Skessuhorn


Skessuhorn - 18.08.2010, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 18.08.2010, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 18. ÁGÚST „Ég sótti um fyr ir rælni þeg ar aug lýst var eft ir sum ar manni með Sig urði Guð jóns syni við Bif reiða­ eft ir lit rík is ins hér á Akra nesi sum ar­ ið 1967 og var ráð inn. Síð an var ég beð inn um að vera á fram um haust­ ið og fékk svo fast ráðn ingu árið eft­ ir,“ seg ir Guð mund ur Sig urðs son sem var bif reiða eft ir lits mað ur og próf dóm ari á öku próf un um hátt í fjóra ára tugi. „Geir Bachman í Borg ar nesi var um dæm is full trúi Bif reiða eft ir­ lits rík is ins fyr ir Vest ur land og við heyrð um und ir hann. Þeg ar Geir hætti svo seinna tók ég við af hon um sem um dæm is full trúi. Við skoð uð­ um bíla á Akra nesi, í Borg ar firði, á Snæ fells nesi, í Döl um og allt norð­ ur á Strand ir. Þetta voru skemmti­ leg ár og mik il ferða lög. Að stað an til að skoða bíla var nú hvergi beis­ in þá og eina sem við höfð um var hjólatjakk ur. Bíl arn ir voru skoð að ir utan dyra, bara á möl inni og í hvaða veðri sem var. Við vor um með skrif­ stofu í Skökk inni við Akra torg ið en þar hafði Berg ur Ar in björns son ver­ ið áður sem um dæm is full trúi Bif­ reiða eft ir lits ins og síð an með Sjó­ vá og bíla um boð. Síð an færð um við okk ur upp í gömlu mjólk ur stöð ina og höfð um á gæt is að stöðu þar þótt á fram væri skoð að utan dyra. Við vor um tveir í þessu við Siggi fram an af og svo voru menn úr Borg ar nesi og Stykk is hólmi með mér.“ Þurft um að horfa fram hjá ýmsu Guð mund ur seg ir bif reiða skoð­ un ina í þá daga ekki hafa ver ið eins mark vissa og nú enda ekki hægt að skoða eins ít ar lega í því að stöðu leysi sem þá var. „Mað ur horfði auð vit að helst á ör ygg is bún að inn og at hug­ aði vel hvort stýr isend ar, spindl ar og brems ur væru í lagi. Hins veg ar var nú oft horft fram hjá ýms um smá at­ rið um,“ seg ir Guð mund ur og við ur­ kenn ir að þetta hafi ekki ver ið nein skoð un að viti. „Nei bless að ur vertu. Mað ur fékk ekki einu sinni hlífð ar­ fatn að til að vera í þótt skoð að væri í alls kon ar veðr um. Bíl arn ir voru eldri þá og marg ar drusl ur í hópn­ um. Mað ur vand aði sig við þenn­ an helsta ör ygg is bún að, eins og ég sagði áðan. Ég man hins veg ar aldrei eft ir að hafa feng ið í bak ið ein hver ó höpp eða slys sem orð ið hefðu á ný skoð uð um bíl um.“ Komdu bless að ur frændi minn Guð mund ur seg ir menn oft hafa reynt ýms ar kúnst ir til að koma bíl­ um í gegn um skoð un. „Ég man nú eft ir ein um, sem var fjar skyld­ ur mér, en ég hafði aldrei ver­ ið í neinu sam bandi við. Hann var alltaf á ein hverj um drusl um og það brást aldrei að þeg ar hann kom með bíl í skoð un á varp aði hann mig með orð un um; „ komdu bless að­ ur frændi minn.“ Þess á milli átt um við aldrei orða skipti en ef laust hef­ ur hann ætl að að liðka fyr ir skoð­ un inni með því að vera kump án­ leg ur við mig.