Skessuhorn


Skessuhorn - 03.04.2012, Blaðsíða 9

Skessuhorn - 03.04.2012, Blaðsíða 9
Dagskrá Mýraeldahátíðar laugardaginn 14. apríl kl. 13.00 í Lyngbrekku: Vélasýningar, sölutjöld og handverksmarkaður Fyrirtæki kynna vörur og þjónustu: • Vélaborg, Orkuver, Jötunn Vélar, Kemi, Landstólpi, Lífland, Sláturhúsið á Hellu, Búaðföng, Skeljungur, MS, KB, SS, Loftorka, Armar vélaleiga, Mýrarnaut, Límtré-Vírnet, Búvís og Fóðurblandan. Kjötsúpa í boði Félags sauðfjárbænda• Grillað naut í boði Sláturhússins á Hellu• Forntraktorakeppni, reiptog og fleira • bændasprell Gert verður mjalta- og gegningahlé á hátíðinni kl. 17.00 Kvöldvaka og dansleikur verða haldin í Lyngbrekku um kvöldið og hefst kl. 20.30. Miðaverð á kvöldvöku og dansleik kr. 3000.- Ekki POSI á staðnum. Dagskrá kvöldvöku: Veislustjóri, Gísli Ægir Ágústsson, Fjallabróðir Karlakórinn • Söngbræður Sigurður Sigurðarson • dýralæknir Myndasýningar og verðlaunaafhending• Ungt tónlistarfólk undir dyggri stjórn • Steinku Páls. Og fleira skemmtilegt• Að lokinni kvöldvöku leikur hljómsveitin Sixties fyrir dansi. Allir velkomnir á kvöldvöku en aldurstakmark á dansleik 16 ár. Aðalstyrktaraðilar hátíðarinnar eru Kaupfélag Borgfirðinga og Kemi. Mýraeldahátíð 2012 Nú er komið að því að Búnaðarfélag Mýramanna í samstarfi við kvenfélögin í Álftanes- og Hraunhreppi haldi Mýraeldahátíð. Mýraeldahátíð er haldin annað hvert ár til þess að minnast sinubrunans sem geisaði í Hraunhreppi í Mýrasýslu 30. mars – 2. apríl 2006. Hátíðin er nú haldin í þriðja sinn og hefst með opnum fundi í Lyngbrekku fimmtudagskvöldið 12. apríl kl. 20.30. Á fundinum verða orkumál, sjálfbærni og nýjungar í orkuframleiðslu rædd. Með erindi á fundinum verða Haraldur Magnússon í Belgsholti, Ólafur Dýrmundsson ráðunautur og Halla Steinólfsdóttir í Ytri-Fagradal. Opnar umræður og allir velkomnir. Fundarstjóri verður Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. S K E S S U H O R N 2 01 2

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.