Skessuhorn


Skessuhorn - 17.07.2013, Page 10

Skessuhorn - 17.07.2013, Page 10
10 MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 Keppnin Álmaðurinn 2013 fór fram á laugardaginn á Akranesi en það er fyrsta keppnin sem Sjó- baðsfélag Akraness stendur fyrir. Alls tók 21 keppandi þátt, þar af sjö konur og fjórtán karlar. Sigurveg- arar á mótinu voru Innnesingurinn Sigurjón Ernir Sturluson og Ak- urnesingurinn Sigríður Gróa Sig- urðardóttir og eru þau því Álmenn ársins 2013. Fengu þau að launum sérstakan verðlaunahleif sem var hannaður úr 200 gramma álhleif frá Norðuráli en efstu þrír keppendur í karla- og kvennaflokki voru verð- launaðir. Í öðru sæti í karlaflokki varð Pálmi Haraldsson á Akranesi og í því þriðja Ægir Benedikts- son frá Reykjavík. Í kvennaflokki varð önnur Anna Helgadóttir frá Reykjavík og í því þriðja Sílvía Llo- rens frá Akranesi. Óhætt er að segja að keppnisleiðin hafi verið krefj- andi en hún samanstóð af hjólreið- um, fjallgöngu og sjósundi. Keppn- in hófst á hjólreiðum frá Langa- sandi að Akrafjalli, samtals 5,5 km leið, þar af 1,3 km á malbiki 4,2 km á möl. Frá rótum Akrafjalls héldu keppendur upp á Háahnúk, samtals 550 metra, og skrifuðu þar í gesta- bók. Frá Akrafjalli var haldið sömu leið til baka á hjóli að Langasandi þar sem keppendur stungu sér til sunds og syntu 400 metra meðfram ströndinni. Að sögn Guðmundar Sigur- björnssonar formann félagsins gekk mótið vel. „Það var almenn ánægja með mótið meðal keppenda svo að ákveðið var að kanna grundvöll fyr- ir aðra keppni á næsta ári. Ég vil síðan fyrir hönd félagsins þakka þeim fjölmörgu styrktaraðilum sem styrktu keppnina. Sérstakar þakk- ir fær síðan Björgunarfélag Akra- ness sem sá um gæslu á Akrafjalli og í sjónum við Langasand. Það má segja að án þátttöku félagsins væri þessi keppni mjög erfið í fram- kvæmd. Síðan ber líka að þakka Fimleikafélagi Akraness, sem sá um drykkjarstöðvar fyrir keppendur, og starfsfólki Sundlaugar Akraness fyrir þeirra hjálp.“ hlh /Ljósm. ki. Þorvaldur Örlygsson tók við þjálf- un karlaliðs ÍA í Pepsídeildinni í knattspyrnu fyrir skemmstu í kjöl- far uppsagnar Þórðar Þórðarsonar. Bíður hans það krefjandi verkefni að stýra liðinu sem hefur átt erf- itt uppdráttar í sumar aftur á sigur- braut. Íslandsmótið í knattspyrnu er nú hálfnað og verma Skagamenn botnsæti deildarinnar með fjögur stig. Þrátt fyrir stigaþurrð er Þor- valdur bjartsýnn fyrir seinni helm- ing mótsins og segir hann liðið, sem hann hefur fulla trúa á, eiga tölu- vert inni og muni rétta sinn kúrs. Blaðamaður Skessuhorn tók nýja þjálfara Skagamanna tali sem á að baki viðburðaríkan og farsælan fer- il í knattspyrnunni, bæði sem leik- maður og þjálfari. Mamma og pabbi kynntust á Akranesi Áður en talið berst að ÍA liðinu er Þorvaldur spurður um hvort að hann eigi einhverjar tengingar við landshlutann og kemur á daginn að þær eru töluverðar. „Pabbi, Örlyg- ur Ívarsson, er fæddur og uppalinn í Ólafsvík og kynntist hann móð- ur minni, Bryndísi Ármann Þor- valdsdóttur, meðan hann var í námi á Akranesi. Sjálfur er ég hins veg- ar fæddur í Danmörku en foreldr- ar mínir bjuggu þar í nokkur ár við nám og störf. Frá Danmörku flutt- um við í Borgarnesi og vorum þar í tvö ár. Pabbi starfaði þar sem for- stjóri Vírnets meðan mamma vann sem kennari í barnaskólanum í bænum. Í Borgarnesi byrjaði