Skessuhorn


Skessuhorn - 22.02.2012, Blaðsíða 5

Skessuhorn - 22.02.2012, Blaðsíða 5
Laugardagur 3. mars kl. 10.00 – 16.00 VELKOMIN Á BIFRÖST Framtíðarþing Háskólans á Bifröst Innan Háskólans á Bifröst er nú unnið að stefnumótun um framtíð og hlutverk háskólans. Vinnan hefst með Framtíðar- þingi á Bifröst laugardaginn 3. mars. Þingið er opið öllum velunnurum skólans og þar gefst nemendum, starfsfólki, hollvinum, nágrönnum, sveitastjórnarfólki og öðrum kostur á að tjá skoðun sína á hlutverki háskólans í nútíð og framtíð. • Erindi Háskólans á Bifröst í nútíð og framtíð • Sérstaða skólans í íslenskri háskólaflóru • Erindi skólans við nærsamfélagið • Hvernig þorp viljum við byggja upp á Bifröst? • Aðkoma nemenda og hollvina að mótun skólans • Fyrir hvað stendur skólinn og hver eru gildi hans? • Hvað er að vera Bifrestingur? Skráning fer fram um netfangið bifrost@bifrost.is fyrir fimmtudaginn 1. mars. Við hvetjum alla áhugasama til að taka þátt í þinginu og láta framtíð Háskólans á Bifröst sig varða. Fjölbreytt málefni verða til umræðu á þinginu:

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.