Skessuhorn - 02.11.2011, Síða 3
Sérkjör og afslættir fyrir félagsmenn
Verkalýðsfélags Akraness
Á árinu 2011 hefur félagsskírteini Verkalýðsfélags Akraness gilt sem afsláttarkort hjá fjölda fyrirtækja og þjónustu-
aðila á Akranesi. Þetta samstarf hefur gengið frábærlega og hefur mikill fjöldi félagsmanna notið góðs af þeim
sérkjörum sem þessir samstarfsaðilar bjóða.
Að sjálfsögðu verður framhald á þessu samstarfi og hefur Verkalýðsfélag Akraness áhuga á að ná samkomulagi við
ennþá fleiri fyrirtæki um sérkjör og afslætti til félagsmanna.
Þau fyrirtæki sem eru tilbúin að veita félagsmönnum VLFA sérkjör og afslætti eru eindregið hvött til
að hafa samband við skrifstofu félagsins í síma 430 9900 eða senda póst á skrifstofa@vlfa.is.
Rétt er að geta þess að um 3.000 félagsmenn eru í VLFA og mun félagið sjá um að kynna þessi afsláttarkjör vel og
rækilega fyrir sínum félagsmönnum.
Samstarfsaðilar Verkalýðsfélags Akraness eru:
Tryggingafélagið VÍS: 5% afsláttur af iðgjöldum óháð öðrum afsláttarkjörum sem félagsmenn kunna að hafa.
N1: Umtalsverður afsláttur á eldsneyti, vörum og þjónustu, sjá nánar á www.vlfa.is
Olís: Umtalsverður afsláttur á eldsneyti, vörum og þjónustu, sjá nánar á www.vlfa.is
Apótek Vesturlands: 10% afsláttur af vörum í búð (ekki lyfjum).
Gallerí Ozone: 10% afsláttur.
Omnis: 15% afsláttur af skólavörum, skrifstofuvörum og bleki, 5% afsláttur af tölvum og öðrum vörum - 12
mánaða vaxtalaus lán á kreditkort (GSM símar undanskildir).
Bifreiðaverkstæðið Brautin: 7% afsláttur af vinnu.
Model: 5-10% afsláttur af ýmsum vörum og tækjum, sjá nánar á www.vlfa.is
Rafþjónusta Sigurdórs: 5% afsláttur af vinnu og 10% afsláttur af efni.
Bílar og dekk: 10% afsláttur af dekkjum.
Dekur snyrtistofa: 10% afsláttur af allri þjónustu og vörum.
Verkalýðsfélag Akraness
Sunnubraut 13 • 300 Akranes • Sími 430 9900 • Fax: 430 9901 • skrifstofa@vlfa.is