ég að æfa fótbolta og æfði með Skalla- grími. Síðan fluttum við norður á Akureyri þar sem fjölskyldan hef- ur verið æ síðan og gekk ég strax í raðir KA þar sem ég fór upp yngri flokkana og alla leið í meistaraflokk félagsins,“ segir Þorvaldur. Hann lítur því á sig sem Akureyring að uppruna. Þorvaldur varð fljótt öfl- ugur knattspyrnumaður með KA eins og margir þekkja en hann lék stöðu miðjumanns. „Þess má einn- ig geta að tveir Skagamenn þjálfuðu mig meðan ég var hjá KA á þessum árum, fyrst Hörður Ó. Helgason og síðan Guðjón Þórðarson.“ Viðburðaríkur ferill Frá Akureyri lá leiðin í atvinnu- mennskuna í enska boltanum eft- ir að Þorvaldur var keyptur til Nottingham Forrest í desember 1989. Hann var hjá Forrest í fjög- ur keppnistímabil en liðið lék þá í efstu deild. Að auki lék hann með Stoke og Oldham á Englandi sem atvinnumaður áður en hann snéri heim til Íslands aftur árið 2000 þar sem hann lauk knattspyrnuferlin- um með KA. Þorvaldur var einn- ig fastamaður í A-landsliði Íslands í átta ár og á að baki 41 landsleik með liðinu. Þorvaldur var í fyrstu spilandi þjálfari KA manna en snéri sér alfarið að þjálfun liðsins eftir keppnistímabilið 2003 og var þar til 2005. Þaðan lá leiðin austur á firði til Fjarðabyggðar sem hann þjálfaði í tvö tímabil uns hann tók við stjórn Fram í upphafi keppn- istímabilsins 2008. Hjá Fram var Þorvaldur síðan þjálfari allt þar til hann hætti í júní sl. Á þjálfaraferlin- um hefur Þorvaldur náð góðum ár- angri, m.a. stýrt KA mönnum upp úr 1. deild í úrvalsdeild árið 2001 og leitt Fjarðabyggð til sigurs í 2. deild 2006. Undir stjórn hans náðu Frammarar m.a. þriðja sæti úrvals- deildar 2008, komust í aðra umferð í forkeppni Evrópudeildar UEFA árið 2009 og í bikarúrslit sama ár þar sem liðið tapaði naumlega fyrir Breiðabliki í vítaspyrnukeppni. Betri þjálfari en málari „Eins og flestir vita þá bar ráðning mín á Skagann brátt að,“ segir Þor- valdur um aðkomu sína að ÍA fyr- ir skemmstu. Ég tók mér sumarfrí eftir að ég hætti hjá Fram og var að mála húsið mitt norður á Akur- eyri þegar ég fékk símtal frá Þórði Guðjónssyni þar sem mér var boð- ið að taka við liðinu. Eftir smá sam- tal við Þórð fór mér að lítast vel á verkefnið og ákvað að kýla á þetta, enda er ég mun betri að þjálfa en að mála,“ segir Þorvaldur í léttum tón. „En að öllu gamni slepptu þá finnst mér áskorunin mikil og ég fann að þetta var eitthvað sem mig langaði til að gera, að leggja Skagamönn- um lið í baráttunni sem framundan er. ÍA er líka flottur klúbbur, með góða umgjörð og aðstöðu, sem all- ir þjálfarar hljóta að sækjast eftir að starfa fyrir.“ Meginverkefni að halda úrvalsdeildarsætinu Eins og stöðutafla úrvalsdeildar sýnir þá hefur ÍA átt erfitt uppdrátt- ar í sumar en liðið vermir botnsæti deildarinnar með einungis fjögur stig. „Það má vera öllum ljóst að meginverkefni liðsins er að halda sæti sínu í deildinni, allt annað er bónus. Það hefur vantað herslu- muninn í leikjum liðsins hingað til og þeir flestir verið frekar jafnir. Ýmislegt hefur haft áhrif á frammi- stöðuna. Ég nefni sem dæmi þá hef- ur liðið lent í því í nokkrum leikj- um að þurfa að gera róttækar breyt- ingar á leikskipulagi í upphafi leiks vegna meiðsla, t.d. á móti Breiða- bliki, Þór og Víkingi – það hefur haft sín áhrif á leik liðsins. Þetta er auðvitað partur af leiknum og eitt- hvað