Skessuhorn


Skessuhorn - 06.02.2013, Blaðsíða 24

Skessuhorn - 06.02.2013, Blaðsíða 24
24 MIÐVIKUDAGUR 6. FEBRÚAR 2013 Atli Sveinn Svans son og Guð ný Linda Gísla dótt ir eru á bú end ur í Dals mynni í Eyja­ og Mikla holts­ hreppi á samt börn um sín um Ar­ oni Sölva fjög urra ára og Hrafn dísi Viðju ell efu mán aða og for eldr um Atla, þeim Svani Guð munds syni og Höllu Guð munds dótt ur. „Við stönd um öll sam an að bú skapn um og það geng ur mjög vel. Við erum ekki eins bund in og get um brugð­ ið okk ur frá ef þess þarf. Ann ars er mað ur bund inn yfir þessu allt árið," seg ir Atli. Dals mynnis jörð in er rúm ir 800 hekt ar ar að stærð og bú­ skap ur inn snýst að al lega um kýr. Á bæn um eru um hund rað naut grip ir og þar af um 45 kýr. Einnig eru 170 ær í fjár hús un um og þá er korn rækt stund um á jörð inni. Atli og Guð­ ný búa í húsi sem afi og amma Atla byggðu árið 1965. Atli er fædd ur og upp al inn í Dals mynni en Guð­ ný kem ur þang að um haust ið 2007. Hún er alin upp í Grund ar firði og hef ur á huga á hesta mennsku og hef­ ur stund að nám og starf að í kring­ um hross. „Núna eig um við nokkra hesta en það hef ur lít ið far ið fyr ir hesta mennsk unni hjá mér und an­ far ið," seg ir Guð ný. Ung í bú skap Atli og Guð ný eru rúm lega þrí tug, en hann seg ist alltaf hafa ætl að í bú­ skap. „Ég er al inn upp við bú skap og það var alltaf á ætl un in hjá mér að fara í bú skap inn sjálf ur," seg ir Atli. Guð ný ólst aft ur á móti ekki upp í sveit en eyddi þó mikl um tíma í sveit afa sinn ar og ömmu. „Ég var mik ið í sveit hjá ömmu minni og afa vest ur í Stað ar sveit á sumr in, í frí um og um helg ar. Það var mik­ ils virði að kom ast í kynni við sauð­ fé, kýr og hesta sem barn og ung­ ling ur. Þó sá ég ekki fyr ir mér að hafa mögu leika á því að kom ast sjálf í bú skap. En líf ið kem ur manni oft á ó vart. Ég flutti hing að í sveit ina og vann við hesta, en leið ir okk ar Atla lágu ekki sam an fyrr en haust­ ið 2007. Þetta er besta vinna sem til er, drauma starf ið. Það er heil mik il vinna að vera í bú skap, en við búum við þær að stæð ur að hér er búið að skapa mjög góða vinnu að stöðu við búið. Þó ég sé upp al in í Grund ar­ firði, sem er frá bær stað ur og góð­ ur til að al ast upp á, þá er ekki hægt að líkja þessu sam an þeg ar mað ur hef ur vinn una einnig sem á huga­ mál. Sveit in hef ur alltaf heill að," seg ir Guð ný. Mik ið fram kvæmt á bæn um Atli og Svan ur fara snemma sam an í fjós ið á morgn anna. „Við feðgarn­ ir vökn um um sex leyt ið og ræs­ um mjalta vél arn ar hálf sjö í síð asta lagi. Seinni mjalt ir eru um hálf sex á kvöld in. Auk þess fer mað ur út og kík ir á kýrn ar að minnsta kosti einu sinni á dag og þeg ar ég er á ferð inni ná lægt fjós inu kíki ég nú alltaf á þær," seg ir Atli. Hann hef ur gam an af járn smíði og hef ur smíð að mik­ ið sem nýt ist við bú skap inn. Und­ an far ið hafa þau far ið í ýms ar fram­ kvæmd ir á úti hús um í Dals mynni. „Við breytt um fjár húsi í fjós árið 2004 og gerð um stóra mjalta gryfju sem er ó venju stór mið að við ekki fleiri kýr. Það