Skessuhorn - 16.03.2011, Qupperneq 24
24 MIÐVIKUDAGUR 16. MARS
Hvað kom þér mest á ó vart í
ferm ing ar fræðsl unni?
(Spurt á Akra nesi)
Rebekka Sif Sig urð ar dótt ir.
Ég lærði meira um Guð en
ég hélt að yrði kennt og hef ur
fund ist þetta skemmti legt.
Sig urð ur Ívar Er lends son.
Í raun kom mér ekk ert á ó vart,
var bara eins og ég átti von á.
Karen Guð munds dótt ir.
Svip að og ég bjóst við en þó
held ur meiri fræðsla ef eitt hvað
er.
Þórð ur Jós efs son.
Hvað þetta er „bor ing“
Spurningin
Í versl un inni Mod el á Akra nesi
fæst allt til þess að gefa ferm ing
ar veisl unni meiri lit, ef svo má að
orði kom ast. Þar starfar Lilja Her
manns dótt ir garð yrkju fræð ing ur
og blóma skreyt ir sem að stoð ar fólk
við allt það sem við kem ur skreyt
ing um eða býr þær til ef vilji er fyr
ir því. Hún seg ir að nóg hafi ver ið
að gera en Lilja hef ur ver ið í fag inu
síð an árið 1997.
Ferm ing ar borð in gefa
hug mynd ir
„Við höf um sett hér upp nokkr ar
gerð ir af ferm ing ar borð um til þess
að gefa fólki hug mynd ir,“ seg ir Lilja
en í versl un inni má sjá ýms ar út
færsl ur á því sem hægt væri að nota
á veislu borð. „Oft eru hug mynd ir
það eina sem skort ir þeg ar á að fara
af stað. Skreyt ing ar þurfa hvorki
að vera flókn ar né dýr ar til þess að
vera fal leg ar eins og sést á mynd
un um. Það er bara um að gera fyr ir
fólk að koma og skoða, fá leið bein
ing ar um hvað það geti gert. Við
eig um flest allt sem til þarf, bæði
kerta stjaka og skál ar, skrautsand og
blóm og reyn um að upp fylla all ar
ósk ir, hvort sem fólk vill gera eitt
hvað sjálft eða panta skreyt ingu. Ég
hef líka hvatt fólk til að skoða hvað
er til heima, hugsa notk un ar mögu
leika hluta að eins upp á nýtt og
kaupa svo það sem vant ar.“
Kross ar á kerti og
skraut leg ar serví ett ur
Mik ið var í tísku fyr ir fáum árum
að láta skrifa á kerti og serví ett ur.
Þá þjón ustu er hægt að fá í Mod
el en Lilja seg ir þó að minna sé um
þetta en áður var. „Í dag eru fleiri
sem kaupa krossa og festa á kert in
eins og sést á mynd un um. Einnig er
meira um skraut leg ar serví ett ur en
áður var. Þær eru þá ekki á letrað ar.
En eins og á vallt er þetta spurn ing
um smekk.“
Lit ir ríkj andi
Hér í eina tíð voru veislu borð í
ferm ing ar veisl um ekki mjög lit rík,
hvít ir dúk ar og lít ið um aðra liti til
að lífga upp á. Nú er öld in önn ur
og um lang an tíma hafa á kveðn
ir lit ir ver ið vin sælli en aðr ir. Þetta
árið eru stelp urn ar eink um að velja
bleika liti í ýms um tón um og fjólu
blátt. Bláu lit irn ir eru enn í gildi
fyr ir strák ana en einnig sæ grænt eða
epla grænt. „Nú eru mögu leik arn ir
orðn ir svo mikl ir,“ seg ir Lilja. „Enn
er ver ið að nota hvítu dúk ana sem
grunn en þá gjarn an sett ofan á þá
renn ing eða borða í lit. Oft í stíl við
kert in eða serví ett urn ar. Bara þetta
breyt ir borð inu tölu vert. Svo sýna
mynd irn ar hug mynd ir sem hægt
er að bæta við. Eins og setja ker ið í
gler, það er mjög vin sælt, eða blóm
í litla vasa, lif andi eða silki. Smekk
legt, lát laust en fal legt.“
Ingi björg Ein ars dótt ir býr á Bif
röst og syn ir henn ar, tví bur ar, hafa
á kveð ið að ferm ast á hvíta sunnu dag
og halda veislu af því til efni. Ingi
björg varð góð fús lega við þeirri
beiðni að deila með les end um
Skessu horns hvern ig fjöl skyld an
hefði hugs að sér ferm ing ar veisl una.
