Skessuhorn


Skessuhorn - 12.03.2008, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 12.03.2008, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 12. MARS Bún að ar sam tök Vest ur lands, Rann sókn ar mið stöð um sam fé­ lags og efna hags mál (RSE), Stofn­ un Árna Magn ús son ar og Snorra­ stofa stóðu fyr ir mál þingi um þjóð­ lendu mál og eign ar rétt sl. laug­ ar dag í Reyk holts kirkju. Góð að­ sókn var að mál þing inu, sér stak lega af hálfu heima manna enda stytt ist óðum í að máls með ferð ó byggða­ nefnd ar í Mýra­ og Borg ar fjarð ar­ sýslu hefj ist. Mál þing inu var skipt í þrjá hluta. Fyrst var fjall að um eign ar rétt í sögu legu ljósi, síð an þjóð lendulög in og eign ar rétt inn og að síð ustu voru pall borðsum ræð­ ur með full trú um stjórn mála flokk­ anna. Land náma fals rit Í fyrsta hlut an um fjöll uð þeir Svein björn Rafns son pró fess or við HÍ og Ein ar B. Pét urs son pró fess­ or við Árna stofn un um rann sókn­ ir sín ar á sagn fræði leg um gögn­ um. Svein björn fjall aði um Land­ námu, til urð henn ar og gildi sem heim ild ar. Urðu marg ir undr andi á orð um hans er hann varp aði fram þeirri skoð un sinni að Land náma væri fals rit sem hann tel ur ekki rit­ aða í þeim til gangi er kem ur fram í henni sjálfri. Einnig megi sjá á upp setn ingu og orða fari rits ins að um marga höf unda sé að ræða, rit­ un henn ar hafi ver ið stýrt með ein­ hverj um hætti og með til komu Land námu hafi Ís lend ing um ver­ ið sett upp haf. Svein björn vakti at­ hygli á því hversu mik il á hersla hafi ver ið lögð á að allt land ið hafi ver­ ið numið á Land náms öld og tel­ ur á stæðu þess geta ver ið að Land­ náma hafi ver ið rit uð sem varn ar­ rit gegn eign ar til kalli norska kon­ ungs valds ins. Í lok máls síns fjall­ aði Svein björn um eign ar hald á af­ rétt um út frá sjón ar hóli sagn fræð­ inga og sótti rök sín í hin ar fornu lög bæk ur, Grá gás og Jóns bók. Al­ menn inga hefðu fjórð ungs menn átt sam an en þeir voru land eig end ur í hverj um fjórð ungi. Kirkju eign ir Ein ar G. Pét urs son fjall aði mjög ýt ar lega um kirkju eign á fjall lendi og hvern ig kirkj urn ar eign uð ust eins mikl ar eign ir og raun varð sem eink um var til að standa und­ ir rekstri þeirra sem frá upp hafi var kostn að ar sam ur. Al gengt var að af­ rétt ir væru í eign kirkna og tel ur Ein ar að um beina eign hafi ver ið að ræða, ekki í taks rétt indi sem er rétt ur til sum ar beit ar sauð fjár. Tel­ ur hann mál dag ana hafa ó tví rætt heim il da gildi um kirkju eign ir, sér­ stak lega þá sem lög tekn ir voru með kon ungs bréfi um miðja 18. öld. Ein ar var spurð ur að því í um ræð­ um hvort eðl is mun ur væri á eign­ um kirkna á af rétt um ann ars veg ar og eyj um hins veg ar og tel ur hann svo ekki vera og ekki séð af sögu­ leg um gögn um að þess ar eign ir hefðu mis mun andi stöðu. Lög um þjóð lend ur Í öðr um hluta mál þings ins leit­ að ist Frið björn Garð ars son við að svara spurn ing unni hvort dóms­ stól ar hefðu breytt inn taki eign ar­ rétt ar á landi á síð ari hluta 20. ald ar. Hann bar sam an nið ur stöð ur dóm­ stóla í mál um allt frá 