er gam alt fjós hérna sem er ekki stórt, eða með 24 bása. Við á kváð um að breyta fjár hús um í fjós og fjölga kún um og fækka fénu frek ar. Eft ir það vant aði góða að­ stöðu fyr ir féð. Við keypt um því stál grind ar hús sem var flutt inn sem í búð ar hús árið 2008 og reist­ um það síð ast lið ið sum ar. Því gát­ um við breytt og gert úr því fína skemmu sem er 200 fer metr ar þar sem féð geng ur á taði og gef ið er í gjafagrind ur. Á sama tíma breytt­ um við flat gryfj um sem eru við fjós­ ið og út bjugg um þar að stöðu fyr ir kvíg urn ar," seg ir Atli. Eft ir þess­ ar fram kvæmd ir und an far ið stend­ ur gamla fjós ið í Dals mynni autt. „Ætli það verði ekki næsta mál að breyta því í að stöðu fyr ir naut. Við fáum alltaf tölu vert af naut­ kálf um á hverju ári sem við höf um bara selt fyr ir lít ið til að losna við þá. Það get ur ver ið á gæt is bú bót að ala upp naut in," seg ir Atli. All­ ur þessi bú fén að ur þarf mik ið fóð­ ur. „Við rækt um tölu vert. Á hverju vori sáum við í 20 hekt ara af korni sem fer allt í skepn urn ar en þó mest kýrn ar. Korn ið skil ar 50­60 tonn­ um á hverju ári. Að auki erum við með mik ið af tún um í rækt. Til að grip irn ir skili sem mest um af urð­ um þarf með al ann ars að hafa úr­ vals fóð ur." Bjó ein á sveita bæ rúm lega tví tug Þeg ar Guð ný var rúm lega tví tug flutti hún í sveit þar sem hún vann við að temja hross. „Frá Grund ar­ firði flutti ég til Sví þjóð ar og var þar í mennta skóla í eitt ár á nátt­ úru fræði braut með hestaí vafi. Eft­ ir það fór ég norð ur í Hóla skóla. For eldr ar mín ir keyptu Hömlu­ holt, sem er hér rétt hjá Dals mynni, þeg ar ég var tólf ára og þar hélt ég mik ið til. Eft ir nám ið á Hól um, þeg ar ég var rúm lega tví tug árið 2001, flutti ég þang að ein og á kvað að fara að vinna með hross. Ég var ein með bú setu á Hömlu holti frá 2001 til 2007, en hjá mér voru líka oft sænsk ar stelp ur sem vildu kynn­ ast ís lenska hest in um og vinna með hon um. Það var svo lít ið öðru vísi að flytja ein í sveit rúm lega tví tug. Fólk spurði mig oft hvern ig gengi að vera ein en mér fannst þetta aldrei vera neitt mál. Þá var það til dæm is við horf ið að ung stelpa gæti ekki mögu lega far ið af stað á trakt­ or, náð í rúllu og sett hana í gjafa­ grind til að gefa úti gangi. Þetta er þó ekk ert stór mál og ef mað ur ætl­ ar sér eitt hvað þá bara ger ir mað ur það," seg ir Guð ný. Hæn ur skemmti leg dýr Á bæn um eru tutt ugu ís lensk­ ar land náms hæn ur á samt hön­ um. „Það voru hæn ur hér í Dals­ mynni þeg ar ég kom hing að 2007. Mig hafði alltaf lang að að vera með hæn ur en hafði ekki haft mögu leika á því áður, þannig að ég tók þær upp á mína arma. Þetta eru ís lensk­ ar land náms hæn ur í öll um mögu­ leg um lit um og ég hef bæði ver­ ið að selja egg og unga yfir sum­ ar ið. Þetta er virki lega gam an og þær eru mjög skemmti leg ar, koma alltaf hlaup andi til mín þeg ar þær halda að þær eigi von á góð gæti. Ég sel egg í á skrift, en í eggj um ís­ lenskra land náms hænsna er minna kól ester ól og meira prótein mið að við egg úr öðr um sam