Skessuhorn


Skessuhorn - 27.02.2013, Blaðsíða 16

Skessuhorn - 27.02.2013, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2013 Ingi björg Pálma dótt ir er Ak­ ur nes ing um, og reynd ar lands­ mönn um flest um, vel kunn ug. Hún sat í bæj ar stjórn Akra ness í rúm an ára tug áður en hún þjón­ aði sem þing mað ur Fram sókn­ ar flokks ins og síð ar heil brigð­ is­ og trygg inga mála ráð herra. Fé lags mál in hafa því alltaf ver­ ið henni hug leik in en síð ast lið ið ár hef ur hún með al ann ars starf­ að sem for mað ur Hjálp ar starfs kirkj unn ar. Fyrr í þess um mán­ uði hélt hún í ó gleym an lega för til Afr íku á samt bisk upi Ís lands, ferð sem átti eft ir að breyta sýn henn ar á líf ið til fram búð ar. „Hjálp ar starf ið skipt ist í inn an­ lands að stoð ann ars veg ar og að stoð í þró un ar lönd um hins veg ar," byrj­ ar Ingi björg. „Inn an lands að stoð in hef ur auk ist mjög mik ið und an far­ ið og jókst mjög í kjöl far krepp unn­ ar. Þessi að stoð er fyrst og fremst í formi korta leið ar inn ar svoköll­ uðu en við erum hætt að út hluta mat í pok um. Í stað inn get ur fólk, að und an gengnu við tali við fé lags­ ráð gjafa, feng ið inn eign ar kort sem gild ir í all ar mat vöru versl an ir á Ís­ landi. Þetta er tak mörk uð upp hæð sem fer eft ir laun um og fé lags legri stöðu við kom andi. Rúm lega ár er síð an Hjálp ar starf ið tók upp þessa leið og á síð asta ári fóru um hund­ rað millj ón ir króna í þetta verk efni. Þetta er dýr ari að ferð en með þessu móti þarf fólk ekki að bíða í röð­ um og vel ur sjálft hvað fer í pok­ ana. Þá er einnig boð ið upp á fjár­ mála ráð gjöf, ýmis praktísk nám­ skeið, stuðn ing vegna lyfja kaupa og viku lega er opið fyr ir fata út hlut un í Grens ás kirkju," seg ir Ingi björg en nán ar má lesa um Hjálp ar starf kirkj unn ar á heima síðu þess. Ó trú leg form leg heit Eins og áður seg ir sér Hjálp ar­ starf kirkj unn ar að auki um þró­ un ar að stoð bæði í Afr íku og á Ind­ landi. Mest er að stoð in í Malaví en þang að var ferð inni fyrst heit ið á samt séra Ag n esi M. Sig urð ar dótt­ ur bisk upi Ís lands, Bjarna Gísla syni og Jónasi Þór is syni fram kvæmda­ stjóra hjálp ar starfs ins en Jónas hef­ ur langa reynslu af starfi á þess um slóð um. „Er indi ferð ar inn ar var eft­ ir lit með verk efn um sem eru fjár­ mögn uð af Hjálp ar starf inu. Verk­ efn in snúa að al lega að vatns öfl un og bættri hrein læt is að stöðu og með því að stækka bú stofn í bú anna erum við að hjálpa í bú un um til sjálfs hjálp ar. Héröð in sem við heim sótt um eru ó skap lega fá tæk en við heim sótt um með al ann ars 4.800 manna byggð­ ar lag sem hafði ein ung is einn brunn og einn kam ar," seg ir Ingi björg og legg ur á herslu á orð sín. Hún seg­ ir það hafa kom ið sér á ó vart hversu form leg ir í bú ar hér að anna eru. „Hvert sem við kom um þá tók á móti okk ur gíf ur leg ur fjöldi fólks. Þetta var líkt og að vera á afar fjöl­ menn um fram boðs fundi. Haldn­ ar voru lang ar ræð ur og þurfti hver og einn að kynna sig nokkrum sinn­ um. Þetta gat tek ið afar lang an tíma. Mér þótti ó trú lega sér stakt að fylgj ast með þess um form leg heit­ um. Skip að ar eru nefnd ir um allt og í þessu til tekna hér aði var til að mynda sér stök vatns veitu nefnd og voru nokkr ir sem fóru með mál efni vatns dæl unn ar og ann ar hóp ur fyr­ ir kamar inn." Frum stæð smá lána starf semi Í Malaví varð Ingi björg vitni að öðru sem kom henni ræki lega á ó vart; afar frum stæðri smá lána starf­ semi. „Lána starf sem in fór fram í kring um einn stór an járn kassa sem hafði alls þrjá lása. Það þurfti sem sagt alltaf þrjá lykla til þess að opna kass ann. Þetta voru um 26 manns sem tóku þátt í banka starf sem inni og þeir gátu bæði lagt inn í kass­ ann og feng ið lán. Við sáum víða ár ang ur af þess ari starf semi en þar eru kon ur fremst ar í flokki og gæta vel að því að allt fari lög lega fram. Einu sinni í viku er síð an hald inn fund ur. Þá klæða við skipta vin irn ir sig