1855 og fram til nú tím ans og taldi að eldri dóm­ ar styddu bein an eign ar rétt á af rétt­ ar lönd um. Að mati Frið björns urðu straum hvörf í túlk un Hæsta rétt ar á inn taki eign ar rétt ar á af rétt um í svoköll uðu Land manna af rétt ar máli árið 1955 sem mætti rekja til rit­ gerð ar Bjarna Jóns son ar frá Vogi um eign ar rétt yfir vatni. Í henni kem ur í fyrsta sinn fram sú til gáta að í af­ rétt ar eign felist að eins ó bein eign­ ar rétt indi og í áð ur nefnd um dómi Hæsta rétt ar var sú til gáta stað fest. Í kjöl far dóms ins gerði ís lenska rík ið eign ar til kall til Land manna af rétt­ ar og dæmdi Hæsti rétt ur í því máli árið 1981. Var nið ur staða dóms ins á þá leið að ís lenska ríki hefði ekki sýnt fram á að það hefði eign ast um rætt land við stofn un alls herj ar­ rík is hér á landi og lög þjóð veld is­ Mál þing um þjóð lendu mál í Reyk holti Kannski þverpóli tísk sam staða um að breyta þjóð lendulög un um ald ar styðji ekki þá skoð un né önn­ ur gögn frá því rétt ar sögu tíma bili. Einnig kom fram að skráð ar rétt­ ar regl ur um stöðu af rétta væru af skor um skammti. Þessi nið ur staða varð með al ann ars til þess að sett voru lög hér á landi um þjóð lend ur sem tóku af all an vafa um rétt rík is­ ins til land svæða sem ekki voru háð einka eign ar rétti. Rík ið mun una nið ur­ stöðu ó byggða nefnd ar Ó laf ur Björns son hrl. fjall aði um fram kvæmd laga um þjóð lend ur á Ís landi. Mik ið hef ur ver ið deilt á fram kvæmd lag anna og hún ekki sögð í sam ræmi við hug mynd ir sem al þing is menn höfðu við setn ingu þeirra. Mest hef ur ver ið deilt á til­ kall rík is ins til land svæða sem eru inn an þing lýstra eign ar landa og þá ríku sönn un ar byrði sem lögð er á land eig end ur. Ó laf ur gerði einnig grein fyr ir nið ur stöð um í þjóð­ lendu mál um, ann ars veg ar fyr ir ó byggða nefnd og hins veg ar fyr­ ir dóm stól um en í 15 af 19 til vik­ um hef ur Hæsti rétt ur stað fest úr­ skurð ó byggða nefnd ar. Í þrem ur til vik um hef ur Hæsti rétt ur snú ið úr skurði ó byggða nefnd ar um eign­ ar land í þjóð lendu og jafn oft snú ið úr skurði ó byggða nefnd ar um þjóð­ lendu í eigna land. Fjór um mál um hef ur ver ið vís að til Mann rétt inda­ dóms stóls Evr ópu og bíða þau úr­ lausn ar hans. Ó laf ur fór í lok in yfir breytt verk lag fjár mála ráð herra í þjó lendu mál um en nú ver andi ráð­ herra hef ur gef ið til kynna að rík­ ið muni una nið ur stöð um ó byggða­ nefnd ar nema í und an tekn ing ar til­ fell um. Mann rétt inda­ dómstóllinn Dav íð Þór Björg vins son dóm­ ari við Mann rétt inda dóm stól Evr­ ópu lýsti sjón ar mið um dóm stóls­ ins hvað varð ar þau eign ar rétt ar­ mál sem fyr ir hon um hafa ver ið flutt. Hann rakti þær for send ur sem dóm stóll inn lít ur til við máls með­ ferð sína. Það er eink um hug leið­ ing ar um hvort eign ar rétt ur hafi ver ið skert ur, hvort skerð ing in feli í sér eign ar nám eða tak mörk un á notk un og hvort skerð ing in feli í sér brot á frið helgi eign ar rétt ar ins eins og hann er skil greind ur í 1. grein fyrsta samn ings við auka Mann rétt­ inda sátt mála Evr ópu. Ef nið ur