Skessuhorn


Skessuhorn - 17.07.2013, Qupperneq 7

Skessuhorn - 17.07.2013, Qupperneq 7
7MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 Dynjandi hefur úrval af heyrnahlífum frá 3M. Komdu og skoðaðu úrvalið. Dynjandi örugglega fyrir þig! HEYRNARHLÍFAR GERA VINNUNA ÞÆGILEGRI! Skeifunni 3 - Sími: 588 5080 - dynjandi.is Félagsráðgjafi Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga auglýsir eftir félagsráðgjafa. Um er að ræða 100% starf félagsráðgjafa í félagsþjónustu sveitarfélaganna á Snæfellsnesi. Íbúafjöldi þjónustusvæðisins er um 4 þúsund. Hjá FSS starfa forstöðumaður, 2 sálfræðingar, þroskaþjálfi, kennslu- og starfsráðgjafi, ráðgjafi félagsþjónustu, 2 talmeina- fræðingar auk starfsmanna heimaþjónustu, liðveislu og málaflokks fatlaðs fólks. Viðfangsefni · Barnavernd · Málefni fatlaðs fólks · Ráðgjöf · Þverfagleg teymisvinna · Önnur verkefni félagsþjónustu sveitarfélaga Hæfniskröfur · Starfsbundin réttindi félagsráðgjafa · Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð · Samskipta- og samstarfshæfni Laun eru greidd samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Félagsráðgjafafélags Íslands. Æskilegur upphafstími starfs er 1. september n.k. Umsókn er tilgreini menntun, fyrri störf og umsagnaraðila berist Sveini Þór Elínbergssyni, forstöðumanni Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, Klettsbúð 4, 360 Snæfellsbæ fyrir 30. júlí n.k. Frekari upplýsingar veitir forstöðumaður í síma 430 7800, netfang: sveinn@fssf.is. GMR endurvinnslan óskar eftir að ráða starfsmann við gæðaeftirlit í framleiðsludeild Helstu verkefni: Vinna við efnagreiningarbúnað í framleiðsluferlinu.• Gæðaúttektir á framleiðsluvörum.• Mælingar og skráningar í gæðakerfi.• Önnur verkefni.• Hæfniskröfur: Stúdenspróf eða önnur sambærileg menntun.• Efnafræðikunnátta er kostur.• Hæfni í mannlegum samskiptum.• Góð almenn tölvukunnátta.• Enskukunnátta.• Stundvísi.• Starfið hentar jafnt konum sem körlum.• Kostur ef viðkomandi getur hafið störf fljótlega. GMR Endurvinslan er nýtt iðnfyrirtæki á Grundartanga. Fyrirtækið sérhæfir sig í endurvinnslu brotamálma. Umsóknir með ferilskrá sendist á netfangið; stefan@gmr.is Upplýsingar veitir Stefán í síma 510-7742 Atvinna S K E S S U H O R N 2 01 3 Geymsluhúsnæði á Akranesi Mæðrastyrksnefnd Vesturlands bráðvantar geymsluhúsnæði á Akranesi til leigu eða láns. Vantar geymslu þar til framtíðarhúsnæði fyrir starfsemina fæst. Upplýsingar gefur Aníta Björk í síma 868-3547 eða maedrastyrkur@visir.is Viðgerðir hafa stað- ið yfir í sumar á ut- anverðum veggj- um gamla vitans á Suðuarflös á Akra- nesi. Það er Tré- smiðjan Akur sem sér um verkið og seg- ir Halldór Stefánsson framkvæmdastjóri að verkið sé á lokametr- unum og aðeins eft- ir að ljúka örlítilli múrvinnu, skipta um gler í gluggum og mála. Veðrið hefur hins vegar ekki ver- ið mjög gæfulegt til múrvinnu þetta sum- arið og tafið vinnuna. „Veðrið hefur sett strik í reikninginn og núna erum við bara að bíða eftir nokkr- um þurrum dögum til að ljúka verkinu,“ segir Halldór. Eftir að vitinn hefur verið lagaður að utan verð- ur hann svo tekinn í gegn að innan en það verður hins veg- ar ekki gert fyrr en á næsta ári. jsb Stjórn Ungmenna- sambands Borgarfjarð- ar hefur ráðið Pálma Blængsson sem fram- kvæmdastjóra væntan- legrar þjónustumið- stöðvar sambandsins í Borgarnesi. Að sögn Sigurðar Guðmunds- sonar sambandsstjóra UMSB hefur Pálmi störf í ágúst og verð- ur fyrst um sinn með skrifstofu í húsnæði sambandsins að Borg- arbraut 61. Sigurður sagði stjórn UMSB vera ánægða með að hafa ráðið Pálma til starfa og væntir þess að fyrri störf hans muni nýtast vel fyrir sambandið. „Pálmi fær það verðuga hlutverk að byggja upp þjónustumiðstöðina frá grunni með okkur á næstu misserum. Það verður skemmtileg áskorun fyrir hann og okkur,“ sagði Sigurður. Samningur um stofnun þjón- ustumiðstöðvar UMSB var undir- ritaður í lok apríl sl. á milli Borg- arbyggðar og sambandsins í kjöl- far stefnumótunarvinnu beggja að- ila í íþróttamálum. Hlutverk henn- ar verður fjölþætt og má helst nefna að þar verður séð um öll samskipti íþróttahreyfingarinnar í héraðinu við Borgarbyggð. Miðstöðinni er einnig falið að fylgjast með að starf aðildarfélaga UMSB byggist á fag- legum forsendum og að fylgjast með og leiðbeina aðildarfélögum um fjárhagslegan rekstur svo ein- hver verkefni af mörgum séu nefnd. Það kemur í hlut Pálma sem fram- kvæmdastjóra að stýra þessum verk- efnunum og sinna daglegum rekstri þjónustumiðstöðvarinnar. Pálmi er viðskiptafræðingur að mennt frá Háskól- anum í Reykjavík. Hann er fæddur og uppalinn Borgnes- ingur og býr þar ásamt fjölskyldu sinni. Undafarin ár hefur hann starfað sem sölu- og mark- aðsstjóri hjá Suzuki umboðinu á Íslandi í Reykjavík. Pálmi hefur tekið þátt í starfi íþróttahreyf- ingarinnar í hér- aðinu, var formað- ur körfuknattleiks- deildar Skallagríms í tæp fjögur ár og meðstjórnandi í stjórn knattspyrnu- deildar félagsins um hríð. Einn- ig hefur hann séð um keppnislið Suzuki í moto-cross síðustu ár og sjálfur keppt. „Þetta verður spenn- andi verkefni að eiga við. Ég tók þátt í stefnumótunarvinnu UMSB meðan ég var formaður körfuknatt- leiksdeildarinnar þar sem m.a. hug- mynd um stofnun þjónustumið- stöðvar var rædd. Það verður gam- an að fylgja þeirri vinnu eftir sem framkvæmdastjóri,“ sagði Pálmi í samtali við Skessuhorn. hlh Pálmi Blængsson, verðandi framkvæmdastjóri þjónustumiðstöðvar UMSB. Pálmi ráðinn framkvæmdastjóri hjá UMSB Gamli vitinn að verða klár en veðrið truflar framkvæmdir Gamli vitinn á Akranesi er með elstu steinsteyptu byggingunum bæjar- ins, frá 1918.

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.