Skessuhorn


Skessuhorn - 18.08.2010, Blaðsíða 23

Skessuhorn - 18.08.2010, Blaðsíða 23
23MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST Auglýsing um aðalskipulag á Akranesi Á fundi bæjarstjórnar Akraness sem haldinn var þann 10. nóvember 2009 var samþykkt aðalskipulagsbreyting vegna lóðarinnar númer 5 við Vallholt. Breytingin felst m.a. í að lóðinni númer 5 við Vallholt sem er 0,2 ha athafnasvæði er breytt í íbúðasvæði með nýtingarhlutfalli að hámarki 1, þar sem byggja má fjölbýlishús á tveimur hæðum. Breytingartillagan var auglýst skv. 1. mgr. 21. gr. laga nr. 73/1997 frá 28. ágúst 2009 til 25. september 2009, frestur til að skila inn athugasemdum var til 9. október 2009. Athugasemdir bárust og hafa þær fengið þá meðferð sem skipulags- og byggingarlög mæla fyrir um og var breytingartillagan samþykkt óbreytt. Aðalskipulagsbreytingin tekur þegar gildi. Akranesi, 11. ágúst 2010. Virðingarfyllst, Þorvaldur Vestmann framkvæmdastjóri Skipulags- og umhverfisstofu Leikskólinn Klettaborg í Borgarnesi auglýsir eftir þroskaþjálfa frá 1. september 2010. Um er að ræða 68,75% stöðu, vinnutími kl. 10.00-16.00 (30 mín. matarhlé). Leikskólinn Klettaborg er 3ja deilda leikskóli fyrir börn frá 18 mánaða – 6 ára. Megináhersluatriði leikskólans eru samskipti, skapandi starf og nám án aðgreiningar. Nauðsynlegt er að umsækjendur búi yfir jákvæðni, færni í mannlegum samskiptum, frumkvæði, sjálfstæði og skipulögðum vinnubrögðum. Í samræmi við jafnréttisstefnu Borgarbyggðar eru jafnt karlar sem konur hvött til að sækja um störf hjá sveitarfélaginu. Í samræmi við lög um leikskóla nr. 90/2008 þurfa þeir sem ráðnir eru til starfa hjá leikskólum Borgarbyggðar að skila sakavottorði. Umsóknarfrestur er til 25. ágúst n.k. og þurfa umsóknir að berast til leikskólastjóra. Nánari upplýsingar veitir Steinunn Baldursdóttir leikskólastjóri í síma 437-1425 eða á netfanginu steinunn@borgarbyggd.is Þroskaþjálfa vantar í leikskólann Klettaborg Húsnæði til leigu! Borgarland ehf. hefur til leigu eftirtalið húsnæði: Í Verslunarmiðstöðinni Hyrnutorgi Borgarbraut 58-60, Borgarnesi, 48,3 fm húsnæði undir verslunar- eða þjónustustarfsemi (áður skóbúð). Á Hvanneyri Nokkur skrifstofurými í Hvanneyrarbraut 3, bæði stök, sem henta fyrir einn til tvo starfsmenn, sem og heldur stærri. Nánari upplýsingar gefur Guðsteinn Einarsson í síma 660-8240 eða í tölvupósti gein@kb.is. Borgarland ehf. • Egilsholti 1 • 310 Borgarnesi. Hjartans þakkir fyrir þann hlýhug, stuðning og vináttu sem okkur hefur verið sýnd við andlát og minningarathöfn elskulegs sonar, föður, tengdaföður, afa og bróður Sigurlaug Karlsdóttir, Ragnhildur og Ray Hamper, Siggi og Line Strandeng, Jonathan, Maria, Alexander, Jacob, Oliver, Victor, William og systkini hins látna. Kristins Líndal Hafsteinssonar, Hirtshals, Danmörku. Jón Þór ir Guð munds son er sjálf­ stætt starf andi garð yrkju fræð ing­ ur á Akra nesi. Á sumr in hef ur hann nóg að gera við vinnu í görð um og á vet urna er hann með ýmis nám­ skeið og skrif ar grein ar sam hliða starfi. Í garð in um heima hjá sér rækt ar hann hins veg ar per ur, epli, plóm ur, kirsu ber, hvít lauk, mat­ jurtir, krydd og margt, margt fleira. Garð ur inn er tóm stundagam an sem hann sinn ir í hjá verk um. Blaða mað­ ur leit við í garð in um hjá Jóni og fékk með al ann ars að smakka ým is­ legt góð gæti. Eign ast ekki barn með sjálf um sér Fjöl mörg mis mun andi epla tré prýða garð inn hans Jóns en þess má geta að epli hafa ver ið rækt uð á Ís­ landi í um hund rað ár. Fyrsta epla­ tréð var rækt að á Ak ur eyri en það er fyr ir löngu dautt. Hins veg ar er að finna mjög stór og göm ul epla­ tré í Reykja vík sem eru orð in um 50 ára göm ul en epla tré geta orð­ ið mjög stór. „Ég er að