Skessuhorn - 17.07.2013, Qupperneq 1
FRÉTTAVEITA VESTURLANDS – www.skessuhorn.is 29. tbl. 16. árg. 17. júlí 2013 - kr. 600 í lausasölu
HVAR OG HVENÆR
SEM ER
Með Arion appinu tekur þú stöðuna
með einum smelli og borgar reikningana,
hvar og hvenær sem er.
Þú færð appið á Arionbanki.is.
Skannaðu QR kóðann
og sæktu appið frítt
í símann þinn
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/S
ÍA
–
1
3
-1
8
9
2
LORATADIN LYFIS
CETIRIZIN-RATIOPHARM
Kátt í KJÓSINNI
laugardaginn 20. júlí
Sjá dagskrá á kjos.is
ÚTSALA
40%
afsláttur af
öllum
útsöluvörum
Nýtt kortatímabil
Opnunartími:
Mán. - föstud. kl. 10.00 – 18.00
Laugard. kl. 10.00 – 15.00
Flest íslensk sumarhús eru byggð
úr timbri og eldsmatur þar mikill.
Þá er gróður gjarnan töluverður í
kringum húsin og mikil hætta get-
ur skapast af sinubruna þegar þann-
ig hagar til. Í sumarhúsum er mikil-
vægt að huga að eldhættu, ekki hvað
síst á þéttbýlustu sumarhúsasvæð-
unum. Á Suðurlandi eru skráð fleiri
en 6.000 sumarhús og yfir 2.500 á
Vesturlandi. Íbúum þessara svæða
fjölgar því um nokkur þúsund á
sumrin. Við sinubruna í Skorradal
síðastliðið vor voru íbúar og gestir
í um 25 sumarhúsum beðnir um að
sækja slökkvitæki sín til að nota við
slökkvistarfið. Aðeins þrír áttu slík
tæki og einungis eitt þeirra virk-
aði. „Vonandi gefur þetta ekki til
kynna hvernig brunavörnum er al-
mennt háttað í sumarhúsum. Þetta
er þó verra hlutfall en á heimilum
landsmanna því á tveimur af hverj-
um þremur þeirra eru slökkvitæki,
samkvæmt könnun sem gerð var
árið 2012,“ segir Sigrún Þorsteins-
dóttir sérfræðingur í forvörnum hjá
tryggingafélaginu Vís.
„Reykskynjarar, slökkvitæki og
eldvarnarteppi þurfa að vera vel
aðgengileg í öllum sumarhúsum
og kunnátta til að nota búnaðinn.
Jafnframt ætti að vera vatnsslanga
sem nær hringinn í kringum hús-
ið og sinuklöppur til að geta brugð-
ist við sinueldi. Brýnt er að sýna ár-
vekni við meðhöndlun elds. Gæta
þarf vel að einnota grillum, notk-
un eldavéla, varðeldum, logandi
sígarettum, kertum, gasgrillum og
útiörnum og tryggja að börn fikti
hvorki með eld né eldfæri,“ segir
Sigrún hjá Vís.
mm
Íslandmótið í
hestaíþróttum fór
fram í Borgarnesi í
liðinni viku. Það var
hestamannafélagið
Faxi sem annaðist
undirbúning mótsins og
framkvæmd í samstarfi
við nágrannafélögin
Dreyra og Glað. Jakob
Svavar Sigurðsson
frá Steinsholti í Hval-
fjarðarsveit kom sá og
sigraði á mótinu, en
hann varð fjórfaldur
Íslandsmeistari og
sigraði því í nánast
helmingi keppnisgreina
á mótinu. Hér hampar
hann titlinum sem
samanlagður sigurveg-
ari í fjórgangsgreinum
á stóðhestinum Al frá
Lundum II. Þeir félagar
undirbúa nú brottför
til Berlínar þar sem
þeir taka þátt í heims-
leikunum í byrjun ágúst.
Sjá nánar umfjöllun bls.
20. Ljósm. Iðunn Silja
Svansdóttir.
Samkvæmt svokallaðri K-orðs vísi-
tölu greiningardeildar Arion banka,
sem byggir á því hversu marg-
ar fréttir eða greinar í íslenskum
prent- og ljósvakamiðlum innihalda
orðið „kreppa,“ þá hefur krepputal
aldrei verið minna síðan í desember
2007. Greiningardeildin hóf mæl-
ingar þessar sl. haust en þær byggja
á mánaðarlegri úttekt deildarinnar
á fréttum og greinum eins og þær
birtast í ítarleit Fjölmiðlavaktar-
innar. Samkvæmt vístölunni hef-
ur kreppufréttum fækkað hægt og
bítandi frá árslokum 2009 þó um-
fjöllun hafi vitaskuld tekið kipp ein-
staka mánuði. Þannig rauk vísitalan
t.d. upp í apríl á þessu ári í kjölfar
kosningabaráttu vegna kosninga til
Alþingis eins og sjá má af grafinu,
en fór hratt niður að þeim loknum.
hlh
Barist við sinueld í umræddu tilfelli í vor þegar einungis eitt nothæft slökkvitæki
reyndist vera í 25 sumarbústöðum í Skorradal.
Flestir gripu í tómt þegar á reyndi
Rústir brunnins sumarhúss.
Krepputalið aldrei minna