Skessuhorn


Skessuhorn - 27.02.2013, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 27.02.2013, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2013 „Ég segi aldrei nei við Grund­ firð inga," sagði Þór hild ur Ó lafs dótt ir fjöl miðla kona þeg­ ar blaða mað ur Skessu horns sló á þráð inn til henn ar og fal að­ ist eft ir við tali í síð ustu viku. Við mælt um okk ur mót í Út­ varps hús inu síð ast lið inn föstu­ dag, nokkrum klukku stund um áður en Þór hild ur sett ist í dóm­ ara sæt ið í spurn inga þætt in um Gettu bet ur, sem líkt og marg ir vita, er sýnd ur í beinni út send­ ingu á RÚV á föstu dags kvöld­ um. Eft ir stutta leið sögu ferð um hús ið tyllt um við okk ur nið ur á kaffi stof unni og rædd um með­ al ann ars um upp runann, til­ vilj an irn ar sem leiddu hana á fjöl miðla braut ina, Land ann og Gettu bet ur. Þór hild ur er, líkt og glögg ir les end­ ur hafa átt að sig á, fædd og upp al in í Grund ar firði á Snæ fells nesi. Dótt­ ir Guð laug ar Pét urs dótt ur, Laugu á Póst hús inu, og Ó lafs Guð munds­ son ar, bet ur þekkt ur sem Óli kommi. En hvern ig barn var Þór hild ur? „Frek, ráð rík, kotroskin og stjórn­ söm," svar ar Þór hild ur að bragði. „Ég ólst upp hálf part inn sem ein­ birni því Bryn hild ur syst ir er fjórt­ án árum eldri en ég og hún var einu ári á und an í skóla. Þannig að ég er al gjört ör verpi, hálf gert ein birni og átti elstu for eld rana í bekkn um. Þau voru samt ekki nema 34 og 35 ára þeg ar þau áttu mig en það þótti í eldri kant in um á þess tíma mæli­ kvarða í Grund ar firði." Sem barn ætl aði Þór hild ur að verða efna­ og eðl is fræð ing ur þeg ar hún yrði stór en snar hætti við þeg­ ar hún átt aði sig á því hvað fælist í efna­ og eðl is fræð inni. Leið in lá því á fé lags fræði braut við Mennta­ skól ann á Ak ur eyri. „ Þetta var áður en all ir fram halds skól arn ir fóru að spretta upp á lands byggð inni," held­ ur hún á fram. „Ég fór í MA því mér hugn að ist ekki að fara á Skag ann og gat ekki hugs að mér að fara suð ur sem mér þótti of stórt stökk frá litlu sjáv ar þorpi. Ak ur eyri var því aug­ ljóst val. Þang að flutti ég því á samt bestu vin konu minni, henni Rúnu, á heima vist ina. Við mátt um ekki af hvorri annarri sjá og fór um því vita­ skuld sam an norð ur. Rúna trú lof aði sig að vísu fljót lega sem mér þótti þá versta á kvörð un sem hún hafði tek­ ið. En þetta var al veg æð is leg ur tími og ég naut mín í botn. Fé lags líf ið var stund að af krafti en náms efn ið eitt hvað að eins minna." Fannst Grund ar fjörð ur hall æris leg ur Þór hild ur hef ur að eig in sögn alltaf haft mik inn á huga á spurn­ inga keppn um og því kom það ekki mörg um á ó vart þeg ar hún fór í inn­ töku próf fyr ir Gettu bet ur á sín­ um mennta skóla ár um. Hún komst í byrj un ar lið MA en lét þar við sitja. Mor fís keppn in heill aði meira enda varð lið ið Ís lands meist ari það árið. „Ég gjör sam lega heill að ist af skól­ an um og fé lags líf inu sem fylgdi. Mál ið er að þeg ar ég var ung ling ur í Grund ar firði þá fór ég á gelgj una, eins og svo marg ir aðr ir, og þeg­ ar mað ur er gelgja þá finnst manni um það bil allt hall æris legt. Ég var eng in und an tekn ing þar. Mér fannst Grund ar fjörð ur hall æris leg ur og fannst ég eiga ekk ert sam an að sælda við þann bæ. Því var þetta ó trú lega mik ið frelsi fyr ir mig að flytja ein norð ur á Ak ur eyri." Að mennta skóla ár un um lokn­ um lá leið in suð ur í bók mennta­ fræði við Há skóla Ís lands. „Ég valdi bók mennta fræði ein fald lega vegna þess að ég vissi ekk ert hvað ég vildi gera," við ur kenn ir Þór hild ur. „All ir í bók mennta