prófa mig á fram með ýmis yrki, eða teg und­ ir, af epl um og sjá hvað virk ar best á Ís landi. Til eru um sjö þús und yrki af epl um en þó eru að eins þrjú til fimm seld í búð um hér á landi. Eplin geta ver ið mjög mis mun andi á lit inn, sum eru mjög lit rík á með­ an önn ur eru dauf. Flest eru mis lit en rauði hlut inn á eplinu er sá hluti sem fær yf ir leitt sól á sig. Bragð ið er að sjálf sögðu mis mun andi líka, sum eru súr með an önn ur eru sæt ari,“ seg ir Jón en nokk ur tími var enn í að eplin verði til bú in. „Um næstu mán aða mót verða fyrstu eplin til­ bú in en þau síð ustu verða ekki til­ bú in fyrr en um miðj an októ ber. Ég hef að eins selt af eplatrjám og stefn an er að auka það. Þau tré sem ég sel veit ég að virka en margt af því sem er selt í búð um hér á landi gera það ekki. Það eru bara ein hver tré keypt inn frá Hollandi sem vaxa ekki á Ís landi. Það sem fólk hef­ ur ver ið að klikka á í sam bandi við epla trén er að kaupa sér bara eitt. Þú verð ur í raun að vera með tvö tré til að þau frjóvg ist. Það seg ir sig í raun sjálft að mað ur eign ast ekki barn með sjálf um sér,“ seg ir Jón og hlær. Eng ir græn met is þjóf ar á Skag an um „Ég hef al veg feng ið að hafa garð inn í friði,“ sagði Jón að spurð­ ur um hvort fólk stælist ekki stund­ um í garð inn hjá hon um til að smakka á öllu því góð gæti sem þar er að finna. „Ég veit af einu epli sem hef ur horf ið og eitt sinn fann ég drukkna konu ráf andi um í garð­ in um. Sú hafði bara far ið húsa­ villt en var ekki að rupla í garð in­ um. Það er þó alltaf við bú ið að eitt­ hvað þannig geti kom ið upp. Sjálf­ ur var ég oft að nappa gul rót um og róf um þeg ar ég var krakki en börn í dag eru bara inni á fés bók inni eða á net inu en ekki að væfl ast um í ein­ hverj um görð um. Hins veg ar hef­ ur kunn ingi minn fyr ir sunn an lent í því að ein hverj ir ó prút tn ir að il ar hafa ver ið að stökkva yfir girð ing­ una hjá hon um og ræna úr garð in­ um hans.“ Krakk arn ir spennt ir Jón ólst upp í Borg ar nesi en lærði garð yrkju fræði í Hvera gerði. Kona hans Katrín Snjó laugs dótt­ ir hjúkr un ar fræð ing ur er frá Akra­ nesi. „Amma henn ar Katrín ar átti hús ið sem við búum í núna. Hún var með græna fing ur og hugs­ aði alltaf vel um garð inn. Eft ir að hún dó fór garð ur inn hins veg ar í ó rækt og þeg ar við flutt um hing­ að fyr ir tíu árum náði gras ið manni upp í mitti. Ég sé bara eft ir því að hafa ekki tek ið fleiri mynd ir af því hvern ig þetta var því garð ur inn var mjög skraut leg ur,“ seg ir Jón. Sam an eiga þau hjón in þrjú börn; tvær stelp ur á aldr in um fjög urra og átta ára og einn þrett án ára strák. Á með an á við tal inu stóð kom sú yngsta, Íris, í garð inn og fékk sér síð deg issnarl; ís lensk jarð ar ber, hind ber og græn ar baun ir. Kirsu­ ber in eru þó í upp á haldi. „Krakk­ arn ir eru mjög spennt ir yfir garð in­ um en kon an skipt ir sér hins veg ar ekk ert að þessu,“ seg ir Jón að lok­ um og hlær. ákj Rækt ar græn meti og á vexti í bak garð in um Í garð in um eru einnig tvær kan ín ur. Minnst þarf að huga að þeim að sögn Jóns en þær hafa nóg að borða úr garð in um. Peru tréð er það fyrsta sem þrosk ar full burða ald in á Ís landi sem vit að er um með vissu. Að vísu eru til ó ljós ar heim ild ir um peru tré á Ak ur eyri. Hér er Jón með fjólu bláa gul rót. Þess má geta að app el sínuguli lit ur inn sem við þekkj um úr búð inni er ekki til í nátt úr unni. Gul ræt ur eru ann að hvort fjólu blá ar eða g ul hvít ar. Ekki er allt mat ar kyns í garð in um hjá Jóni, einnig rækt ar hann ýms ar gerð ir blóma sem lífga svo sann ar lega upp á um hverf ið. Enn eru nokkr ar vik ur í að þessi epli verði til bú in.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.