stað­ an er að um skerð ingu sé að ræða sem geti falið í sér brot á um ræddu á kvæði þá er far ið í nán ari skoð un á því. Með al ann ars er at hug að hvort hún sé rétt mæt, hvort hún styðj­ ist við laga heim ild, hvort al manna­ hags mun ir liggi þar að baki og að lok um hvort með al hófs sé gætt við skerð ingu um ræddra rétt inda. Mun að ar laus ustu lög Ís lands sög unn ar Síð asti hluti mál þings ins voru pall borðsum ræð ur með full trú um allra stjórn mála flokka. Héldu þeir hver um sig stutta fram sögu um mál efn ið og lýstu ým ist sín um sjón­ ar mið um eða flokks ins. Flest ir úr þess um hópi virt ust vera sam mála um að harð ar hefði ver ið geng­ ið fram við fram kvæmd lag anna en al þing is menn hefðu gert sér grein fyr ir við setn ingu þeirra en all ir flokk ar studdu lög in á sín um tíma. Lúð vík Berg vins son og Val gerð ur Sverr is dótt ur sem sátu bæði á Al­ þingi þeg ar lög in voru sam þykkt töldu að aldrei hefði ver ið ætl un­ in að gera kröf ur inn an þing lýstra landa merkja. Féllu orð um að lög in hlytu að vera ein mun að ar laus asta lög gjöf Ís lands sög unn ar þar sem eng inn þeirra stjórn mála manna sem pall borð ið sátu var sátt ur við fram kvæmd lag anna. Var því fyr­ ir spurn beint til þeirra stjórn mála­ manna er fund inn sátu hvort þeir myndu standa að breyt ingu á lög­ un um um þjóð lend ur í þá veru að ekki væri gert til kall til lands inn an þing lýstra landa merkja af hálfu rík­ is ins og dreg ið væri úr þeim miklu sönn un ar kröf um sem lagð ar væru á land eig end ur. Virt ist þverpóli­ tísk sam staða af hálfu pall borðs ins að það kæmi til greina. Sönn un ar­ kröf ur á hend ur land eig end um hafa ver ið þung ar og finnst mörg um sem öf ugt sé stað ið að þeg ar eig andi þarf að sanna eign sína og sá sem á sælist hana þurfi ekki að sanna neitt. Sér­ stak lega er þetta erfitt þeg ar heim­ ild ir voru munn leg ar á Ís landi lengi fram an af og það sem til var á papp­ ír hafi varð veist illa sök um lé legra húsa kynna fyrr á tíð. Verst þyk ir mönn um að Hæsti­ rétt ur ger ir kröfu um þessi gögn, þótt vit að sé að þau eru ekki til. Sig urð ur Kári Krist jáns son, al þing­ is mað ur lýsti þeirri skoð un sinni að rík ið ætti að koma þjóð lend um í einka eign land eig anda að nýju og taldi þá mun hæf ari en rík is vald ið til að fara með slík ar eign ir en aðr­ ir frum málend ur töldu flest ir að þjóð lend ur myndu verða í rík is­ eign og ekki stæði til að selja þær að nokkru leyti. bgk vann upp úr fund ar gerð þió/ Ljósm. Björn Hún bogi Sveins son Rún ar á Þver felli, Har ald ur for mað ur Bænda sam taka Ís lands og Jón á Lundi ræddu sam an yfir kaffi boll um. Mál þing ið var hald ið í Reyk holts kirkju og var vel sótt, eink um af heima mönn um. Óð inn Sig þórs son, sem skipu lagði mál þing­ ið, er hér á leið inni úr ræðu stóli. Snorri Jó hann es son bóndi á Auga stöð­ um á spjalli við Val gerði Sverr is dótt ur al þing is mann. Ó laf ur Jes Krist ó fers son bóndi í Kalm­ ans tungu og Ó laf ur Magn ús son bóndi á Gil sbakka létu sig ekki vanta á mál­ þing ið.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.