Skessuhorn


Skessuhorn - 03.03.2010, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 03.03.2010, Blaðsíða 5
Blaðið verður prentað í 25.000 eintökum og mun það liggja frammi á öllum upplýsingamiðstöðvum og fjölförnum áningarstöðum ferðafólks á Vesturlandi, aðkomuleiðum þangað og víðar. Dreifing þess hefur verið afar góð og blaðið víðlesið, enda hefur það öðlast sess sem helsta uppflettirit ferðamanna um Vesturland. Ferðablaðið mun áfram birta góðar upplýsingar og staðarlýsingar fyrir ferðafólk um Vesturland ásamt fjölda fallegra mynda af svæðinu. Meðal efnis er þjónustuskrá fyrirtækja, viðburðaskrá sumarsins, héraðslýsingar fyrir Borgarfjörð, Dali, Snæfellsnes og Hvalfjarðarsveit ásamt Akranesi, Borgarnesi og öðrum stærstu þéttbýlissvæðum á Vesturlandi. Í blaðinu er einnig að finna ábendingar um aðra áhugaverða viðkomustaði og viðburði sem vert er að sækja. Blaðið er litprentað í A5 broti og verður um 120 blaðsíður. VESTURLAN D 2010 Útgefandi: S kessuhorn - Fréttaveita Vesturland s Sími: 433 5 500 - www. skessuhorn .is Ferðablaðið Vesturland 2010 kemur út 1. maí. Ve tu r á V es tu rla nd i En gl ish V er sio n Pa ge 1 00 -1 10 ferðablaðið Ferðablaðið Vesturland 2010 Tíu ára reynsla – góð dreifing – ánægðir viðskiptavinir Hnitmiðuð markaðssetning Meðal nýjunga: English Version og Vetur á Vesturlandi English Version og vetur á Vesturlandi Ýmsar nýjungar verða í þessu blaði frá fyrri útgáfum. Meðal annars verða þjónustuaðilar sem nýta sér það auðkenndir á kortum innan síns svæðis með númeri, þannig að auðvelt sé að finna staðsetningu þeirra út frá þjónustuskrá, umfjöllun eða auglýsingu. Þá verður að þessu sinni 10 síðna kafli um helstu ferðamannasvæði Vesturlands á ensku. Kaflinn verður vel merktur á forsíðu og mun það auka auglýsingagildi blaðsins mikið þar sem það mun einnig gagnast erlendu ferðafólki á svæðinu. Ferðaþjónustufyrirtækjum gefst nú kostur á að kynna sérstaklega möguleika í ferðaþjónustu að vetri. Vetur á Vesturlandi verður einnig merktur inn á forsíðu blaðsins og lengir endingartíma blaðsins til muna. Auglýsingasala og þjónustuskráning Panta þarf auglýsingapláss og þjónustuskráningar tímanlega eða í síðasta lagi 31. mars (miðvikudag fyrir páska). Stefnt er að útgáfunni þetta snemma þar sem fyrirhugaðar eru ferðasýningar innanlands í byrjun maí. Um sölu auglýsinga og skráningu þjónustuskrár í blaðinu sér Anna Björgvinsdóttir. Netfang hennar er anna@skessuhorn.is og sími 433-5500. Útgefandi: Skessuhorn – Fréttaveita Vesturlands, Kirkjubraut 54-56, 300 Akranesi. Sími. 4335500, www.skessuhorn.is og skessuhorn@skessuhorn.is Ritstjórn Ritstjóri Ferðablaðsins Vesturlands 2010 er Jóhanna Harðardóttir blaðamaður. Hægt er að senda henni upplýsingar um áhugavert efni á netfangið: johanna@hlesey.is eða hringja í síma 566-7326.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.