Skessuhorn


Skessuhorn - 06.02.2013, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 06.02.2013, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2013 Það verð ur ekki sagt um hjón in Selmu Ó lafs dótt ur og Sig urð Val­ geirs son í Neðra­ Skarði í Hval­ fjarð ar sveit að þau hafi sótt vatn ið yfir læk inn um tíð ina, hvað þá fund­ ist gras ið grænna hin um meg in. Þau ólust upp á sitt hvor um bæn um sem báð ir eru kenndir við Skarð, Selma á Efra­ Skarði og Sig urð ur á Neðra­ Skarði, og bara landa merkja girð­ ing in á milli. Þeg ar blaða mað ur Skessu horns brá sér í Neðra­Skarð á dög un um til að spjalla við Selmu var hún ekk ert á því að til greina hvenær það hafi ver ið sem þau fóru að draga sig sam an, en Sig­ urð ur sagði að það væri nú svo ein­ falt að þau hafi þekkst vel þeg ar þau voru ung. „Svo liðu nokk ur ár og þá kynnt umst við bet ur sem hef ur dug að til þess sem það er enn fram á þenn an dag," sagði Sig urð ur. Dans menn ing in allt önn ur Í spjalli við þau Selmu og Sig urð yfir kaffi bolla kom í ljós að tím inn hef ur ansi mik ið breyst frá þeim tíma sem þau voru að al ast upp í Skarði. Þá var þarfasti þjónn inn, hest ur inn, enn að al tæk ið við helstu landbún að ar störf og að drætti, véla­ öld in í þann mund að ganga í garð. En þau segj ast ekki vilja skipta við unga fólk ið í dag um margt, svo sem hvað skemmt ana líf ið varð ar. Þá voru sveita böll in um hverja helgi yfir sum ar ið í flest um fé lags heim il­ um sýsl unn ar. Svo voru böll ann að slag ið að Hreða vatni og ár legt ball að Öl veri í Hafn ar skógi. Selma seg­ ir að þau hafi ver ið dug leg að sækja böll in. Eitt sum ar ið hafi ekki marg­ ar helg ar fall ið úr, það hafi lík lega ver ið sum ar ið 1958, en þá var það Lúd ós extett og Stef án sem var hvað vin sælasta dans hljóm sveit in og lék á mörg um böll um í Borg ar firð in­ um. „Dans menn ing in var allt önn­ ur í þá daga og ég kenni hálf part­ inn í brjóst um ung ling ana í dag að hafa misst af þessu. Þá mætt um við á böll in klukk an níu eða tíu, þeg ar þau byrj uðu og döns uð um út ball­ ið. Núna er fólk ekki að mæta fyrr en á öðr um og þriðja tím an um." Ljós móð ir in kom frá næsta bæ Selma er yngst fimm systk ina frá Efra­ Skarði, barna Ó lafs Magn­ ús son ar og Hjörtínu Jóns dótt ur. Selma fædd ist heima eins og þá var títt um börn til sveita og ekki þurfti að fara lengra en á næsta bæ að ná í ljós móð ur ina, Ingi björgu Helga dótt ur í Tungu. Selma kom í heim inn 16. júní 1940, dag inn fyr­ ir þann dag sem síð ar varð þjóð há­ tíð ar dag ur Ís lend inga. „Síð an ólst ég upp við störf í sveit inni, rak aði úti á túni á samt systk in um mín um og gekk að öll um al geng ustu stör f ­ un um. Að stæð ur til bú skap ar eins og þær voru á þess um tíma, þættu sjálf sagt frum stæð ar í dag. Raf­ magn ið kom til dæm is ekki fyrr en 1964. Kannski var það fyr ir það að ég var yngst sem ég var mest heima við, en Magn ús bróð ir minn sem var næst ur mér í aldri tók svo við bú inu. Ég fór ekki mik ið að heim an á ung lings ár um. Vann þó um tíma í mjólk ur búð á Akra nesi hjá Al þýðu­ brauð gerð inni og síð ar við þvotta á Hvann eyri. Þá þurfti stund um að gera við föt in af strák un um í bænda skól an um." Á Varma land í hús mæðra skól ann Selma seg ist eig in lega ekki hafa far­ ið að heim an fyrr en 19 ára göm ul þeg ar hún fór í Hús mæðra skól ann á Varma landi. „Mað ur hafði rosa­ lega gott af þess um vetri á Varma­ landi. Við vor um fjór ar sam an á her bergi og marg ar af stelp un um í skól an um eru góð ar vin kon ur mín­ ar enn þá. Ein þeirra kom meira að segja í heim sókn til mín um dag inn. Við lærð um ým is legt sem við höf­ um búið að síð an, ekki bara að búa til mat og sauma. Þarna voru stúlk­ ur alls stað ar af land inu, að aust­ an, vest an og nefndu það," seg ir Selma. Þau Selma og Sig urð ur eign uð­ ust fyrsta barn ið 1970 og giftu sig sama ár. Um þetta leyti taka þau við bú skapn um á Neðra­ Skarði af for­ eldr um Sig urð ar. „Börn in komu í einni bunu má segja, það var bara rétt árið á milli þeirra fjög urra elstu, en