Skessuhorn - 17.07.2013, Síða 5
5MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013
Þriðjudaginn 23. júlí kl. 20.30
Fluttar verða kirkjulegar aríur stór-
skáldanna og frönsk og íslensk
sönglög
Flytjendur:
Hólmfríður Friðjónsdóttir sópran
Fabien Fonteneau, orgel og píanó
Aðgangur kr. 2000
Söngtónleikar í
Reykholtskirkju
S
K
E
S
S
U
H
O
R
N
2
01
3
Fjármálastjóri
Menntaskóli Borgarfjarðar auglýsir eftir
fjármálastjóra í 50% stöðu.
Fjármálastjóri annast fjárreiður skólans, færir bókhald, sér
um áætlanagerð, uppgjör og fleira.
Hæfniskröfur: Menntun sem nýtist í starfi. Reynsla
af bókhaldi og fjármálastjórnun. Hæfni í mannlegum
samskiptum.
Ráðið verður í starfið frá 1. september nk. Nánari
upplýsingar gefur Kolfinna Jóhannesdóttir skólameistari,
kolfinna@menntaborg.is eða í síma 866 1314.
Umsóknarfrestur er til 9. ágúst og skal senda umsóknir
ásamt ferilskrá á netfangið kolfinna@menntaborg.is.
Nafn: Karen Þorgrímsdóttir
Aldur: Sjö ára (föstudaginn 19.
júlí í sömu viku og blaðið kemur
út verð ég sjö).
Hvenær lestu? Stundum á dag-
inn og stundum á kvöldin.
Áttu uppáhalds bók? Já, Ástar-
saga úr fjöllunum.
Áttu einhvern uppáhalds höf-
und? Þorgrímur Þráinsson.
Hvaða bók lastu síðast? Depil.
Viltu mæla með einhverri
bók fyrir aðra krakka að lesa?
Snuðra og tuðra.
Skóli: Grundaskóli.
Sumarlesari
vikunnar
Nú eru 220 krakkar búnir að
skrá sig í sumarlesturinn á Bóka-
safni Akraness, en allt sumar-
ið í fyrra voru þeir 122. Þetta er
því ánægjuleg aukning að sögn
starfsmanna. Sumarlesari vik-
unnar er Karen sem er að verða
sjö ára.
Í sumar er þriðja árið sem Rútufyr-
irtækið Bílar og fólk, STERNA og
Ferðaskrifstofan Þemaferðir bjóða
sameiginlega upp á hringferðir um
Snæfellsjökul undir leiðsögn. Hafa
þessar ferðir gengið vel að sögn að-
standenda fyrirtækjanna. Síðastlið-
ið sumar var tekin upp sú nýbreytni
að hver hópur sem fer í dagsferð
í kringum jökulinn plantar einni
plöntu sameiginlega og var valinn
staður við hlið Sjómannagarðsins á
Hellissandi til plöntunar. Þar er nú
búið að gróðursetja um 100 birki-
plöntur og var lundurinn þá orðin
nokkuð þétt plantaður. Nú í byrj-
un júlí var síðan ákveðið að finna
nýjan stað og varð staður við tjald-
svæðið í Grundarfirði fyrir valinu
og er nú plantað þar einni plöntu
í hverri ferð. Það er leiðsögufólk-
ið í ferðinni sem hefur umsjón með
gróðursetningunni, en einhverj-
ir útvaldir úr hópum sjá um sjálfa
plöntunina. Þetta hefur mælst mjög
vel fyrir hjá hópnum og mjög oft
kemur í ljós að það er fólk í hópun-
um sem er að fara þessa ferð af ein-
hverju sérstöku tilefni, trúlofunar-
ferð, afmælisferð, fyrsta sumarfríið
til útlanda og þannig mætti áfram
telja. Þegar börn eru í hópnum er
nokkuð öruggt að þau fá að planta
sínu tré og mikið er um myndatök-
ur.
„Nú í ár hefjum við ferðina frá
Grundarfirði með gróðursetningu
og er eins og áður er mikið fjör
við þá athöfn. Hóparnir þjappa sér
saman því fólk fer gjarnan að rabba
saman og kynnast betur við þessa
athöfn og ferðin verður skemmti-
legri. Margir hafa orð á því að þá
hlakki til að koma aftur og sjá Ís-
landstré sitt hafa stækkað og dafn-
að. Um leið og hætt var að gróð-
ursetja á Hellissandi var lundinum
gefið nafn og sett upp lítið skilti
með nafninu Þernulundur, kríu-
varpi svæðisins til heiðurs,“ segir
Óli Jón hjá Þemaferðum í samtali
við Skessuhorn.
sko
Á hverju ári fara konur í Hvalfjarð-
arsveit saman í kvennareið. Þær
skiptast á að undirbúa ferðina og
er skipuð nefnd fyrir næsta ár í lok
Kvennareið í Hvalfjarðarsveit
ferðar á hverju ári. Nú á laugardag-
inn var kvennareið ársins farin þeg-
ar galvaskar konur úr sveitinni og
nágrenni skelltu sér saman í reiðtúr.
Í hópreið sem þessari leikur veðrið
stórt hlutverk en veðurspáin lofaði
ekki góðu. Þrátt fyrir það mættu 33
konur til að taka þátt. Veðrið varð
betra en spár gáfu til kynna og var
lygnt og milt veður og hélst rign-
ingarlaust mestalla ferðina. Lagt
var upp frá Fannahlíð og farið sem
leið liggur í gegnum Fannahlíð-
arskóg. Síðan var riðið í gegnum
Melahverfið, yfir að Lambhaga og
að Laxá, ánni var fylgt að Hurð-
arbaki og þaðan eftir veginum að
Tungu í Svínadal. Þar var borðað
saman á Skessubrunni, sungið og
farið í leiki. Þema ferðarinnar var
„bling bling“ og er óhætt að segja
að sumar kvennanna hafi tekið það
alla leið á meðan aðrar tóku ekki
þátt í þemanu. En það voru glað-
ar og ánægðar konum sem komu á
leiðarenda að reiðtúr loknum, enda
um fallega reiðleið að ræða.
kf
Skiltið við Hellissand sem merkir
gróðursetningu gestanna.
Farþegarnir planta birkiplöntu í hverri ferð
Í hverri ferð er plantað birkiplöntu.
ný og glæsileg stöð
Láttu eftir þér að staldra við í Borgarnesi og fá þér í svanginn,
eða rölta um og skoða mannlífið á þessari miðstöð ferðalangsins.
n1 – meira í leiðinni á ferðalaginu.
Boozt
Jarðarber og bananar, bláber og hindber, spínat
og ananas. Boozt er gert til þess að gleðja.
næring fyrir sálina
Andans menn gleðjast til muna
þegar þeir sjá fögur orð á hvítum
fleti. Orð sem stökkva upp af
blaðsíðunum og lofa ferðalagi um
lendur hugans á meðan vindur
bærir lauf fyrir utan gluggann.
Panini
Eins og nafnið gefur til kynna
þá er Panini frá Ítalíu. Svolítið
grillað við fyrstu sýn en rosalega
gott í sér.
n1 kortið
Ekki gleyma N1 kortinu
þegar þú kemur við. Sæktu
um á www.n1.is eða á næstu
þjónustustöð N1.