“ Guð mund ur seg ir oft hafa ver ið erfitt fyr ir fólk að ná í vara hluti á þess um tíma. Eins hafi bara ver ið á kveðn ir skoð un ar dag­ ar á hverj um stað og fólk til sveita hafi því oft þurft að fara langa leið til að láta skoða bíl og hann varð að vera í lagi þenn an til tekna dag. „Það kom til dæm is fyr ir að menn komu í kaup stað, náðu í vara hlut­ inn sem vant aði á póst hús ið og höfðu hann svo í fram sæt inu þeg­ ar þeir komu með bíl inn til skoð­ un ar í sömu ferð. Þetta lét mað ur oft nægja ef þetta var eitt hvað sem ekki snerti helsta ör ygg is bún að. Ég fékk nú lít ið af skömm um þótt bíl ar fengju ekki skoð un. Mað ur reyndi að fara vel að mönn um.“ Stranda menn komu all ir á skoð un ar stað Guð mund ur seg ir marg ar ferð ir eft ir minni leg ar, sér stak lega minn­ ist hann ferð anna á Strand irn ar, sem varla var hægt að segja að væru í vega sam bandi fyrstu ár hans í Bif­ reiða eft ir lit inu. „Þá fór sýslu mað ur eða sýslu manns full trúi með okk ur í ferð irn ar því í leið inni voru inn­ heimt bif reiða gjöld og út varps gjöld í bíla um tíma. Í þess um ferð um var líka gert mann tal og hrepp stjór­ inn mæti á stað inn með kaskeyt­ ið í mann talið. Andr és Valdi mars­ son var sýslu mað ur á Strönd un um þá en þar var hann í 10 ár. Hann varð svo sýslu mað ur í Stykk is hólmi í önn ur 10 ár og end aði sýslu­ manns fer il inn á Sel fossi. Við Andr­ és kynnt umst vel og höf um hald­ ið sam bandi alla tíð. Þetta voru svo mik il sam skipti bif reiða eft ir­ lits manna við sýslu manns emb ætt­ in á þess um árum að mað ur kynnt­ ist mörg um hjá emb ætt un um. Þeg­ ar við kom um í Ár nes hrepp komu all ir á skoð un ar stað, hvort sem þeir áttu bíla eða ekki, því þetta þótti góð til breyt ing þarna í fá menn inu að fá þessa heim sókn. Eft ir skoð­ un ina bauð svo hrepp stjór inn yf ir­ leitt heim og svo þeg ar við kom um í Norð ur fjörð var okk ur alltaf boð­ ið í kjöt súpu áður en við fór um aft ur heim. Þetta var önd veg is fólk þarna á Strönd un um og mað ur eign að ist marga kunn ingja þarna.“ Breyt ing ar á þess um mál um voru mikl ar á þeim tíma sem Guð mund­ ur sinnti þeim. „Til dæm is bara sam­ göng urn ar. Ég var þarna fyr ir tíma Borg ar fjarð ar brú ar og það var bara ný bú ið að opna ak fær an veg norð­ ur í Ár nes hrepp á Strönd um þeg­ ar ég var að byrja í þessu. All ir vita svo hvern ig skoð un bíla hef ur breyst með til komu skoð un ar stöðv anna.“ Fékk heim il is bíl inn að láni Guð mund ur seg ir Bif reiða eft ir­ lit ið hafa lagt til bíl í fyrstu en síð­ an hafi hann ver ið á eig in bíl í þess­ um ferð um. Ým is legt gat kom ið upp á í þess um ferð um sem voru á öll­ um árs tím um. „ Þetta slapp nú yf ir­ leitt en ég man tvisvar eft ir bil un um í bíl hjá mér. Í ann að skipt ið var ég á Lödu Sport og hafði ný lega lát ið yf­ ir fara hana í Borg ar nesi, skipta um plat ín ur, kerti og fleira. Svo gerð ist það að ég var á leið vest ur á Snæ­ fells nes að bíll inn stopp aði í Stað ar­ sveit inni. Þá kom í ljós að kveikju­ ham ar inn