Skessuhorn - 17.07.2013, Síða 9
9MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013
Knattspyrnudeild Skallagríms óskar eftir
að ráða þjálfara fyrir yngri flokka félagsins
frá 1. september næstkomandi.
Fyrir réttan einstakling er möguleiki á framtíðarstarfi,
góðum launum, fullu starfi eða hlutastarfi og jafnvel
yfirþjálfarastaða.
Leitað er að einstaklingi með UEFA-B gráðu eða meira.
Uppeldismenntun og reynsla er kostur en áhugi, metnaður
og skipulagshæfileikar eru nauðsynlegir.
Knattspyrnudeild Skallagríms er metnaðarfull deild sem
hlaut nafnbótina Fyrirmyndardeild ÍSÍ árið 2010, starfar
undir formerkjum fyrirmyndarfélags og styrkir m.a. þjálfara
sína í símenntun og framhaldsmenntun. Deildin getur
aðstoðað við húsnæðisleit.
Umsóknum skal skilað á netfangið ivar@menntaborg.is.
Nánari upplýsingar fást hjá formanni deildarinnar,
Ívari Erni Reynissyni í síma 695 2579.
Þjálfari óskast
Alþjóðlegi hópurinn sem hljóp
Friðarhlaup hringinn í kringum
landið nýverið kom til Akraness síð-
astliðinn miðvikudag á lokametrum
ferðar sinnar um Vesturland. Við
komuna til Akraness var hlaupið frá
íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum að
skógræktarinni í Garðalundi í fylgd
krakka úr fjórða flokki kvenna og
sjöunda flokki karla í knattspyrnu
hjá ÍA. Í samtali við blaðamann
sagðist fólkið hafa hrifist mjög af
landshlutanum og því sem fyrir
augu bar. Sögðu þau að Snæfells-
jökull hafi verið stórkostlegur og
að það hafi verið einstaklega gam-
an að fara á jökulinn. Annars vildi
fólkið ekki gera upp á milli staða og
sagði að öll leiðin hafi verið mjög
falleg og gaman að upplifa íslenska
náttúru. Aðspurð um hvernig þeim
líkaði við íslenska veðráttu fengust
þau svör að jafnvel þótt veðrið hafi
ekki leikið við þau alla leiðina, þá
hafi verið mjög gaman að ferðast
um landið. Íslensk hliðarrigning í
mesta hvassviðrinu var t.d. hluti af
þeirri upplifun, sagði hópurinn kát-
ur í ausandi rigningu á Akranesi. Á
fimmtudagsmorguninn var synt
með friðarkyndilinn yfir Hvalfjörð
en Friðarhlaupinu hér á landi lauk í
Reykjavík á föstudaginn.
jsb
Aníta Sól – 15 ára.
Hvernig er vinnan? Hún er
skemmtileg, skemmtilegast að slá.
Veðrið í sumar? Leiðinlegt þeg-
ar það rignir mikið, eins og gerði
í gær, því þá er erfiðara að slá og
raka grasið.
Þetta er þriðja sumarið í vinnu-
skólanum. Þetta er það skemmti-
legasta hingað til þrátt fyr-
ir leiðinlegt veður en hópurinn er
skemmtilegri.
Hvað á að gera við launin? Fara
til Bandaríkjanna og versla.
Hvað er gert þegar þú ert ekki
vinnunni? Æfi fótbolta og er með
vinum.
Eftir sumarið? Byrja í FVA.
Melkorka Jara – 16 ára.
Hvernig er vinnan? Alveg ágæt.
Veðrið í sumar? Það er fínt ef það
rignir ekki.
Þetta er þriðja sumarið í vinnu-
skólanum. Skemmtilegri hópur
núna en meiri rigning sem er leið-
inlegt.
Hvað á að gera við launin? Safna
fyrir bíl.
Hvað er gert þegar þú ert ekki í
vinnunni? Hleyp mikið og er með
vinum.
Eftir sumarið? Byrja í FVA.
Bjarki Aron – 16 ára.
Hvernig er vinnan? Fín vinna,
skemmtilegast er þó að taka há-
degispásur.
Veðrið í sumar? Ef það er rigning
er erfiðara að slá en annars hefur
það engin áhrif á vinnuna.
Þetta er þriðja sumarið í vinnu-
skólanum. Var síðustu tvö sumur
í Hvalfjarðarsveit þar sem launin
voru hærri en finnst skemmtilegra
núna á Akranesi.
Hvað á að gera við launin?
Kaupa tölvu.
Hvað er gert þegar þú ert ekki
í vinnunni? Er með vinum eða í
tölvunni.
Eftir sumarið? Byrja í FVA.
Gaman í vinnuskólanum þó veðrið sé
ekki alltaf skemmtilegt
Krakkarnir í vinnuskólanum á Akra-
nesi vinna hörðum höndum við að
halda bænum snyrtilegum þessa dag-
ana. Starf þeirra er vissulega mikil-
vægt því allir vilja jú hafa sem snyrti-
legast í kringum sig. En veðrið í sum-
ar hefur einkennst af ýmsu öðru en
sólskini en þrálátar rigningar gera
starf vinnuskólakrakkanna töluvert
erfiðara en ella. Vinnuskólinn hefst í
upphafi hvers sumars fyrir ungmenni
á aldrinum 14 til 17 ára og ræðst
vinnutímabil og laun starfsmanna af
aldri þeirra. Margir sem sjást núna
víðsvegar um bæinn hófu störf 1. júlí
og verða í vinnu hjá bænum fram í
miðjan ágúst. Blaðamaður Skessu-
horns fór og tók púlsinn á nokkrum
sem voru við störf á fimmtudaginn
var. jsb Krakkarnir að vinna á Vogabraut.
Hér eru hlaupararnir staddir á toppi
Snæfellsjökuls sl. þriðjudag.
Friðarhlauparar hrifnir af Vesturlandi
Krakkar í 4. flokki kvenna og 7. flokki karla með friðarhlaupurunum í íþrótta-
húsinu á Jaðarsbökkum.
Forseti bæjarstjórnar Akraness, Sveinn Kristinsson, gróðursetur friðartré í
Garðalundi.
Skeifan 8 | 108 Reykjavík | sími 517 6460 | www.belladonna.is
Útsalan í fullum
gangi
Flott föt
fyrir flottar
konur
Stærðir 38-58
www.skessuhorn.is
Skessuhorn kemur að venju út
miðvikudagana 24. júlí og 31. júlí.
Líkt og undanfarin ár fer starfsfólk og útgáfan svo í viku frí yfir verslunar-
mannahelgina og KEMUR ÞVÍ EKKI ÚT BLAÐ miðvikudaginn 7. ágúst.
Fyrsta blað eftir sumarleyfi kemur síðan út miðvikudaginn 14. ágúst.
Útgáfan
næstu
vikur
Starfsfólk Skessuhorns.