum í lífi Helga og skipa Þor- skastríðin þar stóran sess, auk fjölda annarra atburða. f eftirfarandi kafla sem við birtum úr bókinni lýsir Helgi samskiptum sínum við Vest- mannaeyinga hér fyrr á árum. Um þessar mundir skiptu varð- skipin með sér verkum á þann hátt að á sumrum meðan síld veiddist voru Ægir og Sæbjörg skipunum til aðstoðar fyrir Norðurlandi, en á vetrum sá Ægir um netasvæði Vest- mannaeyinga og varði þau fyrir togurum. Faxaborgin var fyrir Vest- fjörðum. Óðinn hafði hins vegar svæðið frá Eyjum að Langanesi að annast allt árið. Þá var landhelgin ekki nema þrjár mílur og hún var ekki miðuð við beina línu milli ystu nesja eins og nú, heldur var alltaf mælt út frá strönd. Varðskipin urðu því að fylgjast með hverju fram fór inni á fjörðum og flóum. En þótt landhelgin væri ekki stærri en þetta þóttust sjómenn þá sem síðar vissir um fiskinn væri hvergi að finna nema innan línunnar. Því voru það ekki miklar ýkjur þegar menn sögðu að skipin, bæði innlend og erlend, væru stundum að toga uppi í kálgörðum. Gunnhildur Hrólfsdóttir, rit- höfundur, las upp úr bók sinni, Óttinn læðist, í síðustu viku við góðar undirtektir. Gunnhildur las fyrst fyrir nemend- ur 5., 6. og 7 bekki Barnaskólans í Bæjarleikhúsinu og að sögn Nönnu Þóru Áskelsdóttur, forstöðumanns Bókasafnsins, féll upplestur Gunn- hildar krökkunum vel í geð. Sögu- sviðið er Vestmannaeyjar á árunum eftir 1960, séð með augum 12 ára gamallar aðkomustúlku. Margt kem- ur henni spánskt fyrir sjónir, vatns- leysið, sjórinn í sundlauginni, súkku- laðibíllinn og Þjóðhátíðin. „Það var gaman fyrir krakkana að fá að kynn- ast aðstæðum í Vestmannaeyjum á þessum árum. Aðstæðum sem for- eldrar þeirra ólust upp við. Gunn- hildur náði athygli þeirra og heyrði ég á nokkrum barnanna að þau óska sér að fá bók Gunnhildar í jólagjöf," sagði Nanna Þóra. Síðdegis las Gunnhildur fyrir vist- menn á Hraunbúðum og um kvöldið í Safnahúsinu. „Þar var ágætlega mætt og var fólk almennt mjög Floti Vestmannaeyinga var stór og um þetta leyti héldu þeir sig einkum úti af Kötlutanga. Margir þeirra stunduðu landhelgisbrot eins og nokkurs konar íþrótt og þó ég vilii síður en svo halda því fram að Vestmannaeyingar hafi þar einir átt hlut að máli voru þeir sannarlega ekki barnanna bestir. Þótti fremd að hafa veitt sem mest innan landhelgi og að hafa skotið Landhelgisgæslunni ref fyrir rass sem oftast. Jafnframt urðu þeir vitanlega ókvæða við sem fyrir því urðu að vera gómaðir. Þar sem Óðinn var eina skipið við gæslu þama á sumrum voru menn fljótir að frétta af því er skipið fór í vélar- hreinsun og hugðu sér þá gott til glóðarinnar. Bar það þá við er skipið hélt út til gæslu að nýju að flotinn var nær allur kominn inn fyrir línu við Portlandið. Þessu varð ég síðar vitni að á Óðni með þeim ógleymanlega manni Gunnari Gíslasyni, sem ég brátt mun víkja að frekar. Gunnar stefndi þá að bátunum á fullri ferð og gaf skyttunni við fallbyssuna alltaf sömu fyrirmælin: „Ausið yfir þá eldinum!" Þar með tóku púðurskotin að gjalla hvað af tók og má segja að þetta hafi verið eins og þegar refur kemst inn í hænsnakofa. Mörgum tókst að vísu að forða sér í tíma en alltaf tókst að handsama einhverja. Satt að segja var ekki svo ýkja mikið í húfi þótt menn væru teknir. ánægt og margir upplifðu gömlu góðu dagana. Og þó bókin sé ætluð unglingum er hún ekki síðri skemmt- un fyrir þá eldri, ekki síst Vest- mannaeyinga sem geta þekkt sumar persónurnar í bókinni," sagði Nanna Þóra að endingu. Mörgum voru gefnar upp sakir á hátíðisdögum og aðrir gátu afplánað sektina á þann hátt að leigja bátinn Landhelgisgæslunni einhvern tiltek- inn tíma. Gjarna fylgdi áhöfnin með en maður frá Gæslunni hafði skip- stjórn á hendi. En þótt við yrðum iðulega varir við skip innan línu þýddi ekki að koma með skip fyrir dómara nema menn hefðu staðið þau beinlínis að verki innan línunnar og það var ekki alltaf hægðarleikur fyrir Óðin sem ekki gekk nema tíu til ellefu mílur væri vélin keyrð til hins ýtrasta. Var því reynt að beita ýmsum brögðum, eins og að læðast þétt uppi með landinu eða koma undan sól af hafi. Það var meira að segja brugðið á það ráð að setja upp segl til þess að dulbúast. í ofanálag var talsvert um að njósnað væri um varðskipin. Það var gömul venja víða um land og hafði þekkst meðan dönsku varðskipin sáu um landhelgisgæsluna. Mun menn reka minni til að Halldór Laxness lætur Pétur karlinn Þríhross annast slíka upplýsingaþjónustu fyrir út- lenda veiðiþjófa í skáldsögunni Heimsljósi. Því notuðu varðskipin talstöðina sem minnst, en þá voru ekki sérstakar bylgjur fyrir skipin. Landhelgisgæslan var heldur ekki orðin sérstök stofnun er þetta var, heldur var hún aðeins deild í Skipaútgerð ríkisins. Því var mörgu enn mjög ábótavant. Eins og ég sagði voru menn ekki alls kostar hressir með það er þeir voru teknir í landhelgi og fengum við varðskipsmenn að heyra það undir ýmsum kringumstæðum að við vær- um að leggja bátana í einelti, senni- lega af tómri illgimi. I kröppum sjó -ný bók eftir Helga Hallvarðss.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.