„ Fyrsta regl an er að þetta á ekki að
ná langt upp fyr ir haus á okk ur,
hvorki í kostn aði né vinnu,“ seg
ir Ingi björg í upp hafi máls. „Gæti
þó al veg náð upp í hund rað þús und
krón ur í kostn aði. Ég hef aldrei
stress að mig fyr ir fram vegna svona
og sagt við fólk, hef ur þú ein hvern
tíma ver ið í veislu þar sem allt hef
ur far ið í klessu? Og ef eitt hvað fer
úr skeið is, nú þá tek ur mað ur bara á
því. En fyr ir fram er ó þarfi að gera
ráð fyr ir hinu versta.“
Lamba kjöt ið heill in
Fjöl skyld an hef ur á kveð ið að
taka sal á leigu. Með í þeim pakka
eru dúk ar á borð og starfs kraft ur en
um matseld ina sjá þau sjálf. „Við
ættum að vera með grill að lamba
kjöt, ferskt og kart öflu sal at með,
á samt Orafjöl skyld unni og síð
an kök ur í eft ir rétt. Þar eru í dag
efst á lista svo kall að ur Dísu draum
ur og kran sa kaka úr Rice krispies.
Hvort sem það stenst svo eða ekki.
Mér finnst ekki ann að eiga við þeg
ar við erum hér í þessu borg firska
um hverfi en að vera með lamba
kjöt. Ég hef ver ið að safna í kist
una, búa í hag inn, þannig að þetta
er bara auð velt, svo leið is. Svo er
ég svo hepp in að þeg ar kem ur að
veisl um er eig in mað ur inn flott ur
og flink ur í því öllu. Ég er þar af
leið andi nokk uð stikk frí mið að við
marg ar mömm ur.“
Gott er að eiga góða að
Marg ir af þeim sem ætla að sam
gleðj ast fjöl skyld unni koma um
lang an veg. Þeim þarf að út vega
svefn pláss sem ekki er til stað ar í
lít illi nem enda í búð á Bif röst. Ingi
björg seg ir að því sé öllu búið að
bjarga. Þar komi inn vin ir á svæð
inu. „Það er ó met an legt að eiga
góða hauka í horni á alla lund.
Marg ir hafa boð ist til að að stoða
okk ur þannig að ég ber eng an kvíð
boga fyr ir þessu.“
Nýta hug mynda flug ið
og heim il is fólk
Ingi björg er á því að margt sé
hægt að gera sem kost ar lit ið, bæði
hvað varð ar borð skreyt ing ar og
ann að. Eins sé nauð syn legt að ferm
ing ar börn in séu með í und ir bún
ingn um. Dag ur inn verði bjart ari og
minn is stæð ari fyr ir vik ið. „Þeg ar
búið er í svona fögru um hverfi eins
og hér er ekki vandi að búa til eitt
hvað fal legt á borð in. Mað ur horf
ir hér á nátt úr una allt í kring og þar
birt ast hug mynd ir víða. Ég á von á
því að við setj umst nið ur, fjöl skyld
an, og föndr um eitt hvað fal legt til
að setja á borð in. Það mun bara
gefa þessu öllu meira gildi. Svo er
bara njóta dags ins, út á það geng
ur þetta allt.“
Ein falt, lát laust og fal legt
Ingi björg Ein ars dótt ir móð ir tví bura sem ætla að ferm ast á hvíta sunnu dag
í Staf holts kirkju.
Kostn að ur á ekki að fara upp yfir haus