Skessuhorn


Skessuhorn - 17.07.2013, Side 11

Skessuhorn - 17.07.2013, Side 11
11MIÐVIKUDAGUR 17. JÚLÍ 2013 Föstudagurinn 26. júlí Kl. 20:00 Opnunartónleikar Reykholtshátíðar Opnunartónleikar Reykholtshátíðar verða helgaðir kórsöng. Hinn þekkti enski kór Bristol Bach Choir sækir Reykholtshátíð heim undir stjórn hins unga Christopher Finch sem vakið hefur mikla athygli í heimalandi sínu undanfarið fyrir störf sín. Efnisskráin er afar fjölbreytt og samanstendur af meistaraverkum m.a. eftir Schütz, Byrd, Tallis, Bach, Purcell og Tavener. Einnig mun orgelleikari kórsins, Nigel Nash, leika tvö verk á orgel kirkjunnar. Laugardagurinn 27. júlí Kl. 15:00 Söngtónleikar með kammerívafi Gissur Pál Gissurarson, tenórsöngvara þarf vart að kynna en hann hefur sungið sig inn í hug og hjörtu landsmanna undanfarin ár. Hann verður með afar skemmtilega og fjölbreytta dagskrá með kammerívafi þar sem hann mun syngja við meðleik Steinunnar Birnu Ragnarsdóttur píanóleikara ásamt strengjaleikurum Reykholtshátíðar. Á dagskrá verða m.a. íslensk einsöngslög í glænýjum útsetningum eftir Þórð Magnússon fyrir tenór og píanótríó. Laugardagurinn 27. júlí Kl. 20:00 B-in þrjú: Britten, Beethoven, Bach Reykholtshátíð heiðrar 100 ára afmæli Benjamin Britten, eins fremsta tónskálds Englendinga, með flutningi á sjaldheyrðu en afar fallegu verki fyrir píanó, fiðlu og lágfiðlu. Helga Þóra og Anna Guðný leika hina undurfögru fiðlusónötu nr. 1 eftir Beethoven. Tónleikunum lýkur svo á Goldberg tilbrigðunum eftir Bach, einni mögnuðustu tónsmíð vestrænnar tónlistarsögu, í umritun fyrir strengjatríó í flutningi þeirra Ara Þórs, Ásdísar og Sigurgeirs. Sunnudaginn 28. júlí Kl. 14:00 Hátíðarmessa í Reykholtskirkju Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir predikar. Flytjendur Reykholtshátíðar leika tónlist. Sunnudagur 28. júlí Kl. 16:00 Lokatónleikar Reykholtshátíðar Glæsilegir og fjölbreyttir lokatónleikar hátíðarinnar þar sem áheyrendur fá að kynnast hinu íhugla og dúpa tónmáli Jóns Nordals í strengjakvartettnum Frá draumi til draums. Gissur Páll stígur svo á svið og færir okkur nokkrar af þekktustu aríum Verdi í útsetningu fyrir strengjakvintett í tilefni þess að 200 ár eru liðin frá fæðingu tónskáldsins. Reykholtshátíð lýkur svo á einu af meistaraverkum kammertónbókmenntanna, píanókvartettnum í g-moll eftir J. Brahms. Reykholtshátíð Sígild tónlist í sögulegu umhverfi S K E S S U H O R N 2 01 3 Fiskeldisstöðin Laxeyri í uppsveitum Borgarfjarðar óskar eftir að ráða starfskraft Framtíðarstarf fyrir réttan aðila Upplýsingar í síma 848 2245 eða á laxeyri@emax.is STARFSKRAFTUR ÓSKAST Hljómsveitin Áhöfnin á Húna hélt tónleika um borð í Húna II við bryggju í Stykkishólmi síðastliðið föstudagskvöld. Mikill fjöldi fólks víða af Vesturlandi mætti á tón- leikana og talað var um að í Stykk- ishólmi hefði Áhöfnin á Húna feng- ið sinn fyrsta sólardag á ferð sinni umhverfis landið. Björgunarsveit- in Berserkir í Stykkishólmi seldi inn á tónleikana og um 1.100 manns borguðu sig inn. Frítt var fyrir 12 ára og yngri og má því vel gera ráð fyrir að um 1.500 manns hafi verið á tónleikunum. Margt annað skemmtilegt gerð- ist þennan dag í Hólminum. Hanna Jónsdóttir þroskaþjálfi var m.a. krýnd hvunndagshetja Stykkishólms fyrir ötult starf að málefnum aldraðra og fatlaðra í Stykkishólmi. Felix Bergs- son og Mugison krýndu Hönnu og færðu henni einnig blómvönd. Jón- as Sig. og Ómar Guðjónsson úr Húnasveitinni bönkuðu svo upp á hjá söngkonunni Heddý og söng hún lagið Hvítir mávar með þeim í messanum á Húna II. Trommu- sveit Stykkishólms tók einnig lagið In between eftir Láru Rúnarsdótt- ur með áhöfninni á Húna og keppt var í beitningu á bryggjunni. Þetta var því góður dagur fyrir Hólmara, gesti þeirra og ekki síst Áhöfnina á Húna sem hélt glöð í bragði áleið- is á næsta áfangastað, sem var Flatey á Breiðafirði á laugardaginn þangað sem ótrúlega góð aðsókn var einnig á tónleika sveitarinnar sko/ Ljósm. Eyþór Ben. Fjölmennt á tónleikum Húna í Stykkishólmshöfn Lagst að bryggju í Stykkishólmi á föstudaginn. Hljómsveitarmeðlimir á tónleikunum. Hér sést hve margir mættu á bryggjuna til að fylgjast með. Trommusveitin spilaði með Áhöfninni. Keppt var í beitningu á bryggjunni og hér er Eiríkur Helgason ásamt Margéti Blöndal sem stjórnaði útsendingu RUV frá atburðinum ásamt Felix Bergssyni.

x

Skessuhorn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.