síð an kom fimm ára hlé þar til það yngsta fædd ist," seg ir Selma. Elst barn anna er Ein ar Sig ur dór kenn ari í Heið ar skóla, þá kem ur Bjarki sem býr á Neðra­ Skarði og starfar hjá El kem á Grund ar tanga, Ingi björg Elva er for stöðu kona nytja mark að ar ins Búkollu á Akra­ nesi, Sig urð ur Arn ar er verk efn is­ stjóri í fjár fest ing um hjá Norð ur áli og Berg lind sú yngsta starfar á leik­ skól an um Skýja borg í Hval fjarð ar­ sveit. Fólk þarf að hjálp ast að Oft er tal að um að hlut verk hús­ móð ur í sveit sé ann að en í kaup­ stað, og eins hitt að til að búa í sveit þurfi hús móð ir in að vera bil bú­ in að taka full an þátt í bú stör f un­ um, svo að bú skap ur inn hrein lega gangi upp. Selma tek ur heils hug ar und ir þetta. „Já ég myndi segja að það væri al veg tvennt ó líkt að vera hús móð ir í sveit og kaup stað. Ef vel á að vera þarftu að kunna meira til verka í sveit inni. Það er bara nauð­ syn legt að geta skropp ið út ef að vant ar hendi. Ég held það væri líka ansi ein mana legt fyr ir hús bónd­ ann ef það væri ekki ein hver sem tæki þátt í verk un um með hon um," seg ir Selma. Í Neðra­ Skarði hef ur á vallt ver ið bland að ur bú skap ur og búið í með al stærð. Þau Selma og Sig urð ur drógu sig að stór um hluta út úr bú skapn um 1995 þeg ar Bjarki tók við kún um. Í dag búa þau með hesta, fá ein ar kind ur og hænsni, svona rétt til heim il is ins eins og þau segja. Ganga vörð ur í Heið ar skóla Þeg ar börn in voru kom in á legg fór Selma að vinna með heim il inu, í slát ur hús inu við Laxá, dval ar heim­ il inu Höfða á Akra nesi og síð ustu 15 árin sem ganga vörð ur í Heið ar­ skóla, eða þar til fyr ir fimm árum að hún kom ast á eft ir launa ald ur. Selma var þar ganga vörð ur, en það er einmitt starf ið sem oft reyn ir á ef hlut ir eins og ein elti er í upp sigl­ ingu, mál efni sem á vallt eru í um­ ræðu og erfitt virð ist að koma í veg fyr ir í eitt skipti fyr ir öll. „Jú, við vild um gjarn an koma í veg fyr ir svo leið is. Ef ein hver var úti í horni sem eng inn vildi leika við, þá var það ekki lát ið við gang ast," seg ir Selma. Úr eld hús krókn um þar sem við sát um veitti blaða mað ur eft ir­ tekt úr komu mæli úti á lóð inni við hús ið. Selma hef ur séð um úr komu­ mæl ing ar fyr ir Veð ur stof una í tutt­ ugu ár. Að spurð kveðst hún á líta að úr koma á Neðri­ Skarði og bæj un­ um þar í kring sé ekki mik il á árs­ grunni, mið að við marga aðra veð­ ur at hug un ar staði í land inu. Bú skap ur á ekki eft ir að aukast Selma seg ist alltaf hafa nóg fyr ir stafni. „Mér leið ist ekki eina ein­ ustu stund. Ég er með handa vinn­ una mína og í búta saums klúbbi. Hann heit ir Skradd ara lýsn ar og við erum hérna átta hús mæð ur í sveit inni sem hitt umst á þriðju­ dags kvöld um og saum um sam­ an. Svo eig um við Siggi 15 barna­ börn og eitt barna barna barn. Þau koma stund um í heim sókn og það er gam an að hafa þau hjá sér. Svo fer ég í göngu ferð ir, les og er eitt­ hvað að dúlla," seg ir Selma. Að spurð seg ist Selma ekk ert hafa kom ið ná lægt sveit ar stjórn ar mál un­ um, Sig urð ur hafi hins veg ar ver ið í hrepps nefnd inni í nokk ur ár. En hvern ig finnst henni út lit ið með þjóð fé lags mál in í dag? „Ég vil líta björt um aug um á það, er bjart­ sýn að eðl is fari. Ég held að Ís land hafi burði til að fram fleyta okk ur. Við eig um svo mik ið að vel mennt­ uðu fólki. En ég held að bú skap ur eigi ekki eft ir að aukast. Það er mjög erfitt fyr ir ungt fólk að hefja bú skap í dag vegna þess mikla kostn að ar sem því fylg ir. Svo held ég að fólk eigi ekki gott með að þola þessa bind ingu eins og starf bónd ans er," sagði Selma að end ingu. þá Af kom end ur þeirra Selmu og Sig urð ar. Hafa ekki sótt vatn ið yfir læk inn um tíð ina Í heim sókn hjá hjón un um í Neðra­ Skarði í Hval fjarð ar sveit Selma og Sig urð ur á Neðra­ Skarði. Selma Ó lafs dótt ir. Börn hjón anna á Neðra­ Skarði. Frá vinstri talið: Ingi björg, Bjarki. Ein ar Sig ur dór, Sig urð ar Arn ar og Berg lind. Séð heim að Neðra­ Skarði.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.