Skessuhorn - 26.05.2010, Page 7
Um er að ræða m.a:
Kröfulínu•
Veltureikning sem tekur mið af •
árstíðabundnum sveiflum í rekstri félagsins
Swift greiðslur•
Netbanka•
Endurfjármögnun núverandi, raunverulegra •
lána félagsins
Góð samskipti•
Félagið áskilur sér rétt til að hafna ákveðnum
aðilum. Lysthafendur vinsamlega hafið samband við
framkvæmdastjóra í síma 895 7638 eða á
edalfiskur@edalfiskur.is
Fyrirtækið var stofnað árið 1987 af stórhuga mönnum í
Borgarfirði sem vildu vinna afurðir úr laxi, þar sem héraðið
var þekkt af einum bestu og fallegustu laxveiðiám landsins.
Tekið var á leigu húsnæði að Sólbakka 6 og hófst starfsemi
félagsins þetta ár.
Mikið vatn hefur runnið til sjávar síðan félagið hóf starfsemi
og skipst á skin og skúrir í rekstri fyrirtækisins. Í byrjun mars árið 2004 keypti fyrirtækið Eðalfang ehf.
í eigu þriggja einstaklinga, laxvinnsluhluta Eðalfisks hf.
og tók þá nafnið Eðalfiskur. Eigendur hófu þá þegar
undirbúning að byggingu sérhannaðs húsnæðis undir
starfsemina. Þann 7. október 2005 var nýtt húsnæði að
Sólbakka 4 tekið formlega í notkun. Það er samdóma
álit fagaðila að vel hafi tekist til við hönnun og skipulag
hússins.
Framleiðsluvörum Eðalfisks hefur verið vel tekið jafnt
innanlands sem erlendis, en hlutdeild útflutnings er
hraðvaxandi vegna mikillar eftirspurnar. Vörumerki
félagsins á innanlandsmarkaði eru: „Eðalfiskur“, „Lax
er Eðalfiskur“, „Iceland Gourmet“ og „Reykás“. Meðal
erlendra vörumerkja eru: „Gem of Iceland“, „Iceland
Gourmet“ og „Iceland Supreme“.
Í dag starfa 18 starfsmenn hjá Eðalfiski, 17 í Borgarnesi og
einn í Reykjavík.
Eðalfiskur ehf óskar eftir viðskiptabanka
til að sinna bankaþjónustu.
Viðskiptabanki óskast