sem öll lið þurfa að glíma við en hefur engu að síður töluverð áhrif á alla taktík sem lagt er upp með. Ég veit hins vegar að það er mikill hugur í mannskapnum að snúa blaðinu við og það munum við gera,“ bætir Þorvaldur við. Meiri pressa í dag en áður fyrr Þrátt fyrir slakt gengi ÍA í sum- ar segist Þorvaldur finna fyrir góð- um stuðningi við liðið. „Vissulega er miklar kröfur gerðar til frammi- stöðu liðs eins og ÍA sem á að baki mikla hefð og farsæla sögu. Leik- mennirnir eru meðvitaðir um þessa pressu sem er hluti af því að spila meðal þeirra bestu. Ég verð þó ekki var við annað en að sam- félagið standi þétt að baki liðinu og styðja það í lengstu lög. Hér er góður kjarni stuðningsmanna sem mætir á alla leiki, bæði heima og á útivelli, og taka strákarnir eftir því. Við þurfum á allri hjálp að halda til að rétta okkar hlut í deildinni og er góður stuðningur lykill að betri ár- angri liðsins á næstunni.“ Þorvaldur segir pressuna á þjálf- ara og leikmenn öðruvísi í dag en þegar hann var leikmaður og þurfa þeir að hans sögn að vera allt aðrir karakterar en þá var til að takast á við nýjar aðstæður. „Hluti af þess- ari breytingu er aukin umfjöllun um knattspyrnu, bæði í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum. Væntingar um árangur hefur aukist fyrir vik- ið. Við sem stöndum í þessu þurf- um að geta höndlað þessar aðstæð- ur - þetta er orðin drjúgur partur af leiknum. Að sama skapi hefur umgjörðin líka breyst til batnað- ar. Aðstæður eru orðnar betri, t.d. með tilkomu allra knattspyrnuhús- anna. Þetta hefur þýtt að tímabilin eru orðin lengri og það hefur sín áhrif á álagið. Þetta færir knatt- spyrnuna á annað plan og þá koma nýjar aðstæður sem við sem stönd- um í þessu þurfum að kunna skil á.“ Tilbúnir í verkefnið Á mánudaginn opnaðist félaga- skiptaglugginn á nýjan leik og geta félögin nú fengið til sín nýja leik- menn fram til loka mánaðarins þegar glugginn lokar aftur. Þor- valdur segir að verið sé að skoða mögulega nýja leikmenn bæði inn- an og utan landsteinanna en ekk- ert sé fast í hendi eins og staðan er. „Þessi gluggi er alltaf erfiður við- ureignar enda er hann bæði opinn í skamman tíma auk þess sem það er frekar snúið að fá inn í liðið nýja leikmenn á miðju tímabili. Nýir leikmenn hafa þó oft gefið góða raun og við sjáum því hvað set- ur.“ Samningur Þorvaldar og ÍA er ótímabundin eins og er en verður sjálfsagt endurskoðaður að tíma- bilinu loknu. „Fyrsta mál á dag- skrá er eins og áður sagði að verja sæti ÍA í efstu deild og tökum við því einn leik fyrir í einu. Ég finn að við í þjálfarateyminu, leikmenn og stjórn félagsins erum tilbúnir í þetta verkefni sem við ætlum að leggja okkur saman fram um að leysa. Haldi menn þeim kúrs er ég sannfærður um að góður árangur næst á seinni helmingi tímabilsins sem nú er hafinn.“ hlh „Finnum fyrir góðum stuðningi“ - segir Þorvaldur Örlygsson þjálfari karlaliðs ÍA í knattspyrnu Þorvaldur og Þórður Guðjónsson, framkvæmdastjóri ÍA, ráða ráðum sínum. Ljósm. Guðmundur Bjarki Halldórsson. Þorvaldur Örlygsson, þjálfari ÍA. Stungið sér til sunds við Langasand. Sigurjón og Sigríður sigruðu í fyrsta Álmanninum Keppendur hjóla af stað eftir ræsingu við Langasand. Álmaðurinn Sigurjón Ernir Sturluson, sigurvegari í karlaflokki.

x

Skessuhorn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.