Fréttir - Eyjafréttir


Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1993, Page 2

Fréttir - Eyjafréttir - 09.09.1993, Page 2
I Fimmtudagurinn 9. september 1993 Björgunarfclag Vestmannaeyja: Eignast öflugan björgunarbát Björgunarbáturinn Þór siglir inn í höfnina í Vestmannaeyjum. Á mínútinni fjögur síðdegis á sunnudaginn renndi björgunar- báturinn Þór í fyrsta skipti inn í höfnina hér. Báturinn, sem er í eigu Björgunarfélags Vestmanna- eyja, kemur í stað tveggja minni báta sem félagið átti fyrir. Bátnum var siglt frá Noregi með viðkomu á Hjaltlandseyjum, Færeyjum og Hornafirði. Rcyndist báturinn mjög vel og var meðalhraði rúmar 20 mílur þrátt fyrir brælu á hluta lciðarinnar. Á bryggjunni var saman kominn hópur fólks til að fagna nýja björgunarskipinu. Bjarni Sighvats- son, formaður Björgunarfélagsins, bauð áhöfn og skip velkomið og Októavía Andersen, formaður slysavarnadeildarinnar Eykyndils, gaf bátnum nafnið I»ór. Er hann skírður í höfuðið á fyrsta björg- unar- og varðskipi sem Islendingar eignuðust. Var það Björgunarfélag Vestmannacyja sem keypti fyrsta I>ór, árið 1920. Síðast fór séra Bjarni Karlsson mcð bæn og óskaði björgunarbátnum I»ór Guðsblessunar. Fimm manna áhöfn sigldi bátnum heim og var Elías Jensson skipstjóri. Elías var mjög ánægður meö bátinn eftirheimferðina og hann heföi fylli- lega staðiö undir væntingum. Þeir lögöu af stað frá Ulstervik, litlum bæ rétt utan við Alasund, á hádegi á fimmtudag. Fyrsti viðkomustaður var Leirvík á Hjaltlandseyjum, þar sem þeir stoppuðu í fjóra tíma og hvíldu sig fyrir siglinguna á opnu Atlantshafinu. Þaðan var haldið til Þórshafnar í Færeyjum. Bæði í Norðursjónum og á leiðinni til Færeyja var talsverð bræla en Elías sagði að báturinn hefði reynst í alla staði vel. „Þegar við fórum frá Shetlandseyjum lentum við í norð- vestan 6 vindstigum, 4 til 5 metra ölduhæð og kröppum sjó, þá var lítið hægt að keyra en það fór ágætlega um okkur,“ sagði Elías. Frá Færeyjum var haldið í blíð- skaparveðri til Homafjarðar þar sem tekin var olía og ekki var síður gott veður þaðan til Vestmannaeyja. Þangað voru þeir komnir um klukkan 4 um morguninn en urðu að bíða í tólf tíma við Bjamarey því móttöku- athöfn var ákveðin klukkan 4 síð- degis. „Það fór ágætlega um okkur alla leiðina og ég get ekki sagt annað en að ég er sannfærður um að Þór á eftir að reynast vel. Auðvitaö hefur báturinn sín takmörk og þarf þjálfun til að stjóma honum en Norð- mennimir sýndu okkur að ekki er meira mál að stjórna honum en bíl.“ Björgurnarbáturinn Þór er 14,6 metra langur, 4 metrar á breidd og ristir rúman meter. Tvær 480 ha. vélar eru í bátnum og er hann knúinn áfram af vatnsþrýstikrafti. Siglinga- tæki eru frá Koden, GPS-stöð, dýptarmælir, radar og miðunarstöð. „Þetta eru mjög góð tæki og full- nægjandi fyrir bátinn. Um bátinn er þaó að segja, að hann er mjög vand- aður. Honum var breytt nokkuð fyrir okkar aðstæður, m.a. var hval- bakurinn lækkaður til að fá betra útsýni og hurð var sett aftan á stýris- húsið. Þegar við höfum látið byggja fyrir okkur báta áður, höfum við látið breyta því sem pkkur fannst betur mega fara og hafa framleiðendumir þá venjulega tekió þær breytingar upp og notað í framleiðslu sína.“ I stýrishúsinu eru þrjú sæti með dempurum og ólum sem em ætluð á- höfninni og aftur í em sæti fyrir 12 til 15 manns. „En það komast fleiri fyrir ef því er að skipta og ég held aó við gætum hæglega tekið áhöfn af heilum frystitogara um borð ef því er að skipta. Þór á eftir að gjörbreyta björ- gunar- og hjálparstarfi okkar á sjó. An aukaeldsneytis er hægt aó fara 300 mílur og því minnsta mál að fara t.d. austur að Ingólfshöfða ef því er að skipta," sagði Elías Jensson að lokum. Áhöfn Þórs, Guðni, Reynir, Guðmundur, Eggert og Elías. Bjarni Sighvatsson formaður: Auknir björgunar- möguleikar „Með tilkomu björgunar- bátsins Þórs gjörbreytist öll starfsemi félagsins til hins betra. Við eigum miklu meiri möguleika í björgunum á sjó í víðasta skilningi, getum farið lengra og í verri veðrum og gert meira. „I>á skiptir miklu máli fyrir okkur að Þór cykur öryggi áhafnarinnar, seni er lykilatriði,“ sagði Bjarni Sighvatsson, formaöur Björg- unarfélagsins við FRÉTTIR. Björgunarfélagiðefndi til hug- myndasamkeppni um nafn á nýja björgunarbátinn. Margar tillögur bámst og var Þór ein þeirra. „Okkur hafði ekki dottió Þórs- nafnið í hug