Skessuhorn


Skessuhorn - 21.09.2011, Page 31

Skessuhorn - 21.09.2011, Page 31
31MIÐVIKUDAGUR 21. SEPTEMBER Hamar ehf. er málmiðnaðarfyrirtæki með aðsetur í Kópavogi, Sandgerði, Grundartanga, Akureyri, Eskifirði og Þórshöfn. Við leitum eftir: Stálsmiðum, vélvirkjum, rafsuðumönnum og rennismiðum á allar okkar starfsstöðvar. Starfsmaður á vélaverkstæði Upplýsingar í síma 660-3613 Umsóknir sendist á siggil@hamar.is Eitt af okkar helstu markmiðum er góður starfsandi á vinnustað og fagleg vinnubrögð. Gott vald á íslensku eða ensku er skilyrði. Samkeppnishæf laun í boði Frábær vinnustaður, skemmtilegt fólk Fullum trúnaði heitið Ath. Eldri umsóknir óskast endurnýjaðar. Safnaskáli Byggðasafnsins í Görðum á Akranesi var fullur út úr dyrum sl. þriðjudag þegar efnt var til hátíðar í tilefni útkomu bókarinnar „Ríkisfang: Ekkert,“ eftir Sigríði Víðis Jónsdóttur. Bókin fjallar um flóttakonurnar sem fluttu á Akranes haustið 2008 og ástæður þess að þær lentu á flótta. Af þessu tilefni var því einnig haldið upp á að liðlega þrjú ár eru frá komu þeirra á Akranes. Ætla má að á fjórða hundrað gesta hafi mætt á hátíðina, hlustað á upplestur, söng, horft á palestínskan debkadans og skoðað ljósmyndir og margvíslega muni frá Palestínu. Þá var boðið upp á arabískan mat sem konurnar elduðu sjálfar handa gestum og gangandi. Bókin var til sölu og seldist það upplag sem komið var með á staðinn á örskömmum tíma, eða liðlega 100 bækur. „Það var ákaflega gleðilegt að sjá allt þetta fólk á staðnum. Húsið var stappað og stemningin frábær! Og allt í einu var komin mikil biðröð fólks sem vildi kaupa bókina og fá hana áritaða,“ segir Sigríður Víðis Jónsdóttir, en hún er fædd og uppalin á Akranesi og bjó þar fram yfir tvítugt. Sigríður segir þetta verkefni hafa verið mjög spennandi og krefjandi, og þrátt fyrir að sagan sé mjög átakanleg, hafi verkefnið verið skemmtilegt. Fyrir útgáfuveisluna var sett upp ljósmyndasýning í Garðakaffi, auk þess sem til sýnis voru margvíslegir munir úr eigu kvennanna, meðal annars búningar frá Palestínu og útsaumaðir púðar. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, fyrrum utanríkisráðherra, lagði ennfremur til margvíslega hluti frá ferðalögum sínum á svæðið. Sýningin verður opin í nokkrar vikur í viðbót. Skáldsögu líkust Í upphafsorðum „Ríkisfang: ekkert,“ segir höfundurinn að bókin sé byggð á viðtölum sem tekin voru við flóttakonurnar á tímabilinu janúar 2009 til desember 2010. „Í þeim naut ég aðstoðar arabískumælandi túlks. Hvert viðtal var tveir til þrír tímar og skrifað nákvæmlega upp að því loknu. Á því tveggja og hálfs árs tímabili sem ég vann verkefnið fór ég einnig í marga tugi óformlegra heimsókna til fjölskyldnanna á Akranesi. Þá eru ónefnd öll samtölin í síma og komur þeirra suður til mín. Í mars 2009 fór ég til Íraks vegna bókarinnar og heimsótti Al Waleed­ flóttamannabúðirnar þar sem flóttakonurnar höfðust við í lengri og skemmri tíma áður en þær komu til Íslands. Í þeirri ferð dvaldi ég í þrjá mánuði í Damaskus og kynnti mér aðstæður palestínskra og íraskra flóttamanna í Sýrlandi, Jórdaníu og Líbanon,“ segir höfundurinn Sigríður Víðis Jónsdóttir m.a. þar sem hún lýsir því hvernig hún vann að gerð sögunnar, en þar aflaði hún mikilla heimilda og studdist einnig við eigin mei s taraverke fn i . Hún segir að ekki sé hægt að segja allt í einni bók, en sagan er átakanleg og ekkert undan dregið. „Ég vildi að ég gæti sagt að þessi bók væri skáldsaga. Því miður. Allir atburðir í bókinni gerðust í raun og veru.