hafði brotn að. Ég var hálf bjarg ar laus þarna og gekk heim að bæn um Böðv ars holti þarna rétt hjá og sagði frá vand ræð um mín um og að ég væri að falla á tíma með að kom ast til Ó lafs vík ur að skoða. Hús­ freyj an á bæn um sagði þetta ekk­ ert mál. Ég mætti bara taka heim­ il is bíl inn á bæn um og skila hon um aft ur þeg ar ég væri bú inn í Ó lafs­ vík. Þetta var ný leg ur bíll og ég fór á hon um. Ég gat svo orð ið mér úti um kveikju ham ar og kom ið Löd­ unni í gang aft ur. Svona var þetta oft. Það var alls stað ar hjálp legt fólk og mað ur kynnt ist mörg um á þess­ um árum. „Ég hef á byggi lega próf að þig vin an“ Í ann að skipti varð svo lít ið skraut­ legt at vik. Þá var ég á Hólma vík og það fór viftu reim í Cortin unni sem ég var á. Bif reiða eft ir lit ið ætl aði að senda mér viftu reim en það var eng­ in ferð á Hólma vík. Hins veg ar var ferð úr Reykja vík á Króks fjarð ar nes og þang að sendu þeir reim ina með flutn inga bíl en það var tals vert um­ leikis þarna í Króks fjarð ar nesi þá. Andr és sýslu mað ur skutl aði mér yfir Trölla tungu heið ina til að ná í reim ina og við náð um í hana heim til kaup fé lags stjór ans því það var búið að loka. Síð an ætl uð um við að fá okk ur eitt hvað að drekka í sjopp­ unni en þá var hún lok uð líka. Ég sagði sýslu manni að ég skildi banka upp á aft ur hjá kaup fé lags stjór an um og fá vatn á flösku hjá hon um. Þeg­ ar ég bank aði kom ung og föngu leg stúlka til dyra, svona átján til nítján ára. Ég rétti henni tóma kók flösku og bað um vatn á hana og hún kom að vörmu spori með vatn á flösk unni og fullt vatns glas að auki. Hún hef­ ur ef laust hald ið að ég væri svona ó hemju þyrst ur. Með an ég klára úr vatns glas inu horfi ég á stúlk una og fannst ég kann ast við hana. Þá datt þessi aula lega setn ing út úr mér: „Ég hef á byggi lega próf að þig ein hvern tím ann vin an.“ Stelp an horfði undr­ andi á mig og mældi mig frá toppi til táar. Hún hugs aði ef laust margt þang að til ég átt aði mig á að þessi setn ing mín gat mis skilist svo ég bætti við: „...á bíl, meina ég.“ Þá létti henni mik ið og sagði strax já og að hún hefði tek ið bíl próf hjá mér í Búð ar dal árið áður.“ Fann sig ekki í vél stjórn inni Að loknu gagn fræða prófi á Akra­ nesi fór Guð mund ur í vél virkja nám á véla verk stæði Þor geirs og Ell­ erts í slippn um. Síð an lá leið hans í Vél skól ann það an sem hann tók vél stjóra próf frá raf magns deild­ inni. „Ég fann mig aldrei al menni­ lega í vél stjóra starf inu, ég reyndi að fara eina ver tíð á sjó en var alltaf sjó veik ur svo helst hefði ver ið að fara á frakt ara eða eitt hvað slíkt og mig lang aði til þess en í stað inn var ég að vinna í landi. Við stofn­ uð um þrír Málm iðj una á Akra­ nesi, ég Bald ur Ó lafs son og Þor­ steinn Jóns son á Grund. Þetta var fyr ir tíma hita veitu og raf magns hit­ un ar hér þannig að við fram leidd­ um að al lega mið stöðv arkatla og mið stöðv arofna. Þetta gekk nokk­ uð vel í fyrstu og við seld um þetta um land allt. Við byggð um hús yfir starf sem ina á mót um Vest ur götu og Vall holts en svo kom að því að við Þor steinn dróg um okk ur út úr þessu. Næstu þrjú árin héld um við á fram að smíða mið stöðv arkatla í bíl skúrn um hjá Steina á Grund ar­ tún inu en svo var orð ið lít ið að gera í þessu og við hætt um þessu. Það var því svo lít ið milli bils á stand hjá mér þeg ar ég sótti um hjá Bif reiða­ eft ir lit inu.