fræð inni voru hins veg­ ar ein göngu að bíða eft ir að kom ast í Leik list ar skól ann. Ég var því eini nem and inn í bók menna fræð inni bók mennta fræð inn ar vegna. All­ ir aðr ir voru bara að drepa tím ann þar til þeir gátu orð ið æð is leg ir og fræg ir leik ar ar. Sem sum ir þeirra eru í dag," seg ir hún og bros ir. Var fleygt í djúpu laug ina „Ég varð alla vega ekk ert vit laus­ ari á þessu námi," seg ir Þór hild­ ur að spurð hvort bók mennta færð­ in hafi kom ið að góð um not um síð­ ar meir. „Vinnu brögð in sem mað­ ur lær ir uppi í há skóla skipta máli og ég lærði með al ann ars að fara með texta. Bók mennta fræð in snýst um að taka inn texta og skrifa texta og aug ljós lega hef ur það hjálp að mér í því sem ég geri í dag. Bók mennta­ fræð in ýtir líka und ir það að mað­ ur sé vak andi fyr ir hlut um í kring um sig, bæði mann lífi og menn ingu, og skerp ir á manni skiln ing ar vit in að mörgu leyti." Fyrsta starf Þór hild ar á fjöl miðli var á DV. Hún byrj aði á inn blað inu en vann sig fljót lega upp í rit stjórn­ ina. „Á þess um tíma var rit stjórn DV mjög ung. Ill ugi Jök uls son og Mik a el Torfa son voru rit stjór ar og það var á kveð in æsifrétta mennska yfir blað inu. Þetta var rosa lega lær dóms ríkt og við unn um eig in­ lega all an sól ar hring inn. Vor um ó for skamm að ir ung ling ar í frétta­ mennsku," seg ir hún og glott ir við til hugs un ina. Þeg ar Ill ugi Jök uls son hætti á DV og stofn aði út varps stöð ina Tal stöð ina bauð hann Þór hildi að fylgja sér, sem hún þáði. „Þá var ég allt í einu far in að vinna á út varpi og með því líku kemp un um á þessu sviði; Ragn heiði Gyðu Jóns dótt­ ur og Lillu Gó syst ur henn ar, Ill­ uga, Sig urði G Tómassyni, Hall­ grími Thor steins syni, Helgu Völu Helga dótt ur og fleir um. Þau voru öll með brjál aða reynslu á fjöl miðl­ um og ég var nátt úr lega lang yngst, alltaf köll uð ung ling ur inn. „Get­ um við ekki lát ið ung ling inn gera þetta," var stund um spurt. En ég fékk að spreyta mig á ýmsu, var með innslög inn í þætti og sá um menn ing ar þátt á sunnu dög um. Bæði þarna og á DV var mér al­ gjör lega fleygt út í djúpu laug ina og lát in troða mar vaða. Þessi að ferð er kannski ekk ert til eft ir breytni í fjöl­ miðl um en ég lærði al veg ó trú lega mik ið und ir hand leiðslu þessa fólks. Ég var ó sér hlíf in í vinnu, enda ein og barns laus og líf ið snérist því um þetta." Brjál að ir tím ar á NFS Eins og marg ir muna var gerð merki leg til raun í sögu ís lenskra fjöl miðla árið 2005 þeg ar frétta­ stöð in NFS fór í loft ið. Á sama tíma hætti Tal stöð in út send ing um og var Þór hildi snar lega hent í sjón varp ið þar sem hún vann innslög í síð deg­ is þætti á stöð inni. „ Þetta var mik­ ið æv in týri. Allt í einu var ég far­ in að vinna með fullt af nýju fólki og á nýj um miðli. Við sem unn um á NFS á þess um tíma erum mörg ó trú lega góð ir vin ir í dag og höld­ um enn svo kall aða NFS hitt inga þar sem við hitt umst og töl um um þetta ein staka tíma bil í ís lenskri frétta mennsku. Það var ó trú legt að fá að taka þátt í þessu og standa nán ast í miðri hring iðunni," seg­ ir Þór hild ur og get ur ekki varist hlátri þeg ar hún rifj ar upp þenn­ an brjál aða tíma, eins og hún orð­ ar það. „Það besta sem kom út úr NFS var að ég kynnt ist Sveini H. Guð mars syni," bæt ir hún við og á við eig in mann sinn og sam starfs­ mann á RÚV. NFS æv in týr inu lauk jafn skjótt og það hófst en tæp lega ári eft ir að sjón varps stöð in fór í loft ið var út­ send ing um hætt. Á þess um tíma tók Þór hild ur sér einnig tíma til að ferð ast, fór í bak poka ferða lög og