kvæmt rann­ sókn sem gerð hef ur ver ið," seg ir Guð ný. Atli stund ar grenja vinnslu fyr­ ir sveita fé lag ið á hverju sumri með föð ur sín um. „ Pabbi hef ur ver ið lengi í grenja vinnslu en ég byrj aði að stunda þetta með hon um þeg­ ar ég var 16 ára. Þetta eru á kveð in greni sem við för um á á samt því að vera að svip ast um eft ir nýj um, en það eru án efa ein hver sem við vit­ um ekki um, því það sjást á hverju hausti yrð ling ar sem ekki er vit­ að hvað an koma. Eft ir að ég byrj­ aði á þessu hef ur eig in lega öll önn­ ur sport veiði dott ið upp fyr ir hjá mér. Þetta er miklu skemmti legra, reynd ar get ur það ver ið mik ið þol­ in mæð is verk að vaka yfir greni sér­ stak lega ef það er kalt í veðri og kannski blautt líka. Í júní lenti ég í því eina nótt ina að hit inn var al veg við frost mark, ég lá við læk og það­ an var svo mik il upp guf un að allt var orð ið svo hrím að að hægt var að brjóta ís inn af strá un um. Sjón­ auk in var ó not hæf ur vegna móðu og þurfti ég stans laust að strjúka af riff ils sjónauk an um svo hægt væri að nota hann ef dýr kæmi heim á gren ið," seg ir Atli. Mark að ur í sveit inni Á Breiða bliki er sveita mark að­ ur tvisvar sinn um á ári sem Guð­ ný kem ur að. „Við höld um sveita­ mark að einu sinni yfir sum ar ið, yf­ ir leitt fyrstu helg ina í júlí, og svo síð ast lið in ár höf um við hald ið einn mark að fyr ir jól in. Mest eru þetta kon ur úr dreif býl inu sem taka þátt í mark aðn um en hann var upp runa­ lega sett ur á lagg irn ar út frá verk­ efn inu Byggj um brýr sem gekk út á að efla kon ur í dreif býli. Hann hef­ ur ver ið hald inn á hverju ári síð an og á mark aðn um er allt mögu legt til sölu. Allt frá prjón uð um vör um, sáp um, sult um, bakk elsi, sum ar­ blóm um og krydd jurt um. Ým is legt er heimaunn ið, hvort sem það er hand verk eða mat vör ur. Virki lega skemmti legt and rúms loft mynd ast og þetta er eini mark að ur inn sem ég veit um þar sem fólk kem ur inn, get ur tek ið þær vör ur sem það vill kaupa og borg ar fyr ir þær á ein um stað eins og í versl un. Einnig hef­ ur mynd ast kaffi húsastemn ing þar sem ver ið er að selja kaffi og vöffl­ ur. Þannig að það er hægt að fara í kaffi hús í sveit inni." Guð ný hef ur und an far ið unn­ ið að sápu gerð með vin konu sinni. „Við fór um af stað með smá til­ rauna verk efni og gerð um sáp ur og seld um á jóla mark að in um síð ast og það gekk mjög vel. Það er gam an að geta nýtt það hrá efni sem fell ur til hérna heima á samt öðru góðu hrá­ efni og vera með húð væn ar sáp ur," seg ir Guð ný. sko Aron er hér að heilsa upp á kálf ana í Dals mynni. Hafa val ið sér drauma starf ið og stunda bú skap Rætt við Atla Svein Svans son og Guð nýju Lindu Gísla dótt ur í Dals mynni Unga fjöl skyld an í Dals mynni. Atli Sveinn Svans son, Guð ný Linda Gísla dótt ir, Aron Sölvi og Hrafn dís Viðja. Þeg ar Guð ný gef ur hæn un um hóp ast þær í kring um hana. Í Dals mynni eru um hund rað naut grip ir og þeg ar nýr mað ur sást í fjós inu urðu þeir mjög for vitn ir.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.