“ Þá var styrk ur af Guð mundi Guð mund ur þótti góð ur knatt­ spyrnu mað ur og tvisvar varð hann Ís lands meist ari með ÍA, árin 1957 og 1958, þá lið lega tví tug ur. „Ég hætti nú snemma í fót bolt an um eitt hvað um 1960, það minnk aði á hug inn hjá mér þeg ar ég fór í Vél­ skól ann en ég var síð an í fjöl mörg ár í knatt spyrnu ráð inu og þá var unn in þar mik il sjálf boða vinna eins og reynd ar í öllu er við kom fó bolt­ an um. Það voru eng ir á laun um við eitt eða neitt, hvorki leik menn né aðr ir.“ Sinn fyrsta leik með meist ara­ flokki lék Guð mund ur korn ung­ ur gegn Reykja vík ur úr vali og þótti standa sig það vel að hann var fasta­ mað ur í lið inu eft ir það. „Ég var alltaf í stöðu hægri bak varð ar og í þess um fyrsta leik kom ég inn á fyr ir Benna heit inn Vest mann. Við unn um Reykja vík ur úr val ið í þess­ um leik eins og svo oft og eft ir hann tí und aði Mogg inn getu leik manna ÍA og fór um þá lof sam leg um orð­ um. Í lok in á þess ari grein stóð svo: „..svo var styrk ur af Guð mundi.“ Þetta varð til þess að ein hverj­ ir fóru að kalla mig Gvend styrk og ég þekkt ist varla síð an und ir öðru en þessu við ur nefni nema þá kannski Gvend ur Sigga Vikk og þá af því pabbi, Sig urð ur Vig fús son, var alltaf kall að ur Siggi Vikk.“ Voru í góðu formi Guð mund ur seg ir tím ann í fót­ bolt an um hafa ver ið skemmti leg an enda hafi hann náð í rest ina á fyrstu gull ald ar ár un um. „Við ferð uð umst víða og ég fór með lið inu með­ al ann ars til Nor egs og Hollands þar sem við spil uð um í Evr ópu­ keppni við Sparta Rott er dam. Þetta voru fyrstu leik ir ís lensks fé lags­ liðs í Evr ópu keppni og við stein­ lág um fyr ir Hol lend ing un um. Mig minn ir að báð ir leik irn ir hafi far ið 5 eða 6 núll fyr ir þá en báð ir leik­ irn ir voru spil að ir ytra. Þetta var skemmti leg ur hóp ur í fót bolt an­ um og þeir réðu auð vit að lið inu þeir Rík harð ur, Þórð ur Þ. og Gaui Finn boga. Eft ir að ég hætti að spila með meist ara flokki spil aði ég tals­ Guð mund ur Sig urðs son bif reiða eft ir lits mað ur rifj ar upp liðna tíð Þá höfðu bíla skoð un ar menn bara einn hjólatjakk og skoð uðu bíl ana úti Guð mund ur Sig urðs son á heim ili sínu á Jað ars braut inni. Ís lands meist ara lið ÍA 1957. Guð mund ur er ann ar frá vinstri í fremri röð. Mynd in er tek in eft ir úr slita leik inn við Fram sem jafn- framt var vígslu leik ur Laug ar dalsvall ar ins. Ak ur nes ing ar unnu alla leiki móts ins og marka tal an eft ir sum ar ið var sú við kunn- an lega tala 14:2.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.