lenti í ó trú leg um æv in týr um, með­ al ann ars í suð aust ur Asíu þar sem hún flækt ist í för með eit ur lyfja­ smygl ur um. En það er efni í ann­ að við tal. Kom heim í miðju hruni Eft ir að NFS leið und ir lok bauðst Þór hildi starf á Rík is út varp inu, fyrst með helg ar þátt á Rás 2 en var í fram hald inu beð in um að sækja um á frétta stof unni sem hún gerði. „Þá var ég allt í einu orð inn frétta mað­ ur á RÚV og einnig um sjón ar mað­ ur á síð deg is út varp inu. Þeg ar ég hafði ver ið í þessu starfi í rúm lega ár tók ég hins veg ar á kvörð un um að fara í meira nám. Við flutt um til Bret lands og ég fór í Uni versity of Sus sex þar sem ég tók meistara­ gráðu í kynja­ og fjöl miðla fræði. Svenni vann sem frétta rit ari fyr­ ir RÚV frá London á þess um tíma, sem var á gætt því efna hags hrun ið varð á með an við vor um þarna úti," rifj ar Þór hild ur upp. „Þeg ar við kom um heim haust ið 2008 tók því við tíma bil þar sem ég var at vinnu laus, skuld um vaf in og tók nán ast hvaða starfi sem bauðst. Það var ekki beint ver ið að ráða inn á fjöl miðl ana held ur voru flest­ ir að draga sam an segl in og reka fólk. Ég var held ur ekki viss hvort ég vildi yfir höf uð aft ur í fjöl miðla. Öll mín vinnu saga var aldrei neitt sem ég tók bein lín is á kvörð un um eða stefndi að held ur gerð ist þetta nán ast sjálf krafa. Síð an viltu nátt­ úr lega alltaf það sem þú færð ekki. Fyr ir tveim ur árum lagði ég síð an inn um sókn á RÚV og bauðst að koma aft ur inn sem frétta mað ur, í þetta sinn á Norð ur landi. Þetta boð kom ein hvern veg inn á hár rétt um tíma punkti í lífi mínu en það er al­ veg frá bært hvern ig hlut irn ir æxl­ ast stund um í þessu lífi. Allt í einu erum við Svenni bara kom in norð­ ur. Hann starfar sem er lend ur frétta mað ur hjá RÚV og því má al­ veg færa rök fyr ir því að hann sé nærri helstu á taka svæð um heims ins á Ak ur eyri held ur en nokkurn tím­ ann í Reykja vík. Við höf um búið á Ak ur eyri nú í tvö ár, keypt um okk­ ur íbúð í haust og vinn um bæði á RÚV. Ég er í því smáa og ná læga og hann í því stóra og fjar læga." Faðm ar við mæl end ur sína Fljót lega eft ir að Þór hild ur flutti norð ur og byrj aði að starfa sem frétta mað ur fyr ir út varp og sjón­ varp bauðst henni tæki færi að vinna innslög fyr ir frétta­ og mann lífs­ þátt inn Land ann sem sýnd ur er í Rík is sjón varp inu á sunnu dags­ kvöld um. „Svo æxl að ist það þannig að ég varð ein göngu í Land an um og þannig hef ég eig in lega ver ið meira og minna síð asta árið. Ég tek hins veg ar frétta vakt ir öðru hvoru og hef leyst af á síð deg is út varp inu þeg ar þannig ber und ir. Það má því segja að ég sé kona ekki ein töm inni á frétta stofu RÚV. Land inn er al gjör lega æð is leg­ ur þátt ur og ó trú lega mik il for rétt­ indi að fá að vinna við hann. Það er svo gam an að hitta fyr ir fólk sem er ekki hátt sett í stjórn mála­ og banka lífi. Þess í stað veit ir Land inn okk ur að gang að heim il um þjóð ar­ inn ar sjálfr ar. Við tök um við töl við fólk sem skil ur sjald an hvers vegna við vilj um taka við tal við það. Þetta er bara fólk sem hef ur alltaf ver ið þarna, gert þessa hluti, haft þess­ ar hug mynd ir og finnst það ekk­ ert merki legt. Þetta er ekki eins og Séð&heyrt fólk ið hérna fyr ir sunn­ Grund ar fjörð ur á í mér hvert bein Rætt við Þór hildi Ó lafs dótt ur fjöl miðla konu Þór hild ur Ó lafs dótt ir fjöl miðla kona. Hér er Þór hild ur á samt syst ur sinni Bryn hildi að klífa Hlöðu fell. „Úti vist og fjall­ göng ur eru mik ið á huga mál hjá okk ur," seg ir Þór hild ur.

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.