Skessuhorn


Skessuhorn - 03.01.2013, Blaðsíða 3

Skessuhorn - 03.01.2013, Blaðsíða 3
Árið 2012 framleiddum við yfir 280.000 tonn af áli í álverinu á Grundartanga. Verðmæti þess er ríflega 610 milljónir bandaríkjadala, eða um 76 milljarðar króna. Til framleiðslunn- ar notuðum við mikla raforku, um 4.300 GWst, eða tæplega fjórðung alls rafmagns sem unnið er á Íslandi. Þessa orku kaupum við af fyrirtækjum í eigu almennings, Orkuveitu Reykjavíkur, Landsvirkjun og HS Orku. Í álverinu sjálfu starfa að jafnaði um 600 manns og um 1.000 manns til viðbótar hafa atvinnu af margskonar þjónustu sem tengist starfsemi okkar – flutningum, framkvæmdum, tækniþjónustu, birgðaöflun og fleiru. Norðurál er langstærsti atvinnurekandi á Vesturlandi og reyndasta starfsfólkið hefur verið með okkur allt frá upphafi, í 15 ár. Íslenskt ál er notað um allan heim til að létta bíla, klæða hús og pakka inn nesti, smíða tölvur, snjallsíma, húsmuni og veggi. Ál úr grænni, íslenskri orku er ekki bara létt og sterkt, heldur líka fallegt og umhverfisvænt, enda má endurnýta það nánast endalaust. Létt, sterkt og fallegt Við óskum landsmönnum gleðilegs árs og þökkum farsælt samstarf.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.