en fannst hugmyndin góð. Nafnið Þór tengist sögu Björgunarfélagsins. Það var stofnað árið 1918 og tveimur árum seinna, árið 1920, keypti það björgunar- og varð- skipið Þór sem var fyrsta varðskip Islendinga." Seinna komst Þór í eigu Landhelgisgæslunnar og átti hún nafnið. „Við leituðum til Landhelgisgæslunnar að fá að nota nafnið og var það auðsótt mál og nú er Þór kominn heim á ný,“ sagði Bjami. Hingað kominn kostar Þór lið- lega 33 milljónir króna. „Auðvitað er þetta há upphæð fyrir ekki stærra félag en við lögðum tvo báta sem viö áttum upp í kaupverðið. Við skuldum 14 milljónir í bátnum en við tókum lán sem við ætlum að borga upp á sjö árum með eigin vinnu og hugsanlega góðum stuðningi góðra manna hér í bæ,“ sagði Bjami að lokum. A FIMMTUDEGI Mætt til leiks á ný Það hefur orðið að samkomulagi, nú er hausta tekur, að undirritaður taki að sér pistla- skrif í FRÉTTUM, líkt og var vetur leið. Ekki lofar skrifari því þó að hann verði hverja viku með pistil, vera kann að eitt og eitt blað detti út og trúlega bættur skaðinn. En hann er semsagt mættur til leiks að nýju. September er skólamánuður. Ekkert ein- kennir þennan haustmánuð meira cn skólalífið sem hefst á nýjan leik að loknu löngu sumar- leyfi. Breytingar verða gjaman í atvinnulífinu vegna þessa, fjöldi fólks hverfur af vinnu- markaði til náms og því þætti mönnum ekki óeðlilegt að drægi úr atvinnuleysi. Það á þó eftir að koma á daginn hvort svo verður. Vandi Stýrimannaskólans Flestir skólar í Vestmannaeyjum taka í haust á móti svipuðum fjölda nemenda og verið hefur undanfarin ár. Þó er þar á ein undan- tekning, Stýrimannaskólinn, sem hér hefur starfað af krafti í bráðum 30 ár, mátti þakka fyrir að halda lífi nú í haust. I fyrsta skipti í sögu skólans er I. stig ekki starfandi, einungis II. stig og nemendafjöldinn aðeins sex manns. Er það svipur hjá sjón þegar litið er til undan- genginna ára þegar algengt var að um eða yfir 30 manns væru við nám í skólanum í báðum stigum. Menn hljóta að spyrja sig hvað valdi þegar slíkur samdráttur verður á skólastigi sem á að þjónusta aðalatvinnuveg byggðarlagsins og raunar allrar þjóðarinnar. Og skýringin felst ekki í einu einstöku atriði, heldur koma margir þættir til. I fyrsta lagi hafa óvenjustórir ár- gangar útskrifast hin síðustu ár frá stýri- mannaskólunum í landinu. Ástæðu þess má rekja til þess að til stóð um tíma að að lengja námið verulega og því sóttu fleiri um inngöngu þá til að hafa lokið náminu áður en sú lenging skylli á. í öðru lagi er sífellt verið að fækka skipum í flotanum, þaó kemur niður á ráðningarmálum skipstjómarmanna sem margir hverjir vinna á dekki þótt með full rétt- indi séu. Um þessar mundir má segja að offramboð sé á markaðnum af réttinda- mönnum vegna þess hve stöðugildum hefur fækkað. I þriðja lagi hafa kjör til sjós versnað, bæði vegna samdráttar í veiðum og vegna lægra fiskverðs. Hvort tveggja veldur því að ungir menn hugsa sig tvisvar um áður en þeir ákveða að gera sjómennsku að lífsstarfi. og setjast á bekk til skipstjómamáms. Og þá má ekki gleyma því að fyrir fimm ámm var stofn- aður nýr stýrimannaskóli á Dalvík, til viðbótar við skólann hér og í Reykjavík. Síðan hafa Norðlendingar ekki sótt um skólavist hér í Eyjum af skiljanlegum ástæðum en vom áður fjölmennir í nemendahópnum. Allir þessir þættir sameiginlega valda því að dregið hefur úr aðsókn hér. Það er kaldhæðnis- legt að loksins þegar þegar skólinn hér er orðinn jafnoki skólans í Reykjavík að tækja- kosti, skuli við liggja að hann leggist af. Og þá var það einnig kaldhæðnislegt að lesa í FRÉTTUM nú fyrir skömmu að hætta væri á því að skólinn hér legði upp laupana og síóan í sama tölublaði að til stæði að koma hér á stofn útibúi frá Háskólanum í sjávarútvegsfræðum. Þótt slík stofnun sé góó og gild, þá hyggur skrifari að þeir séu fleiri sem frekar vildu hafa hér stýrimannaskóla áfram. En til þess að skóli geti starfað, verða nemendur að vera fyrir hendi. Og ef til vill bíður skólans í Eyjum hið sama og varð uppi á teningnum með húsmæðraskólana á sínum tíma. Þeir lögðust af vegna nemendaskorts. Forráðamenn skólans hafa sagt að í vetur sé ætlunin að halda sjó og leita síðan lags á næsta ári. Vonandi verða skilyrði þá öll betri. Það yrði sjónarsviptir að skólanum hér ef hann legðist endanlega af. Sigurg. Jónsson.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.