upp í eins klæðn að og þeir sem vilja leggja inn pen ing koma syngj­ andi og dans andi með pen ing inn fyr ir ofan höf uð," sagði Ingi björg og sýndi blaða manni með lát bragði hvern ig þessi at höfn fór fram en hún tók yf ir leitt all an dag inn. „Ég sé Skaga menn í anda koma syngj­ andi og dans andi inn í Ís lands banka með seðla fyr ir ofan höf uð," bæt ir hún við og hlær. Ill ir and ar Ferð in tók alls hálf an mán uð. Fyrri vik unni var var ið í Malaví og þeirri seinni í Ken ía en í því síð ar nefnda kynnti hóp ur inn sér starf semi kristni boðs ins, sem á sér langa sögu í land inu. „Fólk á þess um slóð um er margt hrætt við illa anda. Fólk ið á sum um stöð um trú ir því að and­ arn ir geti fært þeim mikla ó gæfu, ef ekki er grip ið inn í, og fær ir því ýms ar stór ar fórn ir til þess að styggja ekki andana. Til er að ef börn fái til dæm is ekki neðri góms tenn urn ar á und an þeim í efri gómi eru þau tal in and set in og þeim því fórn að. Þetta er ekki vegna þess að fólk elski ekki börn in sín, held ur er trú in á illu andana svo sterk, að þeir muni hefna sín ef fólk ið breyt ir ekki rétt. Við hitt um til að mynda ung an dreng en hon um átti að fórna þeg­ ar hann fædd ist því það vant aði á hann ann an hand legg inn. Þá hafði kristni boði grip ið inn í og sagð ist vilja hafa dreng inn hjá sér í nokkra daga til þess að skera úr um hvort hann væri and set inn. Eft ir nokkra daga kom hann til baka með dreng­ inn og full viss aði for eld rana um að hon um fylgdu eng ir ill ir and ar. Að sama skapi hafa kristni boð ar átt þátt í því að minnka um fang um skurð ar kvenna. Í fyrstu fólst að stoð in í því að út vega fólki hrein rak véla blöð til þess að koma í veg fyr ir sýk ing ar og hrotta feng in vinnu brögð. Smátt og smátt hef ur heima fólk síð an feng ið fræðslu um ó nauð syn þess að um­ skera kon ur." Kon urn ar munu breyta heim in um Ingi björg seg ist alls ekki hafa ver­ ið spennt að fara til Afr íku en hún hafði áður ferð ast til Kína, Jap­ an, Síle og Ástr al íu, svo eitt hvað sé nefnt. „Mér fannst ég búin að sjá heim inn," við ur kenn ir Ingi björg, „en svo var alls ekki. Þó svo að ég hafi ekki breytt neinu á þess um hálfa mán uði sem ég varði í Afr­ íku þá breytti Afr íka heims mynd minni. Heim ur inn stækk aði og ég upp lifði mig svo agn ar litla and­ spæn is þess ari miklu fá tækt. Við vor um í svo miklu ná vígi við fólk­ ið og ef það er eitt hvað sem ég er al veg viss um eft ir þessa ferð þá er það að það verða kon ur sem munu breyta heim in um. Kon urn ar virð­ ast sjá um öll verk in þarna. Þær sáu um börn in og heim il in og það vakti at hygli mína að ég sá aldrei karl­ mann með barn í fang inu. Ef móð­ ir in gat ein hverra hluta vegna ekki hugs að um unga börn in þá voru það eldri syst urn ar eða ömm urn ar sem tóku við kefl inu. Kon ur bera vatn á höfð inu fyr ir heim il ið, með unga­ barn bund ið á bak inu og kannski eldi við í hönd un um. Ef þess ar kon­ ur eign uð ust færri börn og fengju þau rétt indi sem þeim ber mun heim ur inn breyt ast til muna því þær eru greini lega marg ar ó trú lega sterk ar og klár ar bak við sína þungu bagga." Kven bisk upinn vakti at hygli Í Ken ía heim sótti hóp ur inn marga skóla með al ann ars kvenna skóla en þang að koma stúlk ur frá þrett­ án ára aldri og fara ekki fyrr en þær eru orðn ar 18 ára. „Þá er talið að þær hafi næg an þroska til að taka á kvarð an ir líkt og þær er varða „Við hitt um svo margar magnaðar konur“ seg ir Ingi björg Pálma dótt ir sem er ný kom in heim frá Afr íku Ingi björg Pálma dótt ir flett ir hér í gegn um mynd ir úr ferð inni og sýn ir blaða manni. Eft ir mat ar boð í Ken ía. Séra Agn es held ur á mjólk ur í láti. Skólakrakk ar fá smá glaðn ing í Ken ía. „Því mið ur eru ekki öll börn á þess um slóð­ um sem njóta skóla vist ar," seg ir Ingi björg. „Hóp arn ir voru marg ir og fjöl menn ir sem við hitt um og séra Agn es vakti hvar­ vetna at hygli."

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.