“ Neyðin í tjaldbúðunum Sagan byrjar á því að höfundurinn lýsir tjaldbúðum flóttafólksins. Með góðfúslegu leyfi Sigríðar gluggum við í upphaf þess kafla. „Hvernig er að búa í tjaldi í eyðimörk og komast hvergi í skjól undan brennandi sólinni? Hitamollan er kæfandi, hvergi skugga að fá. Sól er hátt á lofti en á samt enn eftir að rísa hærra. Getur ekkert skyggt á hana? Kannski sandstormur geti dregið ský fyrir sólu. Hann veitir þó ekki mikið skjól ­ fínn sandurinn fyllir öll vit, smýgur inn undir fötin, ofan í lungun. Kæfir þá sem húka inni í þunnum tjöldum með klút fyrir andlitinu. Og bíða. Bíða eftir að storminn lægi, bíða eftir að komast í burtu úr flóttamannabúðum í einskismannslandi. Einhver hlýtur að heyra um neyð þeirra og láta sig hana varða. Hjálparstofnanir hafa þegar allt kemur til alls ítrekað varað við lífsskilyrðum á þessum stað. Á sumrin er ljósgulur sandurinn brennheitur en yfir vetrarmánuðina skríða tjaldbúar skjálfandi undir teppi. Það er þó sama hversu mörg teppin eru, þeim hitnar ekki. Endalaus skjálftinn þreytir en það er of kalt til að ná að festa blund, kuldinn nær inn að beini. Ísköld nóttin er óralöng og virðist aldrei ætla að víkja fyrir morgunbirtunni. Hvort er betra að kafna úr hita eða frjósa úr kulda? Ég er stödd í Al Waleed­ flóttamannabúðunum í vesturhluta Íraks. Sveifla myndavélinni og veit ekki alveg hvað ég á að segja eða gera. Nýkomin úr rúmgóðri íbúð í Reykjavík, jólaútsölunum var rétt að ljúka þegar ég lagði af stað. Yfir tjaldbúðunum eru undarleg þyngsli. Kannski það sé sorgin, lamandi sorg yfir látnum ástvinum, lífi sem einu sinni var en er ekki lengur. Sumu er erfitt að gleyma, sumt verður aldrei hægt að komast yfir. Kannski þyngslin orsakist af örvæntingu tjaldbúa yfir því að gleymast úti í hrjóstrugri eyðimörk og vera að öllu leyti upp á aðra komnir. Aðra sem ef til vill hafa lítinn áhuga á neyð þeirra, jafnvel engan.“ Þess má að lokum geta að næsta laugardag, 24. september, munu Sigríður og söguhetjurnar í bókinni árita bækur í Eymundsson á Akranesi frá klukkan 12­14, auk þess sem lesnir verða valdir kaflar. þá/ Ljósm. fh Ríkisfang ekkert - sagan um flóttakonurnar á Akranesi Kápa bókarinnar Ríkisfang: ekkert! Flóttakonurnar ásamt börnum sínum og Önnu Láru Steindal á Safnasvæðinu sl. þriðjudag. Fullt var út úr dyrum þegar konurnar árituðu bækurnar í Safnaskálanum í Görðum. Önnur áritun þeirra verður næstkomandi laugardag kl. 12­14 í Eymundsson á Akranesi. Skotvopnanámskeið og veiðikortanámskeið Fyrirhugað er að halda námskeið fyrir umsækjendur um skotvopnaleyfi og undirbúningsnámskeið fyrir hæfnispróf veiðimanna. Skráning fer fram á www.veidikort.is Staðsetning: Grundaskóli Akranesi Skotvopn bóklegt: 13. og 14. okt kl 18.00-22.00 Skotvopn verklegt: 15. okt kl 10.00 Skotsvæði. Veiðikortanámskeið: 25. október kl 17.00-23.00 Staðsetning: Hótel Hamar Skotvopn bóklegt: 20. og 21. okt kl 18.00-22.00 Skotvopn verklegt: 22. okt kl 10.00 Skotsvæði. Veiðikortanámskeið: 23. október kl 11.00-23.00 Þátttakendur á skotvopnanámskeiðum þurfa að skila inn sakavottorði, læknisvottorði og passamynd til skrifstofu sýslumanns fyrir námskeiðin. Læknisvottorðið þarf að vera sérstaklega útgefið vegna skotvopnaleyfis. Skráning fer fram á vefnum veidikort.is. Nánari upplýsingar á veidikort.is. Akranes Borgarnes Veiðikortanámskeiðið kostar kr. 10.500,- og skotvopnanámskeiðið kr. 20.000.-

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.